Categories
Fréttir

Þriðji geirinn – bætt lýðheilsa!

„Þriðji geirinn er mjög fjölþættur og afar mikilvægur og ekki síst allt það sjálfboðaliðastarf sem fer fram í þeim geira. Það eru fjölmargar rannsóknir sem staðfesta að þetta styrkir uppvöxt barna og unglinga. Þátttaka í öllu skipulögðu íþrótta- og menningartengdu tómstundastarfi styður við uppvöxt þeirra og bætir lýðheilsu til lengri tíma,“ sagði Willum Þór.

Deila grein

06/10/2020

Þriðji geirinn – bætt lýðheilsa!

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins á Alþingi í dag þá staðreynd að í fjárlagafrumvarpinu sé áætlað að 2,1 milljarður fari í að styðja þriðja geirann.

„Þriðji geirinn er mjög fjölþættur og afar mikilvægur og ekki síst allt það sjálfboðaliðastarf sem fer fram í þeim geira. Það eru fjölmargar rannsóknir sem staðfesta að þetta styrkir uppvöxt barna og unglinga. Þátttaka í öllu skipulögðu íþrótta- og menningartengdu tómstundastarfi styður við uppvöxt þeirra og bætir lýðheilsu til lengri tíma,“ sagði Willum Þór. 

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem snúa að þriðja geiranum. 

„Það er í samræmi við tillögur starfshóps sem skilaði skýrslu um þetta efni og tillögum til að hvetja og styrkja skattalegt umhverfi þriðja geirans. Ég vil fagna þeim viðbrögðum hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra að boða þetta frumvarp,“ sagði Willum. 

Sagði hann starfshópinn hafa komist að því að nágrannaríki okkar væru með víðtækari skattalega hvata en séu á Íslandi. 

„Hér er verið að bregðast við því, og ég vil fagna því,“ sagði Willum að lokum.