Categories
Greinar

Takk Willum Þór

Deila grein

14/04/2025

Takk Willum Þór

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um, og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ nú kom­inn yfir 4.000, eða alls 4.312 nú í byrj­un apríl. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir sjö árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. Íbúum hef­ur því fjölgað um 912 manns á þess­um tíma, sem sam­svar­ar rúm­lega 26,8% fjölg­un.

Upp­bygg­ing í heil­brigðismál­um á Íslandi hef­ur verið tölu­verð á und­an­förn­um árum.

Fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­son, lagði mikla vinnu í þau mik­il­vægu verk­efni sem hon­um voru fal­in og sýndi mikla vinnu­semi á þeim tíma sem hann gegndi embætt­inu.

Heil­brigðisþjón­usta í heima­byggð að raun­ger­ast

Bæj­ar­yf­ir­völd í Suður­nesja­bæ hafa lengi kallað eft­ir því að heilsu­gæsluþjón­usta verði veitt í sveit­ar­fé­lag­inu. Við bæj­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ hóf­um taf­ar­laust sam­töl við þing­menn okk­ar í Suður­kjör­dæmi og heil­brigðisráðherra eft­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022, enda var þetta eitt af helstu áherslu­mál­um okk­ar – að tryggja heil­brigðisþjón­ustu í heima­byggð.

Eft­ir góð og grein­argóð sam­töl við þing­menn Fram­sókn­ar í Suður­kjör­dæmi og Will­um Þór Þórs­son, þáver­andi heil­brigðisráðherra, var skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu þann 30. ág­úst 2024 um að opna skyldi heilsu­gæslu­stöð í Suður­nesja­bæ.

Mark­mið verk­efn­is­ins er skýrt

Mark­miðið er að bæta aðgengi að heilsu­gæslu í sveit­ar­fé­lag­inu, færa þjón­ust­una nær íbú­um og styrkja þannig þjón­ustu við fólk í heima­byggð. Á starfs­stöðinni verður boðið upp á al­menna heilsu­gæslu á ákveðnum tím­um og fell­ur þetta fyr­ir­komu­lag vel að áhersl­um stjórn­valda um jafnt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu – óháð bú­setu.

Það er því sér­stak­lega ánægju­legt að sjá þetta mik­il­væga rétt­læt­is­mál raun­ger­ast, þetta mikla bar­áttu­mál okk­ar í Fram­sókn.

Opn­un er áætluð í maí 2025, í sam­ræmi við vilja­yf­ir­lýs­ingu ráðherra, þar sem fram kom að þjón­ust­an skyldi hefjast ekki síðar en 1. maí 2025.

Með mikl­um sam­taka­mætti og sam­vinnu­hug­sjón að leiðarljósi er þessi mik­il­væga þjón­usta nú að verða að veru­leika – heil­brigðisþjón­usta fyr­ir íbúa í heima­byggð.

Stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins um heil­brigðismál und­ir­strik­ar þetta vel: „Heil­brigðis­kerfið er horn­steinn sam­fé­lags­ins og bygg­ir und­ir hag­sæld þjóðar­inn­ar. Heil­brigðis­kerfið bygg­ir á fé­lags­leg­um grunni þar sem hið op­in­bera trygg­ir lands­mönn­um jafnt aðgengi að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu. Fram­sókn legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að standa vörð um heil­brigðis­kerfið og um­fram allt tryggja jafnt og tím­an­legt aðgengi að öfl­ugri heil­brigðisþjón­ustu, óháð efna­hag og bú­setu.“

Ég leit við í hús­næðið á dög­un­um og þar er allt á fullu og fram­kvæmd­ir ganga vel og áætl­un stefnt er á opn­un núna í maí.

Takk fyr­ir sam­starfið í þessu mik­il­væga verk­efni Will­um Þór Þórs­son.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. apríl 2025.