Categories
Fréttir

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar

Deila grein

21/10/2021

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar

Landstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til haustfundar miðstjórnar helgina 4.-5. desember á Bifröst í Norðurárdal. Fundurinn hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun og stendur fram á seinnipart sunnudags. Kvöldverðarhóf verður á laugardagskvöldinu.

Hægt verður að fá gistingu á Hótel Bifröst og Hótel Hamri og mun rúta ganga frá Borgarnesi og upp á Bifröst fyrir og eftir kvöldverðarhófið á laugardagskvöldinu.

Hægt er að panta gistingu á Hótel Hamar í síma 433 6600 og segjast vera að bóka vegna Framsóknar. Til að bóka á Hótel Bifröst á að smella hér á tilboðið með bókunarkóða.

Upplýsingar um gistinguna:

Hótel Hamar (sími 4336600):

  • Gisting með morgunverði laugardaginn 4. des.  18.000 kr. (sama verð á eins og tveggja manna)
  • Aukanótt með morgunverði föstudaginn 3. des. 12.000 kr. ( sama verð á eins og tveggja manna)

Hótel Bifröst:

Smella hér á tilboðið með bókunarkóða:

  • Gisting með morgunverði 14.500 kr. fyrir tveggjamanna herbergi
  • Gisting með morgunverði 12.500 kr. fyrir einsmanns herbergi

Við hvetjum fólk til að panta sem fyrst til þess að hægt sé að bregðast við ef tryggja þarf fleiri herbergi.

Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.

***

Á haustfundi skal taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn:

a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og

b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

Fræðslu- og kynningarnefnd. Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. a-lið gr. 10.4. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með framkvæmd kynningar- og fræðslumála Framsóknarflokksins.

Málefnanefnd. Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. b-lið gr. 10.5. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.

Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið framsokn@framsokn.is.

Landsstjórn Framsóknar