Categories
Greinar

Um trén og flugvöllinn

Deila grein

29/01/2025

Um trén og flugvöllinn

Að halda land­inu í byggð og tryggja at­vinnu um allt land kall­ar ekki ein­ung­is á innviðaupp­bygg­ingu held­ur kall­ar það líka á að sam­göngu­innviðum sé haldið við og rekstr­arör­yggi ekki raskað. Hér vísa ég auðvitað til umræðunn­ar um Reykja­vík­ur­flug­völl sem hef­ur þjónað Íslend­ing­um í ára­tugi – bæði sem sam­göngumiðstöð og lend­ing­arstaður sjúkra­flugs enda staðsett­ur í ná­vígi við Land­spít­al­ann. Í dreif­býlu landi skipt­ir trygg­ur rekst­ur flug­valla máli fyr­ir hraðar og greiðar sam­göng­ur á milli lands­hluta, sér í lagi til höfuðborg­ar­inn­ar þar sem mik­il þjón­usta við lands­menn alla hef­ur byggst upp.

Sitt sýn­ist hverj­um um staðsetn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar og deilt hef­ur verið um staðsetn­ingu hans frá því áður en ég fædd­ist. Staðreynd­in er þó sú að árið 2019 skrifuðu ríki og borg und­ir sam­komu­lag um rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins. Í því felst að rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar verði tryggt á meðan und­ir­bún­ing­ur og gerð nýs flug­vall­ar, á jafn­góðum eða betri stað, stend­ur yfir. Sam­komu­lagið bind­ur þannig báða aðila til þess að gera ráðstaf­an­ir svo að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur geti áfram þjónað inn­an­lands­flugi á full­nægj­andi hátt. Jafn góður eða betri staður hef­ur ekki enn verið fund­inn og jafn­vel þótt svo væri er ljóst að upp­bygg­ing á nýj­um flug­velli tek­ur mjög lang­an tíma. Þar af leiðandi er ekki út­lit fyr­ir að nýr flug­völl­ur verði kom­inn í gagnið í bráð. Það ligg­ur í hlut­ar­ins eðli að ríki og borg verða áfram að viðhalda flug­vell­in­um og tryggja rekstr­arör­yggi hans.

Græn svæði eru ómet­an­leg verðmæti fyr­ir okk­ur öll. Í Öskju­hlíðinni hef­ur vaxið fal­leg­ur skóg­ur sem íbú­um, þar á meðal mér sjálfri, þykir vænt um. Staðan er þó sú að trén eru tal­in hafa náð hæð sem hef­ur áhrif á flu­gör­yggi. Þegar horft er til þeirra hags­muna sem hér veg­ast á, ann­ars veg­ar að trén fái áfram að vaxa og hins veg­ar flu­gör­ygg­is fólks, hlýt­ur það síðar­nefnda að vega þyngra. Afstaðan er því skýr: ef það þarf að fella tré til að tryggja flu­gör­yggi, þá ber að fella þau tré sem nauðsyn kref­ur en tryggja um leið með mót­vægisaðgerðum að Öskju­hlíðin sé áfram grænt svæði. Þau tré sem þarf að fella verða því felld svo að flu­gör­yggi verði ekki teflt í tví­sýnu. Í staðinn mætti gróður­setja lág­reist­an skóg á ný og byggja upp fal­legt leik- og úti­vist­ar­svæði fyr­ir alla ald­urs­hópa. Það mætti til að mynda vinna í sam­starfi við skóla borg­ar­inn­ar, sem jafn­framt býður upp á tæki­færi til að fræða börn um mik­il­vægi skóg­rækt­ar og land­græðslu. Jafn­vel mætti þar staðsetja úti­kennslu­stofu. Lyk­il­atriðið er að þetta mál endi ekki sem enn eitt þolgott þrætu­epli á milli rík­is og borg­ar held­ur sé leyst með sam­vinnu þess­ara aðila far­sæl­lega og fljótt.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. janúar 2025.