Categories
Greinar

Skipulagsmál og Tækniskólinn til Hafnarfjarðar

Deila grein

02/12/2021

Skipulagsmál og Tækniskólinn til Hafnarfjarðar

Stjórn­arsátt­máli nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er ít­ar­leg­ur og vel gerður. Hann vís­ar leiðina fram veg­inn og ein­kenn­ist af bjart­sýni varðandi þau tæki­færi sem til staðar eru og bjart­sýni um að við get­um áfram bætt sam­fé­lagið og lag­fært það sem þarf að laga. Það er ein­læg skoðun mín að eitt­hvert besta skref til auk­inn­ar skil­virkni í kerf­inu hafi verið tekið með ákvörðun um sér­stakt innviðaráðuneyti. Það er al­gjör­lega ljóst að samþætta þarf skipu­lags­mál sveit­ar­fé­laga til að fá betri yf­ir­sýn yfir upp­bygg­ingu hús­næðis í nútíð og framtíð og annarra þátta; svo sem vega­fram­kvæmda. Mik­il­vægt er að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á starf­semi Skipu­lags­stofn­un­ar til að auka skil­virkni í fram­kvæmd­um öll­um, en í mín­um huga hef­ur sú stofn­un staðið brýnni upp­bygg­inu veru­lega fyr­ir þrif­um á und­an­förn­um árum og mætti lík­lega með réttu nefna Tafar­stofn­un rík­is­ins. Ánægju­legt er að sjá áherslu á styrk­ingu iðn- og verk­náms um land allt koma fram með skýr­um hætti í stjórn­arsátt­mál­an­um og að Tækni­skól­inn skuli byggður í Hafnar­f­irði í sam­ræmi við þá vilja­yf­ir­lýs­ingu sem und­ir­rituð var nú í sum­ar.

Kvik­mynd­ir og græn at­vinnu­upp­bygg­ing

Það var ánægju­legt að sjá frétt­ir af því að ný­lega hefði ráðherr­um borist bréf frá streym­isveit­unni HBO þar sem lýst var yfir áhuga á því að taka upp að fullu upp stór verk­efni hér á landi ef kosn­ing­ar­loforð Fram­sókn­ar um hækk­un end­ur­greiðslu­hlut­falls á sjón­varps- og kvik­mynda­verk­efni myndu ná fram á ganga. Enn ánægju­legra var að sjá það koma skýrt fram í stjórn­arsátt­mál­an­um að alþjóðlega sam­keppn­is­hæft stuðnings­kerfi sjón­varps- og kvik­mynda­efn­is yrði eflt enn frek­ar.

Rík­is­stjórn­in legg­ur ríka áherslu á að hraða orku­skipt­um og set­ur það fram með skýr­um hætti. Mark­miðið er að Ísland nái kol­efn­is­hlut­leysi og full­um orku­skipt­um eigi síðar en árið 2040 og verði óháð jarðefna­eldsneyti fyrst ríkja. Eigi þessi metnaðarfullu og góðu mark­mið að nást, er nauðsyn­legt að skapa sátt um nýj­ar virkj­an­ir sem byggja munu upp grænt og kol­efn­is­hlut­laust sam­fé­lag. Lokið verður við þriðja áfanga ramm­a­áætl­un­ar og kost­um í biðflokki verður fjölgað til að bregðast við þeim áskor­un­um sem fram und­an eru. Sér­stök lög verða sett um nýt­ingu vindorku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vindorku­vera. Þetta eru góð skref og mik­il­væg.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. desember 2021.