Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf Í Norðurþingi undirritað

Deila grein

01/06/2022

Meirihlutasamstarf Í Norðurþingi undirritað

B-listi Framsóknarflokks og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samning um meirihlutasamstarf í Norðurþingi. Þetta var tilkynnt fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar nú síðdegis.

Forseti sveitarstjórnar af B-lista og formaður byggðarráðs af D-lista

Forseti sveitarstjórnar verði úr röðum Framsóknarflokks og formaður byggðarráðs frá Sjálfstæðisflokki. Þá verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs fulltrúi af B lista og formaður fjölskylduráðs fulltrúi af D lista.

Fjölgun íbúa, grænir iðgarðar og aukin sjálfbærni  

Eitt af meginmarkmiðum nýs meirihluta er að íbúum Norðurþings fjölgi um 100 á kjörtímabilinu. Þá verði stutt við uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka og orka í Þingeyjarsýslum verði nýtt á grunni sjálfbærni. Nægt framboð verði af byggingarlóðum fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og málefni barna og ungmenna verði í öndvegi.

Ákveðið er að nýr sveitarstjóri Norðurþings verði ráðinn á faglegum forsendum.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í sveitarstjórnarkosningunum buðu fram listar Framsóknar og félagshyggju, Sjálfstæðisflokks, M-listi Samfélagsins, Samfylkingin og VG og óháðir.

Framsókn og félagshyggja hlaut 3 sveitarstjórnarmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 og tapaði einum, VG og óháðir 2 og bættu einum við sig, M-listi Samfélagsins 1 en það var nýtt framboð og Samfylkingin 1. Síðastur inn var annar maður VG og óháðra og vantaði Sjálfstæðisflokki 25 atkvæði til að fella hann, Framsóknarflokki vantaði 36 atkvæði og M-lista Samfélagsins 37 til þess sama.

Úrslit:

NorðurþingAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar og félagsh.48931.61%35.22%0
D-listi Sjálfstæðisflokks36923.85%2-6.26%-1
M-listi Samfélagsins22614.61%114.61%1
S-listi Samfylkingar20112.99%1-1.40%0
V-listi VG og óháðra26216.94%21.91%1
E-listi Listi samfélagsins-14.08%-1
Samtals gild atkvæði1,547100.00%90.00%0
Auðir seðlar523.23%
Ógild atkvæði90.56%
Samtals greidd atkvæði1,60871.28%
Kjósendur á kjörskrá2,256
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Hjálmar Bogi Hafliðason (B)489
2. Hafrún Olgeirsdóttir (D)369
3. Aldey Unnar Traustadóttir (V)262
4. Soffía Gísladóttir (B)245
5. Áki Hauksson (M)226
6. Benóný Valur Jakobsson (S)201
7. Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)185
8. Eiður Pétursson (B)163
9. Ingibjörg Benediktsdóttir (V)131
Næstir innvantar
Kristinn Jóhann Lund (D)25
Bylgja Steingrímsdóttir (B)36
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir (M)37
Rebekka Ásgeirsdóttir (S)62