Categories
Greinar

Þurfa unglingar að synda?

Deila grein

24/08/2021

Þurfa unglingar að synda?

Sund er frá­bær hreyf­ing, nær­andi fyr­ir bæði lík­ama og sál. Bað- og sund­menn­ing land­ans er raun­ar svo sterk, að for­eldr­ar kenna börn­um sín­um að um­gang­ast vatn frá unga aldri, ým­ist í ung­barna­sundi eða með reglu­legu busli og leik í laug­um lands­ins. Skóla­kerfið gegn­ir einnig lyk­il­hlut­verki, því sund­kennsla er hluti af íþrótta­kennslu öll grunn­skóla­ár­in. Und­an­farið hafa hins veg­ar ýms­ir dregið í efa þörf­ina á því, enda ættu ung­ling­ar frek­ar að læra aðra hluti á efsta stigi grunn­skóla.

Á dög­un­um lagði hóp­ur ung­menna, sem skipa ung­mennaráð heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna, breyt­inga­til­lög­ur fyr­ir rík­is­stjórn­ina. Hóp­ur­inn lagði til, að sund­kennsla yrði val­frjáls á efsta stigi í grunn­skóla en aðrir þætt­ir sett­ir í nám­skrána í henn­ar stað. Ung­menn­in vilja kennslu í fjár­mála­læsi í aðal­nám­skrá grunn­skóla, svo nem­end­ur skilji allt frá launa­seðli til stýri­vaxta. Þau vilja vandaða um­hverf­is­fræðslu fyrr á náms­ferl­in­um, í stað hræðslu-fræðslu eins og þau segj­ast fá núna. Þau vilja aukna kennslu um rétt­indi barna, hinseg­in fræðslu og lífs­leikni í aðal­nám­skrá grunn­skól­anna. Þá leggja þau til breytt ein­kunna­kerfi, þar sem talna­ein­kunn komi í stað hæfniviðmiða sem fáir nem­end­ur og for­eldr­ar skilji til fulls.

Hug­mynd­ir ung­mennaráðs eru góðar og ríma vel við mark­mið mennta­stefnu, sem ég lagði fyr­ir og Alþingi samþykkti síðastliðinn vet­ur. Mennta­stefn­an tek­ur mið af þörf­um sam­fé­lags­ins á hverj­um tíma, þar sem mark­miðið er að tryggja öll­um börn­um góða mennt­un og jafna tæki­færi þeirra til lífs­gæða í framtíðinni. Skyld­u­sund á unglings­ár­um er ekki endi­lega lyk­ill­inn að því, þótt mik­il­vægi góðrar hreyf­ing­ar verði seint of­metið.

Mennta­stefna er einskis virði án aðgerða, sem varða leiðina að mark­miðinu. Þess vegna er um­fangs­mik­il og metnaðarfull aðgerðaáætl­un í smíðum, í víðtæku sam­ráði við lyk­ilaðila í skóla­kerf­inu og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (OECD). Fyrsta áfanga af þrem­ur verður hleypt af stokk­un­um í sept­em­ber, þegar nýhafið skólastarf vetr­ar­ins verður komið vel af stað og ég hlakka til að taka utan af þeim harða pakka. Aðgerðirn­ar eiga að efla mennta­kerfið okk­ar, tryggja bet­ur en áður skóla án aðgrein­ing­ar og stuðla að bættu starfs­um­hverfi kenn­ara.

Efn­is­breyt­ing­ar á aðal­nám­skrá grunn­skól­anna koma sann­ar­lega til greina, við inn­leiðingu mennta­stefn­unn­ar. Þær eru vandmeðfarn­ar og var­færni inn­byggð í grunn­skóla­kerfið, enda leiðir aukið vægi einn­ar náms­grein­ar til minna væg­is annarr­ar.

Ung­ling­arn­ir okk­ar þurfa svo sann­ar­lega að synda en all­ar breyt­ing­ar eru mögu­leg­ar með góðum vilja og minna vægi sund­kennsl­unn­ar gæti skapað svig­rúm fyr­ir aðrar aðkallandi grein­ar. Skóla­sam­fé­lagið þyrfti svo í sam­ein­ingu að ákveða, hvernig sá tími yrði best nýtt­ur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. ágúst 2021.