Categories
Greinar

Öflug byggða­stefna

Loft­brúin (Skoska leiðin) er ein mikil­vægasta byggða- og sam­göngu­að­gerð síðari ára. Loft­brúin veitir 40% af­slátt af heildar­far­gjaldi fyrir allt að sex flug­leggi á ári og er mark­miðið að bæta að­gengi íbúa á lands­byggðinni sem búa fjarri höfuð­borginni að mið­lægri þjónustu. Ljóst er að hér er um mikið rétt­lætis­mál að ræða fyrir þá sem búa fjarri höfuð­borginni og bæði vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað

Deila grein

30/09/2020

Öflug byggða­stefna

Það er á­nægju­legt að sjá og meta fram­gang byggða­á­ætlunar það sem af er og ég tel að vel hafi tekist til bæði við fram­kvæmd og fyrir­komu­lag á­ætlunarinnar. Vel hefur gengið að sam­þætta byggða­sjónar­mið við aðrar stefnur og á­ætlanir ríkis og sveitar­fé­laga: byggða­gler­augun eru nú sett upp á f leiri stöðum en áður hefur verið. Vissu­lega mætti vera meira fjár­magn úr að spila en það fé sem til ráð­stöfunar er hefur verið vel nýtt.

Einnig hefur tekist vel til við að virkja marga aðila þvert á hrepps­mörk, stjórn­sýslu­stig og mála­flokka, og sveitar­stjórnar­stigið er mun betur tengt við fram­kvæmd byggða­á­ætlunar en áður. Það var hár­rétt á­kvörðun að sam­þætta byggða- og sveitar­stjórnar­mál undir einum ráð­herra. Þegar horft er yfir sviðið og farinn veg tel ég full­ljóst að sveitar­stjórnar- og byggða­mál verði ekki að­skilin héðan í frá.

Loft­brúin (Skoska leiðin) er ein mikil­vægasta byggða- og sam­göngu­að­gerð síðari ára. Loft­brúin veitir 40% af­slátt af heildar­far­gjaldi fyrir allt að sex flug­leggi á ári og er mark­miðið að bæta að­gengi íbúa á lands­byggðinni sem búa fjarri höfuð­borginni að mið­lægri þjónustu. Ljóst er að hér er um mikið rétt­lætis­mál að ræða fyrir þá sem búa fjarri höfuð­borginni og bæði vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað. Það er því sér­stak­lega á­nægju­legt að Loft­brúin sé nú orðin að veru­leika og komin til fram­kvæmda.

Í byrjun sumars hélt byggða­mála­ráð góðan um­ræðu­fund um endur­skoðun byggða­á­ætlunar, hvar við stöndum og hvert beri að stefna til fram­tíðar. Það var mjög gott að fá yfir­lit yfir byggða­stefnu og að­gerðir á Norður­löndunum. Við endur­skoðun byggða­á­ætlunar er mikil­vægt að skoða sér­stak­lega hvaða að­gerðir eru að skila árangri og byggja á­fram á þeim verk­efnum sem hafa þótt reynast vel.

Um leið er ljóst að sveitar­stjórnar­fólk um land allt lætur sig byggða­mál varða og það þurfum við líka að gera hér á höfuð­borgar­svæðinu. Byggða­stefna á að ná til landsins alls, en ekki bara til veikustu byggðar­laganna eins og áður var. Það er mikil­vægt fyrir okkur sem munum nú bera á­byrgð á því fyrir hönd ráð­herra og ríkis­stjórnar að endur­skoða byggða­á­ætlun og tryggja að hún verði það verk­færi sem byggðir landsins hafa þörf fyrir.

Við höfum úr miklu að moða og höldum glöð til móts við verk­efnið. Að lokum vil ég hvetja alla lands­menn, nær og fjær, til að taka þátt í því opna sam­ráðs­ferli sem nú stendur yfir. Mótum saman nýja og öfluga byggða­stefnu fyrir landið.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður byggðamálaráðs.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. september 2020.