Categories
Fréttir

Breytingar í þágu barna!

Í síðustu viku kynnti ég lagafrumvörp sem miða að því að gjörbylta aðstæðum barna og fjöl­skyldna þeirra. Í dag mælti ég fyrir þeim á Alþingi og hefur því ferill þeirra þar hafist formlega. Þessi frumvörp eru afurð tæplega 3 ára samstarfs og að vinnslu þeirra hafa komið yfir 1.000 manns.

Deila grein

09/12/2020

Breytingar í þágu barna!

Í síðustu viku kynnti ég lagafrumvörp sem miða að því að gjörbylta aðstæðum barna og fjöl­skyldna þeirra. Í dag mælti ég fyrir þeim á Alþingi og hefur því ferill þeirra þar hafist formlega. Þessi frumvörp eru afurð tæplega 3 ára samstarfs og að vinnslu þeirra hafa komið yfir 1.000 manns.

👉 Börn eiga ekki að þurfa að búa við aðstæður sem gera það að verk­um að þau fá ekki að vera börn.

👉 Þegar og ef börn, og fjölskyldur þeirra, þurfa aðstoð á aðstoðin að koma til þeirra.

👉 Börnin eiga að vera hjartað í kerfinu og við eigum ekki að halda í kerfi sem byggist upp kringum mismunandi stofnanir og aðra þjónustuveitendur.

👉 Börn og fjölskyldur eiga ekki að þurfa að vita hvert þau eiga að leita við vanda sem þau hafa fengið skilgreindan. Þeim á að vera leiðbeint að fyrra bragði frá fyrstu stundu.

👉 Öll börn fá tengilið sem auðvelt er að nálgast og leita til.

Ég er hrærður yfir viðtökum síðustu viki og sannfærður um að þessi frumvörp (og fleiri sem munu fylgja) geti breytt heilmiklu fyrir börn og fjölskyldur þessa lands. Nú fer málið sína leið innan þingsins og ég vona að þau hljóti þar framgang.

  • Stærsta kerfisbreytingin í málefnum barna á Íslandi í áratugi