Categories
Fréttir

Framsókn í meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Deila grein

03/06/2022

Framsókn í meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Guðmundur Haukur Jakobsson og Auðunn Steinn Sigurðsson undirrituðu samkomulagið í Hrútey í gær.

Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og íbúa þess.

Boðað hefur verið til fyrsta fundar nýrrar sveitarstjórnar þann 7. júní kl. 17:00 í Dalsmynni.

Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti D-listans, verður forseti sveitarstjórnar og Auðunn Steinn Sigurðsson, oddviti B-listans, verður formaður byggðaráðs.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Eftirtaldir listar voru í framboði til í kosningunum 2022: Framsóknar og annarra framfarasinna, Sjálfstæðismanna og óháðra, Gerum þetta saman og H-listinn.

Sjálfstæðismenn og óháðir hlutu 4 sveitarstjórnarmenn, Framsókn og aðrir framfarasinnar 3, H-listinn 1 og Gerum þetta saman 1. H-listann vantaði 11 atkvæði til að fella fjórða mann D-listans.

Úrslit:

Blönduós og Húnavatnshr.Atkv.%Fltr.
B-listi Framsókn o.fl.24931.72%3
D-listi Sjálfstæðism.o.fl.29637.71%4
G-listi Gerum þetta saman10012.74%1
H-listinn14017.83%1
Samtals gild atkvæði785100.00%9
Auðir seðlar131.62%
Ógild atkvæði30.37%
Samtals greidd atkvæði80183.70%
Kjósendur á kjörskrá957
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Guðmundur Haukur Jakobsson (D)296
2. Auðunn Steinn Sigurðsson (B)249
3. Ragnhildur Haraldsdóttir (D)148
4. Jón Gíslason (H)140
5. Elín Aradóttir (B)125
6. Edda Brynleifsdóttir (G)100
7. Zophonías Ari Lárusson (D)99
8. Grímur Rúnar Lárusson (B)83
9. Birgir Þór Haraldsson (D)74
Næstir innvantar
Berglind Hlín Halldórsdóttir (H)11
Erla Gunnarsdóttir (B)48
Sverrir Þór Sverrisson (G)51