B-listi Framsóknarflokks og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samning um meirihlutasamstarf í Norðurþingi. Þetta var tilkynnt fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar nú síðdegis.
Forseti sveitarstjórnar af B-lista og formaður byggðarráðs af D-lista
Forseti sveitarstjórnar verði úr röðum Framsóknarflokks og formaður byggðarráðs frá Sjálfstæðisflokki. Þá verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs fulltrúi af B lista og formaður fjölskylduráðs fulltrúi af D lista.
Fjölgun íbúa, grænir iðgarðar og aukin sjálfbærni
Eitt af meginmarkmiðum nýs meirihluta er að íbúum Norðurþings fjölgi um 100 á kjörtímabilinu. Þá verði stutt við uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka og orka í Þingeyjarsýslum verði nýtt á grunni sjálfbærni. Nægt framboð verði af byggingarlóðum fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og málefni barna og ungmenna verði í öndvegi.
Ákveðið er að nýr sveitarstjóri Norðurþings verði ráðinn á faglegum forsendum.
Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:
Í sveitarstjórnarkosningunum buðu fram listar Framsóknar og félagshyggju, Sjálfstæðisflokks, M-listi Samfélagsins, Samfylkingin og VG og óháðir.
Framsókn og félagshyggja hlaut 3 sveitarstjórnarmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 og tapaði einum, VG og óháðir 2 og bættu einum við sig, M-listi Samfélagsins 1 en það var nýtt framboð og Samfylkingin 1. Síðastur inn var annar maður VG og óháðra og vantaði Sjálfstæðisflokki 25 atkvæði til að fella hann, Framsóknarflokki vantaði 36 atkvæði og M-lista Samfélagsins 37 til þess sama.
Úrslit:
Norðurþing | Atkv. | % | Fltr. | Breyting | |
B-listi Framsóknar og félagsh. | 489 | 31.61% | 3 | 5.22% | 0 |
D-listi Sjálfstæðisflokks | 369 | 23.85% | 2 | -6.26% | -1 |
M-listi Samfélagsins | 226 | 14.61% | 1 | 14.61% | 1 |
S-listi Samfylkingar | 201 | 12.99% | 1 | -1.40% | 0 |
V-listi VG og óháðra | 262 | 16.94% | 2 | 1.91% | 1 |
E-listi Listi samfélagsins | -14.08% | -1 | |||
Samtals gild atkvæði | 1,547 | 100.00% | 9 | 0.00% | 0 |
Auðir seðlar | 52 | 3.23% | |||
Ógild atkvæði | 9 | 0.56% | |||
Samtals greidd atkvæði | 1,608 | 71.28% | |||
Kjósendur á kjörskrá | 2,256 |
Kjörnir bæjarfulltrúar | Atkv. |
1. Hjálmar Bogi Hafliðason (B) | 489 |
2. Hafrún Olgeirsdóttir (D) | 369 |
3. Aldey Unnar Traustadóttir (V) | 262 |
4. Soffía Gísladóttir (B) | 245 |
5. Áki Hauksson (M) | 226 |
6. Benóný Valur Jakobsson (S) | 201 |
7. Helena Eydís Ingólfsdóttir (D) | 185 |
8. Eiður Pétursson (B) | 163 |
9. Ingibjörg Benediktsdóttir (V) | 131 |
Næstir inn | vantar |
Kristinn Jóhann Lund (D) | 25 |
Bylgja Steingrímsdóttir (B) | 36 |
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir (M) | 37 |
Rebekka Ásgeirsdóttir (S) | 62 |