Categories
Greinar

Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum

Menntun er eitt öfl­ug­asta hreyfi­afl sam­fé­laga og þeim ein­stak­lingum vegnar almennt betur sem öðl­ast og við­halda nauð­syn­legri hæfni og færni. Þetta á alls staðar við og í því felst skýr hvatn­ing til íslenskra stjórn­valda um að efla umgjörð mennt­unar og hæfni­þró­unar í land­inu. Nýsam­þykkt vís­inda- og tækni­stefna er liður í því verk­efni, enda leggur fjöl­breytt vís­inda­starf grunn­inn að marg­vís­legri þekk­ing­u. AUGLÝSINGSýn Vís­inda- og tækni­ráðs til árs­ins 2030 er sú að á Íslandi sé lögð áhersla á gæði mennt­un­ar, jafnan aðgang allra að menntun og að mennta­kerfið þró­ist sífellt í takti við sam­fé­lagið og fram­tíð­ina. Að rann­sókn­ir, hug­vit, sköpun og frum­kvæði sem leiðir til auk­innar verð­mæta­sköp­unar og öfl­ugs athafna- og menn­ing­ar­lífs sé leið­ar­ljósið inn í fram­tíð­ina. Tíu aðgerðir styðja við vís­inda- og tækni­stefn­una og margar eru að öllu eða ein­hverju leyti á ábyrgð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is.

Deila grein

27/10/2020

Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum

Í nýrri bók – The Riches of this Land – fjallar Jim Tankers­ley, blaða­maður á New York Times, um minnk­andi kaup­mátt banda­rísku milli­stétt­ar­inn­ar. Höf­und­ur­inn leitar skýr­inga og skoðar hvernig störf milli­stétt­ar­fólks hafa breyst á síð­ustu ára­tug­um, meðal ann­ars vegna tækni­fram­fara. Nið­ur­staðan er afdrátt­ar­laus; land­svæðin sem glatað hafa flestum störfum eiga það sam­eig­in­legt að hafa ekki fjár­fest nægj­an­lega í nýsköpun og mennt­un. Þau hafa skilið fólkið sitt eftir og van­rækt sínar sam­fé­lags­legu skyld­ur.

Menntun er eitt öfl­ug­asta hreyfi­afl sam­fé­laga og þeim ein­stak­lingum vegnar almennt betur sem öðl­ast og við­halda nauð­syn­legri hæfni og færni. Þetta á alls staðar við og í því felst skýr hvatn­ing til íslenskra stjórn­valda um að efla umgjörð mennt­unar og hæfni­þró­unar í land­inu. Nýsam­þykkt vís­inda- og tækni­stefna er liður í því verk­efni, enda leggur fjöl­breytt vís­inda­starf grunn­inn að marg­vís­legri þekk­ing­u.  AUGLÝSINGSýn Vís­inda- og tækni­ráðs til árs­ins 2030 er sú að á Íslandi sé lögð áhersla á gæði mennt­un­ar, jafnan aðgang allra að menntun og að mennta­kerfið þró­ist sífellt í takti við sam­fé­lagið og fram­tíð­ina. Að rann­sókn­ir, hug­vit, sköpun og frum­kvæði sem leiðir til auk­innar verð­mæta­sköp­unar og öfl­ugs athafna- og menn­ing­ar­lífs sé leið­ar­ljósið inn í fram­tíð­ina. Tíu aðgerðir styðja við vís­inda- og tækni­stefn­una og margar eru að öllu eða ein­hverju leyti á ábyrgð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is. 

Sterk­ari sam­keppn­is­sjóð­ir 

Inn­lendir sam­keppn­is­sjóðir hafa verið stór­efldir á kjör­tíma­bil­inu, en þeir eru for­senda þess að íslenskir vís­inda­menn, frum­kvöðlar og fyr­ir­tæki geti sótt í alþjóð­lega sjóði. Aðferða­fræðin hefur skilað miklum árangri og íslenskum aðilum hefur gengið mjög vel í nor­rænu og evr­ópsku vís­inda­sam­starfi. Styrk­veit­ingar til íslenskra verk­efna úr alþjóð­legum sjóðum hafa vakið eft­ir­tekt, þar sem gamla, góða höfða­tölu­mæl­ingin sýnir magn­aðan árang­ur. Hann verður ekki til af sjálfu sér.Framlög til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum.Framlög til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum.

Auka gæði í háskóla­starfi og efla fjár­mögnun háskóla

Stjórn­völd hafa ein­sett sér að fjár­veit­ingar til háskóla­stigs­ins verði sam­bæri­legar þeim á Norð­ur­lönd­unum árið 2025. Í sögu­legu sam­hengi hafa Íslend­ingar varið minna fé til mála­flokks­ins en á kjör­tíma­bil­inu hefur vel gengið að brúa bil­ið. Eitt meg­in­mark­miða stjórn­valda er að styðja við þekk­ing­ar­drifið efna­hags­líf, þar sem sam­spil rann­sak­enda á háskóla­stigi og atvinnu­lífs er lyk­il­at­riði. Nú þegar er unnið að því að styrkja umgjörð fjár­veit­inga til háskól­anna og þróa mæli­kvarða á gæði og skil­virkni háskóla­starfs. Fram­gang­ur­inn hefur verið góður og mun leggja grunn­inn að enn sterk­ari háskólum á Íslandi.Framlög til háskóla og rannsóknarstarfsemi.Framlög til háskóla og rannsóknarstarfsemi.

Aukin færni á vinnu­mark­aði

Á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra tækni­breyt­inga þarf Ísland að búa sig undir breyttan heim. Ein­stak­lingar þurfa að laga sig að breyttri færni­þörf í atvinnu­líf­inu og fyr­ir­tæki að þró­ast hratt til að tryggja sam­keppn­is­stöðu sína. Fram­boð á námi og símenntun skal taka mið af þeirri lyk­il­hæfni sem atvinnu­líf og sam­fé­lag kalla eft­ir, enda þarf hæft starfs­fólk til að efla fram­leiðni og skapa ný verð­mæti. Það skal líka áréttað að form­leg menntun segir ekki lengur alla sög­una heldur líta  vinnu­veit­endur í auknum mæli til reynslu og færni við ráðn­ing­ar. 

Opinn aðgangur að gögnum og bætt miðlun vís­inda

Aðgengi að opin­berum gögnum háskóla, rann­sókna­stofn­ana og gögnum sem verða til með styrkjum úr opin­berum rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóðum á að vera opið, svo sam­fé­lags­legur ábati af slíkum fjár­fest­ingum sé hámark­að­ur. Þannig á vís­inda­starf að nýt­ast í auknu mæli í stefnu­mótun og við lýð­ræð­is­lega ákvarð­ana­töku. Með auknu aðgengi sköpum við umgjörð sem tryggir sýni­leika vís­inda, stuðlar að auk­inni þekk­ingu á vís­inda­legum aðferðum og eykur skiln­ing, traust og virð­ingu fyrir vís­inda­legum nið­ur­stöð­um. Hugað verður sér­stak­lega að því að skapa tæki­færi fyrir kenn­ara og aðra fag­að­ila til að nýta aðferða­fræði vís­inda til að efla þekk­ingu barna- og ung­linga á gildi þeirra.

Þau ríki sem fjár­festa í nýsköpun og mannauði eru lík­leg­ust til að skapa ný störf. Ísland hefur alla burði til þess að láta til sín taka á því sviði og öflug alþjóð­leg fyr­ir­tæki á sviði erfða­rann­sókna, lyfja­fram­leiðslu, svefn­rann­sókna, stoð­tækja o.s.frv. hafa vaxið og dafnað á und­an­förnum árum. Stjórn­völd hafa ákveðið að styðja enn betur við vaxta­tæki­færi fram­tíð­ar­inn­ar, mótað stefnu og veitt ríku­legum fjár­munum til þess. Fjár­veit­ingar til vís­inda- og sam­keppn­is­sjóða í rann­sóknum verða um 10 millj­arðar kr. á næsta ári og hækka því um 67% milli ára. Það er svo sann­ar­lega vel, því við trúum því að Ísland geti orðið land tæki­færa fyrir vís­indi, rann­sókn­ir, menntun og nýsköpun fyrir alla.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 27. október 2020.