Aðalfundur SIGRÚNAR – Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík fór fram á dögunum. Á aðalfundinum var Íris E. Gísladóttir, 28 ára, eigandi menntatæknisprotans Evolytes, fatatæknir og ferðamálafræðingur, endurkjörinn formaður félagsins, en hún tók við því embætti á síðastliðnu starfsári.
Magnea Gná Jóhannsdóttir, 23 ára laganemi og frístundaleiðbeinandi, var kjörinn varaformaður félagsins. Fráfarandi varaformaður, Alex B. Stefánsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs varaformans.
Ágúst Guðjónsson, laganemi, var kjörinn gjaldkeri og Unnur Þöll Benediktsdóttir, meistaranemi í öldrunarfræði, ritari félagsins.
Auk þeirra voru eftirfarandi kjörnir í stjórn: Björn Ívar Björnsson, hagfræðinemi, formaður æskulýðsráðs og starfsmaður í álverinu á Grundartanga, Jóhann Arinbjarnarson, rithöfundur, Knútur Garðarsson, nemi í sálfræði, Guðjón Þór Jósefsson, laganemi, og Alex B. Stefánsson, stjórnmálafræðingur og varaþingmaður.
Ný stjórn hlakkar til komandi starfsárs. Stjórnin vill leggja aukna áherslu á heildstæðar lausnir á Höfuðborgarsvæðinu með framsækni að leiðarljósi. Nálgast þurfi stjórnmál út frá miðjunni með skynsamlegum og róttækum aðgerðum sem stuðla að uppbyggingu til framtíðar.
Framsókn er leiðandi afl til umbóta sem hefur sýnt að það treystir ungu fólki til verka. Formaður og varaformaður hafa boðið sig fram í efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkur kjördæmunum.