Categories
Fréttir

Einar verður borgar­stjóri árið 2024

Deila grein

07/06/2022

Einar verður borgar­stjóri árið 2024

Nýr meirihlutasáttmáli í borgarstjórn var kynntur í Elliðaárdal í gær mánudaginn 6. júní. Sáttmálinn endurspeglar vel þær breytingar sem Framsókn boðaði fyrir kosningar.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við sem borgarstjóri í ársbyrjun 2024 og verður þar af leiðandi fyrsti borgarstjóri Framsóknar!

Um meirihlutann og málefnasamninginn segir Einar:

“Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum.”

„Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“

Meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í.

Meirihlutasáttmáli í borgarstjórn 2022-2026