Categories
Fréttir

Dómsmálaráðherra verður að bregðast við

Deila grein

09/07/2020

Dómsmálaráðherra verður að bregðast við

„Þarna sýnist mér eitt kerfi hafa reiknað út sparnað út frá mjög þröngu sjónarhorni, hvorki er horft á samlegð með verkefnum lögreglunnar, né þörfina fyrir möguleika á afplánun á norðurlandi,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í færslu á Facebook í gær.

En fram er komin óánægja með ákvörðun Fangelsismálastofnunar um að loka fangelsinu á Akureyri.

Allir fangar sem dvalið hafa í fangelsinu á Akureyri voru fluttir í önnur úrræði í vor. Með því átti að spara peninga en til stóð að opna aftur í september. Það var svo tilkynnt í gær að af því verður ekki.

„Ég tel dómsmálaráðherra þurfa að láta fara fram ítarlegri skoðun á heildaráhrifum þessarar breytinga,“ segir Líneik Anna.

Þjónustun sem þarna hefur verið veitt skiptir máli við að skapa tækifæri til betrunar í fangelsiskerfinu, né þörfina fyrir möguleika á afplánun á norðurlandi (þó minnihluti fanga sé þaðan hefur það sýnt sig að slíkt getur skipt miklu fyrir fjölskyldur fanga).

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokks Framsóknarmanna, segir í færslu í Facebook að eitthvað finnist sér mikið skakkt við þessa ákvörðun Fangelsinsmálastofnunar.

„Eitthvað finns mér nú mikið skakkt við þessa ákvörðun. Hún samrýmist ekki stefnu stjórnvalda um að fjölga störfum á landsbyggðinni.

Samlegðaráhrif lögreglunnar á Norðurlandi og fangelsisins á Akureyri hafa alltaf verið mikil. Það samstarf er mikilvægt, öll störf eru dýrmæt og þjónustan er mikils virði fyrir samfélagið.

Við þurfum meira samtal og samvinnu til að glata ekki yfirsýnni þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar.

Heildarmyndin þarf að vera skýr svo sjá megi fyrir öll áhrif ákvarðana,“ segir Þórunn.