Categories
Fréttir

Íris fjarskiptastrengur

Deila grein

01/06/2022

Íris fjarskiptastrengur

Íris er búinn sex ljósleiðarapörum og mun hafa flutningsgetu uppá 132Tb/s. Með tilkomu strengsins mun fjarskiptaöryggi Íslands við Bretland og meginland Evrópu stóraukast eins og stjórnvöld hafa lagt áherslu á að koma í framkvæmd.

Í tilefni af upphafi lagningar Írisar fagnaði Farice tímamótunum með stuttri kynningu í Hafinu bláa við Eyrarbakkaveg, þaðan sem gott útsýni er til landtökusvæðisins. Viðstaddir kynninguna voru m.a. forsætisráðherra, ráðherrar fjarskipta og innviða, auk fulltrúa frá sveitafélaginu Ölfusi, SubCom, innlendum fyrirtækjum og samtökum, sem komið hafa að framgangi verkefnisins með einhverjum hætti, og fjölmargir aðrir aðilar í atvinnulífinu, sem eiga ríkra hagsmuna að gæta af enn öflugri og öruggari fjarskiptatengingum við Bretlandseyjar og meginland Evrópu.

Sigurður Ingi Jóhannssoninnviðaráðherra og formaður Framsóknar:

“Árið 2020 var ákveðið að ríkið myndi tryggja fjármögnun á lagningu ÍRIS fjarskiptastrengnum sem hafði verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Nú í dag þegar við horfðum á skipið sem leggur fjarskiptastrenginn þokast af stað frá Þorlákshöfn á leið sinni yfir hafið til Írlands fylltist ég stolti yfir því að hafa verið þátttakandi í þessu mikilvæga verkefni, fyrst sem fjarskiptaráðherra og nú sem innviðaráðherra. ÍRIS fjarskiptastrengurinn er ekki aðeins mikilvægur fyrir þjóðaröryggi landsins heldur veitir ÍRIS stór tækifæri fyrir öflugt atvinnuuppbyggingu á Íslandi.”