46. Sambandsþing Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) var haldið 8.-10. október á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosninga. Hæst bar til tíðinda að nýr formaður tók við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, sem nú er orðin þingmaður Framsóknar.
Það hefur verið áhersla SUF að koma ungu fólki ofarlega á lista í kosningum og munu þau halda því áfram. Það skilaði sér í þremur ungum þingmönnum fyrir Framsókn og tveimur ungum varaþingmönnum. Ungu þingmenn Framsóknar eru: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Suðurkjördæmi, Ágúst Bjarni Garðarsson, Suðvesturkjördæmi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Norðvesturkjördæmi, en hún hefur sinnt formennsku SUF síðastliðin þrjú ár.
Formannsskipti
Unnur Þöll Benediktsdóttir var kosin nýr formaður SUF. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi Framsóknar í þrjú ár og sat í sjöunda sæti lista flokksins í Reykjavík Norður sem Ásmundur Einar Daðason leiddi. Hún kemur frá Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en býr í dag í Reykjavík þar sem hún stundar meistaranám í öldrunarfræði. Samhliða náminu hefur Unnur verið í félagslegu frumkvöðulsstarfi þar sem hún, ásamt kollegum sínum er að skapa úrræði fyrir eldra fólk sem á að draga úr einmanaleika, efla félagstengsl og styrkja heilahreysti. Unnur hefur brennandi áhuga fyrir velferðarmálum, má þar nefna málefni hinsegin fólks, geðheilbrigðismál og málefni eldra fólks en málefnum ungs fatlaðs fólks standa henni kærust því sjálf er Unnur daufblind þ.e. lögblind og heyrnarskert. Eftir því sem við best vitum er það í fyrsta sinn sem fatlaður einstaklingur gegnir embætti formanns í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks.
„Það er mikill heiður að taka við formennsku SUF í því ástandi sem fráfarandi formaður skilur við. Ég vil halda áfram þeirri góðu vinnu sem Lilja Rannveig hefur byggt upp síðustu þrjú ár. Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir ungt fólk að hafa áhrif á samfélagið sitt og Framsókn er sá flokkur sem hefur sýnt það í verki, að raddir unga fólksins eru raddir sem þau hlusta á. Ég lít líka á þetta sem tækifæri fyrir mig að vera fyrirmynd fyrir annað ungt og fatlað fólk og mun nýta mína reynslu og sérþekkingu til góðs,“ segir Unnur Þöll.
Einnig var kosið um nýja stjórn og varastjórn:
Stjórn:
Ágúst Guðjónsson
Birgitta Birgisdóttir
Bjarney Anna Þórsdóttir
Daði Geir Samúelsson
Davíð Fannar Sigurðsson
Davíð Peters
Gunnar Ásgrímsson
Jóhann Frímann K Arinbjarnarson
Kristín Hermannsdóttir
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Mikael Jens Halldórsson
Urður Björg Gísladóttir
Varastjórn:
Árni Gísli Magnússon
Baldur Björnsson
Díana Íva Gunnarsdóttir
Eggert Thorberg
Einar Gauti Jóhannsson
Ívar Atli Sigurjónsson
Kjartan Helgi Ólafsson
Leifur Ingi Eysteinsson
Sæþór Már Hinriksson
Sigurdís Katla Jónsdóttir
Enrique Snær Llorens
Þórdís Eva Rúnarsdóttir