Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Deila grein

21/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

kopavogur-framsokn-frambodslistinnFulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi samþykkti einróma í gærkvöld tillögu að framboðslista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Efsta sæti listans skipar Birkir Jón Jónsson fyrrverandi alþingismaður, í öðru sæti er Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur og í því þriðja Guðrún Jónína Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Framboðslistinn í heild:

  1. Birkir Jón Jónsson, fv. alþingismaður/MBA
  2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur
  3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfr./lífsstílsleiðb.
  4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
  5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari
  6. Helga María Hallgrímsdóttir, grunnskólakennari/félagsráðgjafi
  7. Sigurbjörg Björgvinsd., fv. yfirm. öldrunarmála í Kópavogi
  8. Gunnleifur Gunnleifsson, forvarna- og fræðslufulltrúi
  9. Alexander Arnarson, málarameistari
  10. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólakennari
  11. Sigmar Ingi Sigurðarson, lögfræðingur
  12. Linda Wessman, konditor/lífsstílsleiðbeinandi
  13. Íris Lind Verudóttir, deildarstjóri/söngkona
  14. Marlena Anna Frydrysiak, viðskiptafræðingur
  15. Kristján Matthíasson, doktor í efnafræði
  16. Björg Baldursdóttir, aðstoðarskólastjóri
  17. Trausti Marel Guðmundsson, nemi
  18. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
  19. Einar Baldursson, grunnskólakennari
  20. Hulda Salómonsdóttir, sjúkraliði
  21. Einar Kristján Jónsson, rekstrarstjóri
  22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður

Framsóknarmenn fengu einn mann kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2010, Ómar Stefánsson oddvita flokksins. Hann gaf hins vegar ekki kost á sér að þessu sinni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.