Landsstjórn Framsóknarflokksins boðar til haustfundar miðstjórnar 22.-23. nóvember á Hótel Selfossi í Árborg. Samkvæmt lögum flokksins skal á haustfundi taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu.
Drög að dagskrá:
Föstudagur 22. nóvember 2013
17.00 Setning
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins
17.05 Kosning embættismanna fundarins.
2 fundarstjórar og 2 fundarritarar
17.10 Skýrsla landsstjórnar, Eygló Harðardóttir félags og húsnæðisráðherra og ritari Framsóknarflokksins
17.30 Skýrsla málefnanefndar
17.40 Umræður um skýrslur
18.10 Reglur um framboðsleiðir til sveitarstjórna og sveitarstjórnarkosningarnar almennt
18.30 Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar
18.40 Hópastarf:
-
framboðsreglur
-
sveitarstjórnarmál
20.00 Kvöldverður
Laugardagur 23. nóvember 2013
08.30-09.30 Morgunverður
09.30 Hópastarf
11.30 Hópastarfi lokið
11.45 Hádegisverður
13.15 Ræða formanns Framsóknarflokksins. Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra
14.00 Almennar umræður
15.30 Kaffihlé
16.00 Niðurstöður hópastarfs
16.30 Kosið í fastanefndir miðstjórnar skv. lögum flokksins
-
Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara
-
Fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara
17.00 Önnur mál og fundarslit
***
Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.
Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið framsokn@framsokn.is.
Stefnt er að því að halda skemmtikvöld, föstudagskvöldið 22. nóvember, í samvinnu við framsóknarmenn í Árborg.
Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.
Nánari tilhögun verður kynnt síðar en miðstjórnarfulltrúar eru beðnir að taka dagana frá og gera ráðstafanir með gistingu sbr. tilkynningu þar að lútandi sem send var með tölvupósti.