Categories
Greinar

Umsóknum í kennaranám á Íslandi fjölgar um 46%

Deila grein

08/07/2020

Umsóknum í kennaranám á Íslandi fjölgar um 46%

Mennt­un er grund­völl­ur vel­sæld­ar og fram­fara þjóða. John Stu­art Mill stjórn­mála­heim­spek­ing­ur skrifaði á sín­um tíma að: „Öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði og veit­ir fólki aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar.“ Þetta eru orð að sönnu. Þjóðir í fremstu röð eru með framúrsk­ar­andi mennta­kerfi. Í framúrsk­ar­andi mennta­kerfi er staða kenn­ar­ans afar sterk. Því var þess getið í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar að bregðast þyrfti við kenn­ara­skorti með sam­starfi rík­is, sveit­ar­fé­laga og stétt­ar­fé­laga. Ég er stolt af að greina frá því að sam­an höf­um við náð að snúa vörn í sókn.

Staða kenn­ara­náms styrkt

Ráðist var í heild­stæðar aðgerðir í víðtæku sam­starfi við Kenn­ara­sam­band Íslands, Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, Lista­há­skóla Íslands, Heim­ili og skóla og Sam­tök iðnaðar­ins. Að auki komu að vinn­unni full­trú­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is. Meðal ann­ars þurfti að bregðast við því að inn­rit­un í leik- og grunn­skóla­kenn­ara­nám hafði dreg­ist sam­an um 40% frá 2008. Í þess­um aðgerðum fólst meðal ann­ars launað starfs­nám leik- og grunn­skóla­kenn­ara­nema á loka­ári. Aðgerðirn­ar höfðu afar já­kvæð áhrif og hafa leitt til gríðarlegr­ar fjölg­un­ar um­sókna í kenn­ara­nám. Alls fjölgaði um­sókn­um um 591 milli ár­anna 2019 og 2020, eða um 46%. Þar af er fjölg­un­in mest við Há­skóla Íslands en þar fjölg­ar um­sókn­um um 580 milli ára, eða um 61%.

Mennta­stefna til árs­ins 2030

Þess­ar aðgerðir eru hluti af nýrri mennta­stefnu til árs­ins 2030, sem verður kynnt í upp­hafi nýs skóla­árs. Mark­mið stjórn­valda með stefn­unni er að veita framúrsk­ar­andi mennt­un með áherslu á þekk­ingu, vellíðan, þraut­seigju og ár­ang­ur í um­hverfi þar sem all­ir skipta máli og geta lært í öfl­ugu og sveigj­an­legu mennta­kerfi. Stefn­an mun end­ur­spegla leiðarljósið all­ir geta lært sem fel­ur í sér áherslu á virka þátt­töku allra í lýðræðis­sam­fé­lagi sem bygg­ist á jafn­rétti og mann­rétt­ind­um, heil­brigði, vel­ferð og sjálf­bærni. Mennta­stefn­an er mótuð með aðkomu fjöl­margra aðila úr skóla­sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars með fundaröð um land allt um mennt­un fyr­ir alla haustið 2018 og 2019.

Mennt­un efl­ir jöfnuð og all­ir eiga að hafa jöfn tæki­færi til náms. Ég hef þá trú að all­ir geti lært og all­ir skipti máli. Kenn­ar­ar, skóla­stjórn­end­ur og aðrar starfs­stétt­ir inn­an mennta­kerf­is­ins eru ein mesta auðlind hvers sam­fé­lags og leggja grunn að öðrum störf­um. Aðsókn í kenn­ara­nám hef­ur stór­auk­ist vegna mark­vissra aðgerða sem hrint hef­ur verið í fram­kvæmd. Með skýrri sýn og stefnu er hægt að bæta sam­fé­lagið sitt. Ég vil þakka öll­um þeim sem hafa komið að því að efla stöðu kenn­ara­náms í land­inu, því það sann­ar­lega skipt­ir máli fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júlí 2020.