„Hæstv. forseti. Forsætisráðherra boðar hugsanlegar breytingar á ofanflóðasjóði og Bjargráðasjóði, hvort skynsamlegt sé að sameina þessa tvo sjóði og útvíkka hlutverk þeirra í hamfarasjóð. Ég tel mikilvægt að reyna að útvíkka starfsemi náttúruhamfarasjóða þannig að þeir nái til flóða líkt og á Siglufirði, en við fengum fréttir um það í morgun að bæta á tjónið þar, en einnig yfir sjávarföll sem herja á margar byggðir.
Þingmenn Suðurkjördæmis þekkja vel ágang á fjörur við Vík í Mýrdal og grynnslin utan við Hornafjörð þar sem Atlantshafið er að henda sandi til og frá. Eftir mikil óveður getur innsiglingin í höfnina á Hornafirði lokast. Þar ætti náttúruhamfarasjóður að bregðast við með fjármagni til þess að rúmlega 2 þús. manna sveitarfélag verði ekki að brothættri byggð. Svo mikilvægur er sjávarútvegur og höfnin á svæðinu.“
Haraldur Einarsson — í störfum þingsins, 21. október 2015.
Categories
Útvíkka þarf starfsemi náttúruhamfarasjóða
23/10/2015
Útvíkka þarf starfsemi náttúruhamfarasjóða