Categories
Fréttir

Framsæknir fætur hefja göngu sína!

Gönguhópurinn Framsæknir fætur er nýjung í starfi Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Ætlunin er að skipuleggja reglulegar göngur um kjördæmið þar sem Framsóknarmenn ganga saman, en samt ekki.

Deila grein

08/12/2020

Framsæknir fætur hefja göngu sína!

Gönguhópurinn Framsæknir fætur er nýjung í starfi Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Ætlunin er að skipuleggja reglulegar göngur um kjördæmið þar sem Framsóknarmenn ganga saman, en samt ekki.

Þorbjörg Sólbjartsdóttir, stjórnarmaður í kjördæmistjórn KFSV, íþróttafræðingur og þjálfari mun halda utan um gönguhópinn. Fyrst um sinn á netinu þannig að hver og einn fer í sína eigin gönguferð en eftir því sem aðstæður leyfa í raunheimum þegar aftur verður leyfilegt að hittast og hreyfa sig saman.

Fyrsta gangan sem hún mælir með er Helgafellið. Helgafellið er vinsæl og stutt gönguleið rétt fyrir utan Mosfellsbæ. Á leiðinni upp Helgafellið er fallegt útsýni yfir Mosfellsbæ, vestari hluta Reykjavíkur og Esju og yfir sundin.

Hér má sjá nánari lýsingu á gönguleiðinni ásamt korti, https://gonguleidir.is/listing/helgafell-i-mosfellsbae/

Muna að klæða sig vel og taka með sér smá hressingu.