Categories
Greinar

Viðbótarstuðningur við aldraða

Deila grein

09/07/2020

Viðbótarstuðningur við aldraða

Á loka­dög­um þings­ins var samþykkt frum­varp til laga um fé­lags­leg­an viðbót­arstuðning við aldraða frá fé­lags- og barna­málaráðherra. Viðbót­arstuðning­ur­inn tek­ur til eldri borg­ara sem bú­sett­ir eru hér á landi og eiga eng­in eða tak­mörkuð líf­eyr­is­rétt­indi í al­manna­trygg­ing­um. Þessi hóp­ur hef­ur fallið óbætt­ur hjá garði og haft litla sem enga fram­færslu og jafn­vel þurft að reiða sig á fjár­hags­stuðning sveit­ar­fé­laga frá mánuði til mánaðar. Þetta nær til ein­stak­linga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta bú­setu og lög­heim­ili á Íslandi og dvelja hér var­an­lega. Þegar lög­in eru sett er talið að hóp­ur­inn telji um 400 ein­stak­linga. Til að eiga rétt á viðbót­arstuðningi þurfa er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar að hafa ótíma­bundið dval­ar­leyfi á Íslandi og eiga lít­inn sem eng­an rétt frá sínu heimalandi. Það á einnig við um Íslend­inga sem eru að koma heim eft­ir langa fjar­veru á er­lendri grundu. Frum­varpið bygg­ist á niður­stöðum starfs­hóps um kjör aldraðra þar sem fjallað var um þann hóp aldraðra sem býr við lök­ustu kjör­in.

Þessi hóp­ur hef­ur verið jaðar­sett­ur þar sem ís­lenska al­manna­trygg­inga­kerfið hef­ur byggst á því að fólk hafi búið hér alla sína starfsævi og því áunnið sér rétt í 40 ár þegar eft­ir­launa­aldri er náð. Við búum í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi og þeir ein­stak­ling­ar sem hafa flust hingað til lands­ins með lít­il eða eng­in rétt­indi frá sínu heimalandi eru marg­ir hverj­ir fast­ir í fá­tækt­ar­gildru, með þess­ari breyt­ingu er verið að tryggja þeim lág­marks­fram­færslu.

Það var ánægju­legt að fá að fylgja þessu máli í gegn­um vel­ferðar­nefnd, þar sem ég var fram­sögumaður máls­ins, og lenda því í sam­hljómi þing­manna við loka­af­greiðslu máls­ins inni í þingsal.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. júlí 2020.