Categories
Greinar

Af ESB, IPA og þjóðaratkvæðagreiðslu

Deila grein

19/08/2013

Af ESB, IPA og þjóðaratkvæðagreiðslu

„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.” – Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

ESB

Aðild Íslands að Evrópusambandinu var ekki eitt af stærstu málum kosningabaráttunnar í vetur en flokkarnir upplýstu að sjálfsögðu um fyrirætlanir sínar varðandi málið. Núverandi stjórnarflokkar fóru ekki leynt með þá ætlun sína að ef þeir fengu umboð frá þjóðinni yrði breytt um stefnu. Flokkarnir hlutu meirihluta þingsæta og lýðræðislegan rétt til að fylgja eftir stefnu sinni varðandi ESB og önnur mál.

Í stjórnarsáttmálanum segir að gert verði hlé viðræðunum. Það þýðir að sjálfsögðu að ekki verður meira unnið við aðildarferlið og kröftunum beint í önnur verkefni.  Stöðu viðræðnanna þarf að meta og til grundvallar því liggur stöðuskýrsla frá því í apríl. Verður metið hvort ástæða sé til að skoða ákveðna hluta hennar betur og/eða leita svara við spurningum sem etv. er ekki svarað. jafnframt er ætlunin að leggja mat á þróun Evrópusambandsins frá því að ferlið hófst 2009 og reyna að meta hvernig líklegt er að ESB þróist á næstu árum.

Nýverið birti breska blaðið Daily Mail niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa Evrópusambandsins. Spurt var um traust til sambandsins og var niðurstaðan sú að 60% treysta ekki sambandinu. Svo afgerandi lýsing á vantrausti hlýtur að valda stjórnendum ESB áhyggjum.

IPA

Með stöðvun aðildarviðræðna er þó að mörgu að huga, t.a.m. framtíð IPA-verkefna hér á landi.

IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Með það að leiðarljósi var það tekið skýrt fram samhliða stöðvun aðildarviðræðnanna að ekki yrði af IPA verkefnum sem ekki væru hafin að nokkru leyti. Ríkisstjórnin ákvað þó að leggja til að verkefni sem komin voru af stað eða búið var að eyða miklum tíma og kröftum í að undirbúa yrðu kláruð. Á þetta féllst ESB ekki þar sem viðræður um aðild hafa verið stöðvaðar. Ákvörðun Evrópusambandsins um að hætta við styrkina má skilja sem staðfestingu á því að ekki sé lengur litið á Ísland sem ríki í umsóknarferli.

Nokkrar staðreyndir um styrkina:

  • Ekki stendur til að hætta við þau verkefni sem þegar eru hafin, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð sem  hefur verið lögð í þau verkefni.
  • Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóðtil boða nam um 6,2 ma. kr., þar af voru 5,2 ma. ásvokallaðri landsáætlun sem skipt var áárin 2011, 2012 og 2013.
  • Öll verkefni álandsáætlun 2011, aðupphæð1,8 ma. kr., voru umsamin og hafin utan Matís-verkefnisins sem fellur þ.a.l. niður.
  • Öll verkefni á landsáætlun 2012 og 2013 falla niður, utan eitt sem var hafið; styrkur til að undirbúa stjórnunareiningu fyrir þátttöku í uppbyggingarsjóðunum í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti af landsáætlun 2012.

Yfirlit yfir landsáætlun – https://www.utanrikisraduneyti.is/media/ipa/Yfirlit-IPA-verkefna-2011-2013.pdf

Verkefnin sem hlotið höfðu brautargengi hjá „commisjóninni“ í Brussel eru mörg áhugaverð og hægt að setja sig í spor þeirra sem að þeim standa, að sækja í þá miklu fjármuni sem ESB bauð uppá. Nú þurfa þessir aðilar að leita leiða til að fjármagna verkefnin með öðrum hætti, fresta þeim, hægja á þeim, hætta við eða forgangsraða.

Evrópusambandið og fyrri stjórnvöld höfðu byggt upp miklar væntingar í kringum IPA styrkina. Á alþingi vöruðu alþingismenn við slíkum væntingum og lýstu sumir efasemdum um réttmæti styrkjanna.

IPA styrkir eða annar hvati frá Evrópusambandinu má ekki vera drifkrafturinn fyrir aðildarumsókn. Hún þarf að byggja á vilja sem flestra Íslendinga til að vilja aðlaga líf sitt að sambandinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Í stjórnarsáttmálanum segir að “Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.” Einhverra hluta vegna hefur þessi setning verið túlkuð með ólíkum hætti en ætti ekki að þurfa. Ekki verður um frekari viðræður eða vinnu að ræða þar sem búið er að gera hlé. Fólk getur treyst því að ekki verða viðræður hafnar á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nýjustu kannanir sýna að 57,4 % Íslendinga eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þar liggja eflaust margar ástæður að baki en staðreyndin er sú að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.

Categories
Greinar

Um makríldeiluna

Deila grein

12/08/2013

Um makríldeiluna

Þann 9.8.2013 birtist í Wall Street Journal grein eftir Sigurð Inga Jóhannsson þar sem hann fjallar um helstu rök Íslendinga í makríldeilunni.

Plenty of Fish in Iceland’s Seas

Cooperation and diplomacy, not illegal sanctions, are needed to manage the mackerel stock

Iceland’s recently elected government has a renewed sense of purpose to resolve the international dispute over mackerel catch levels in the northeast Atlantic. Yet rather than pushing toward a fair outcome, aggressive talk of trade sanctions from Brussels is harming the effort to seal a lasting shared-quota agreement.

Iceland is dealing with an unexpected explosion in the number of mackerel in our waters. Cooperation and diplomacy, not illegal sanctions, are needed to manage the stock together. Our position is clear and unchanged: We want to sit down and reach a fair, lasting solution for all of Europe’s coastal states. The EU’s decision last week to move forward with sanctions against the Faroe Islands sets an unfortunate precedent.

Since 2010, Iceland has repeatedly offered concrete proposals that would have solved the dispute, including five public requests this year to reconvene the relevant coastal states—Iceland, the Faroe Islands, Norway and the European Union, which represent Scotland and Ireland, among others, in this dispute—for urgent talks. These efforts were rejected.

Given the lack of action from other countries, Iceland’s new government, which took office after April’s election, decided to take bold action to restart negotiations. We reached out to our counterparts with the offer to host multilateral talks as soon as possible. We are pleased that the EU, Norway and the Faroe Islands have confirmed they will attend these new talks, which are scheduled for early September. Norway’s participation is especially encouraging: The Norwegian government previously stated that it was not in a position to negotiate until after September’s elections.

We hope this step removes any doubt about Iceland’s desire to reach a science-based solution that protects the mackerel stock. Just as important, we hope it shows that negotiations, not nasty rhetoric blaming Iceland and threatening sanctions, are the right approach. Icelanders have to wonder: Is the EU really considering sanctioning our country, a longstanding European ally and close neighbor, as if it were a pariah state? Such an extreme measure would represent a failure of diplomacy.

The situation escalated last month at an EU fisheries ministers meeting in Brussels, where Maria Damanaki, the European commissioner for fisheries, said that a decision on sanctioning Iceland and the Faroe Islands would be made soon. Following her comments, Iceland reiterated that sanctions would be in breach of World Trade Organization and European Economic Area agreements. They would also be harmful to both the British and Icelandic economies, and would further block a diplomatic resolution.

It is important to step back and understand how we got into this predicament. Since 2010, each of the countries involved has set a voluntary quota on the amount of mackerel caught each year. In keeping with Iceland’s heritage of responsible fisheries management, we lowered our 2013 catch by 15% in February, in line with advice from the International Council for the Exploration of the Sea.

Because these quotas are self-imposed and there is no limit on the collective catch, however, mackerel is being overfished. This hurts everyone in the long run. But it harms Iceland disproportionately.

Recent studies by marine-research organizations in Iceland, Norway and the Faroe Islands found 1.5 million tons of mackerel in Icelandic waters in 2012, compared to 1.1 million tons in 2010 and 2011. Prior to 2006, mackerel migrations into Icelandic waters were small and sporadic. The increase since then is thought to be a result of rising water temperatures, which provide favorable conditions for summer feeding. Today up to 30% of the entire mackerel population is found in Iceland’s waters during the summer, when the fish swarm into our harbors and fjords and put other species at risk with their voracious appetites.

These facts have been ignored in setting the latest quotas. Each country’s fair share must be based on population levels recorded in 2013, not in 2003, when almost no mackerel inhabited Iceland’s waters. Yet this fishing season the EU and Norway unilaterally claimed 90% of the scientifically recommended total 2013 mackerel catch, leaving only a combined 10% for Iceland, the Faroe Islands and Russia (which is not a party to this dispute).

Far more than a tenth of the total mackerel population is in Iceland’s waters. All of the coastal states need to reduce their catch, not just Iceland.

Threats of EU sanctions are a roadblock standing in the way of constructive talks. In cooperation with our European neighbors, Iceland’s new government is committed to finding a fair, reasonable, science-based solution. Let’s come together like the close friends that we are, rather than continue this harmful standoff.

Mr. Johannsson is Iceland’s minister of fisheries and agriculture.

Categories
Greinar

Verjum hagsmuni heimilanna

Deila grein

29/07/2013

Verjum hagsmuni heimilanna

Eygló Þóra HarðardóttirÝmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar.

Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna.

Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin.

Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart.

Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama!

Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert.

Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með.

Eygló Harðardóttir

Categories
Greinar

Tækifæri og framtíðarsýn

Deila grein

15/07/2013

Tækifæri og framtíðarsýn

VH-e1364902621263Mikið hefur verið rætt og skrifað um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stofna til sérstaks hagræðingarhóps á vegum ráðherranefndar um ríkisfjármál. Hópurinn skal leggja til aðgerðir til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins auk þess sem hópurinn skuli fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins s.s. fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiða til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna. Hagræðingahópurinn á að starfa út allt kjörtímabilið.

Það vekur undrun mína hversu hart vinstri menn bregðast við þessu verklagi sem ríkisstjórnin leggur til. Því er fundið allt til foráttu og talað niður sem aldrei fyrr. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra landsmanna að hafa ríkissjóð vel rekinn. Megin markmið ríkisstjórnarinnar er að forgangsraða og koma atvinnulífinu af stað. Í því felast feikileg tækifæri ef rétt er staðið að málum. Er ríkisstjórnin síður en svo að feta nýjar brautir í þeim efnum. Ef litið er til Bretlands þá hefur George Osborne fjármálaráðherra boðað mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum til að draga úr hallarekstri hins opinbera þar í landi. Hlífa á grunnstoðunum þar eins og t.d. heilbrigðis – og menntakerfi en auka á fjármagn til uppbyggingar innviða samfélagsins.

Allt ætlaði um koll að keyra þegar ég lét hafa eftir mér að reka þyrfti íslenska ríkið eins og stórt fyrirtæki. Ríkisrekstur er ekkert annað útgjöld og innkoma eins og í fyrirtækja – og heimilisrekstri og útkoman þarf að vera réttu megin við núllið. Nú er staða ríkissjóðs auk þess þannig að rekstrarafgangur þarf að vera mikill á komandi árum. Stórir gjaldagar eru framundan á erlendum lánum og því þarf að huga að uppbyggingu framleiðslugreina sem skila okkur erlendum gjaldeyri til að hægt sé að standa við þær skuldbindingar sem ráðist hefur verið í. Reikningsdæmið er í raun sáraeinfalt. Við Íslendingar eigum gnótt tækifæra í viðskiptalífi heimsins ef rétt er haldið á spilunum.

Að mínu mati er rétti tíminn núna til þess að endurskoða allt er snýr að ríkisútgjöldum og draga saman þar sem hægt er að hagræða og spara án teljandi sársauka. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði ekki kjark til að fara í þessa vinnu á síðasta kjörtímabili og bætti enn frekar ofan á ríkisútgjöld með stofnun nýrra ríkisstofnana, nefnda og óábyrgra ákvarðana. Skoða þarf nefndir, stofnanir, ráðuneyti, fyrirtæki sem ríkið á hlut í, ríkisábyrgðir og gjalddaga lána í einni heild. Víðsvegar er hægt að finna verkefni og starfsemi sem er á fleiri en einni hendi og hæglega væri hægt að renna saman. Það eiga ekki margir að vinna sömu verkin og við eigum ekki sífellt að þurfa að vera að finna upp hjólið. Við skulum líta til reynslu annarra þjóða í hagræðingu og niðurskurði. Við skulum líta á þessi verkefni sem tækifæri fyrir þjóðina því það skilar okkur fyrr í mark. Neikvæðni og barlómur skilar engu – þetta verkefni er óumflýjanlegt og því fyrr sem ráðist verður að rót vandans – því fyrr kemst fullvalda Ísland á ný í samkeppnisstöðu við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Eins og fram hefur komið þá liggur allt undir í þessu verkefni. Göngum brött og brosandi til verka því kjarkur er allt sem þarf.

Vigdís Hauksdóttir

Grein í DV 15. júlí 2013

Categories
Greinar

Að loknu sumarþingi

Deila grein

10/07/2013

Að loknu sumarþingi

Þorsteinn SæmundssonÞað hefur sannarlega verið viðburðaríkt og upplýsandi fyrir nýliða á Alþingi að taka þátt í nýliðnu sumarþingi. Það er vissulega mikil upphefð og mikil ábyrgð að setjast á Alþingi Íslendinga sem kjörinn fulltrúi. Nýliðar þurfa að meðtaka mikinn fróðleik á stuttum tíma, bæði hvað varðar starfsemi þingsins og ekki síður við að setja sig inn í þau mál sem til meðferðar eru hverju sinni. Margt hefur komið á óvart og reynst með öðrum hætti en maður vænti.

Eins og margir hef ég fylgst með störfum Alþingis fyrst og fremst í gegnum umfjöllun og fréttir fjölmiðla en einnig með því að lesa blaðagreinar og kynna mér mál á heimasíðu þingsins. Það hefur komið mér á óvart hversu mikill hluti starfs þingmanna fer fram utan við þingsalinn, einkum í nefndum. Starf í nefndum þingsins er afar yfirgripsmikið, flókið og krefjandi. Starfið er þaulskiplagt sem er nauðsynlegt vegna þeirra erinda, umsagna en ekki síst fjölda gesta sem nefndirnar taka á móti.

Nýliðar á Alþingi fá afskaplega góðar móttökur hjá starfsfólki þingsins sem er boðið og búið að veita okkur aðstoð við hvað sem vera skal. Þar er sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Við sem höfum fengið þann heiður að setjast í forsætisnefnd þingsins höfum gaumgæft þingsköpin og verður ærið verkefni að reyna að verða fullnuma í öllu því sem starfandi forseti þarf að kunna skil á. Það er því ómetanlegt að þiggja leiðsögn og fróðleik frá því ágæta fólki sem heldur í höndina á okkur varaforsetunum meðan við erum að byrja að fóta okkur.

Það hefur verið ánægjulegt og fróðlegt að kynnast eldri og reyndari þingmönnum, bæði meðal fulltrúa meirihluta og minnihluta. Þar fara margir reyndir bardagamenn sem búa yfir mikilli þekkingu. Margt má af þeim læra, bæði góða siði og verri. Nokkuð góð samstaða virðist annars ríkja innan þings þó að hart sé tekist á um mikilvæg mál þar sem pólitískar átakalínur liggja. Ekki eigum við eftir að komast fram hjá slíkum átökum en von mín er þó sú að á haustþingi mæti allir undirbúnir og reiðubúnir að afgreiða þau brýnu hagsmunamál fólksins í landinu, kjósenda okkar sem bíða í ofvæni eftir lausnum. Ég vona að vel megi takast til og að breið samstaða myndist.

Þorsteinn Sæmundsson

Categories
Greinar

Apabúrið

Deila grein

10/07/2013

Apabúrið

Silja Dögg GunnarsdóttirAfi minn horfir reglulega á útsendingar frá Alþingi. Hann er með dyggari áhorfendum. Hann talar yfirleitt um Alþingi sem apabúrið. Ég verð að viðurkenna að þessi samlíking særði mig örlítið eftir að ég hlaut kosningu sem alþingismaður.

Ákall um betri ásýnd Alþingis hefur verið hávært og mér heyrðist fyrir kosningar að allir flokkar væru einhuga um að svara því kalli. Ég hugsaði því með mér þegar afi kallaði Alþingi enn einu sinni apabúrið að ég ætlaði nú aldeilis að sýna honum að svona yrði þetta ekki. Nú væru breyttir tímar runnir upp.

Lifandi umræða
Við síðustu þingsetningu tóku rúmlega 40% þingmanna sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Við fengum í upphafi kynningu á störfum Alþingis og spurðum nánast öll út í frammíköllin og um reglur um hegðun í þingsal, því öll vildum við jú standa okkur vel. Við fengum þau svör að frammíköll væru leyfileg en þau ættu að vera örstutt og helst hnyttin. Þau hleyptu lífi í umræðuna og því vildu menn ekki banna þau. Gott og vel.

Ein af öpunum
Þinghald hófst. Það fór kröftuglega af stað. Gagnrýnisraddir um svikin kosningaloforð strax í fyrstu viku þingsins voru háværar. Mikil gagnrýni var á forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis.

Þegar leið á þingið versnaði heldur í því. Apabúrið birtist ljóslifandi og því miður var ég ein af öpunum í búrinu. Ég var ekki stolt. Ég vil þó ekki setja alla undir sama hatt. Þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér langverst í þingsal. Stundum heyrðist ekki í ræðumönnum vegna frammíkalla þingmanna Samfylkingarinnar. Oft voru frammíköllin, að mínu mati, alveg á mörkunum að vera dónaleg.

Hinir nýju þingmenn litu hver á annan og trúðu varla sínum eigin eyrum. Þingmenn Samfylkingar eru allir „reynslumiklir“ þingmenn og ég velti því fyrir mér hvort sú reynsla sé til bóta. Þeir virðast allavega eiga mjög erfitt með að bæta hegðun sína í þingsal.

Þingmenn verða að standa saman í að bæta ásýnd Alþingis. Það er ekki verkefni ríkisstjórnarinnar heldur ALLRA þingmanna. Skiptumst á skoðunum, en verum kurteis, jákvæð og málefnaleg.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Categories
Greinar

Alþingi og kyn

Deila grein

09/06/2013

Alþingi og kyn

Eygló Þóra HarðardóttirAlþingi skipaði í nefndir.  Enn á ný endurspeglar skipanin þá kynjaskiptingu sem er til staðar í íslensku samfélagi. Karlar eru líklegri til að fara í nefndir sem hafa með fjár-, atvinnu- og utanríkismál á meðan konur sitja frekar í nefndum sem fara með velferðar-, mennta- og dómsmál.

Ég hef áður bent á þetta og lýst yfir áhyggjum af þessu.  Mikilvægt er að þingflokksformenn allra stjórnmálaflokka fari yfir þetta þegar þing kemur aftur saman í haust og tali saman um skipan í nefndir, ekki aðeins út frá áhugasviðum þingmanna heldur líka út frá kynjasjónarmiðum.

Efast ég ekki um að það verði gert.

Þetta er okkur ekki auðvelt. Staðreyndin er sú að við erum með mjög kynskiptan vinnumarkað á Íslandi.  Konur eru líklegri til að velja menntun og starfssvið á sviði velferðarmála og starfa hjá hinu opinbera.  Karlar eru líklegri til að velja menntun á öðrum sviðum og starfa hjá einkafyrirtækjum.

Þessu þarf að breyta.

En það er ekki auðvelt.  Fyrir stuttu var frétt um að fjölgun hefði orðið í fjölda þeirra sem luku sveinsprófi í húsgagnasmíði.  Stór hluti fréttarinnar snérist ekki um þá gleðilegu staðreynd, heldur að einn af sveinunum (áhugavert orð út frá kynjagreiningu) var kona sem var komin að fæðingu.

Það hvernig við metum störf karla og kvenna endurspeglast ekki bara í virðingu starfsins heldur líka hvernig við greiðum fyrir þau.  Eitt af því sem ég hef rekið mig á þann stutta tíma sem ég hef verið ráðherra er munurinn á greiðslum fyrir nefndar- og stjórnarsetur eftir sömu kynjuðu skiptingunni.

Eitt mest sláandi dæmið er t.d. munurinn á greiðslum fyrir stjórnarsetu í Fjármálaeftirlitinu og Tryggingastofnun ríkisins. Stjórnarformaður FME fær 600.000 kr. á mánuði, á meðan stjórnarformaður Tryggingastofnunar ríkisins fær greiddar 60.000 kr.  Eru verkefni FME virkilega 10 sinnum erfiðari eða virðingarmeiri en verkefni Tryggingastofnunar?  Nei, ég held nú síður.

Það er löngu kominn tími til að við áttum okkur á að velferðarmálin eru ekki neinn mjúkur málaflokkur.  Það er ekkert mjúkt við þá staðreynd að tæplega helmingur af útgjöldum ríkisins er í höndum Velferðarráðuneytisins.  Það er ekkert mjúkt við þá staðreynd að Tryggingastofnun greiðir út árlega ríflega 120 milljarða króna í bætur til aldraðra og öryrkja .  Það er svo sannarlega ekkert mjúkt og sætt við þá staðreynd að Íbúðalánasjóður sem tilheyrir mínum málaflokki er með efnahagsreikning upp á 900 milljarða króna og í mjög erfiðri stöðu. Það er ekkert  mjúkt við þá staðreynd að þúsundir Íslendinga eru í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eða allir þeir sem eru á vinnumarkaði eru á mínu borði í gegnum m.a. Vinnumálastofnun, Atvinnuleysistryggingasjóð, Ábyrgðarsjóð launa, Fæðingarorlofssjóð og Ríkissáttasemjara.

Konurnar og karlinn sem taka sæti í velferðarnefnd Alþingis undir styrkri stjórn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gera sér væntanlega grein fyrir þessu.

Og eru tilbúin að axla þá þungu ábyrgð með mér.

Vonandi verða líka fleiri karlar tilbúnir til þess í haust.

Uppfært 7. júní 2013 kl. 22.37: Nákvæmlega þá fær stjórnarformaður TR greiddar 63.180 kr. á mánuði samkvæmt mínum upplýsingum.

Eygló Harðardóttir

Categories
Greinar

Af hverju FramSókn?

Deila grein

26/04/2013

Af hverju FramSókn?

Sigurður Ingi JóhannssonÁ laugardag 27. apríl, göngum við til kosninga til Alþingis. Kosningar eru alltaf mikilvægar – en aldrei sem nú.

Heimili landsins eru grunnstoðir samfélagsins. Framsókn mun berjast fyrir framtíð þeirra. Að nýta ekki ofurhagnað vogunarsjóða og annarra kröfuhafa bankanna væri glapræði. Við Framsóknarmenn ætlum að setja á oddinn leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra lána heimilanna og afnám verðtryggingar.  Samhliða þeirri aðgerð er lausn „snjóhengjunnar“ svokölluðu, sem er forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta.

Við munum beita okkur fyrir uppbyggingu alls atvinnulífsins – við þurfum aukna fjárfestingu og hagvöxt. Við viljum úthýsa atvinnuleysi úr samfélaginu.  Tækifærin í suðurkjördæmi og öllu Íslandi eru gríðarleg hvort sem er í hefðbundnum atvinnugreinum til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða orkugeiranum.  Þá er þekkingariðnaðurinn með mannshugann óþrjótandi auðlind. Þá auðlind viljum við virkja til að fá fram fjölbreytt atvinnulíf og betri lífskjör. Hér á Suðurnesjum er eimreið ferðaþjónustannar á Íslandi – flugstöð Leifs Eiríkssonar – hún mun eflast og þjónusta í kringum hana mun koma Suðurnesjum vel. Álverið í Helguvík þarf að rísa og munum við Framsóknarmenn gera það sem við getum til að það verkefni gangi eftir. Fjölbreytt atvinnulíf vex í kringum stórverkefni og stórfyrirtæki – það mun gerast á Suðurnesjum líka.

Með því að setja X við B sýnir þú stuðning í verki til að koma stefnu okkar Framsóknarmanna í framkvæmd. Þannig getum við skapað saman aðstæður til sóknar í atvinnumálum, byggt upp heilbrigðiskerfið og löggæsluna og leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja.

Og – með leiðréttingu skulda og afnámi verðtryggingar, lyftum við saman okinu af heimilunum. Sækjum fram saman – XB.

Með sumarkveðju,
Sigurður Ingi Jóhannsson

Categories
Greinar

Takk fyrir mig!

Deila grein

25/04/2013

Takk fyrir mig!

Karl GarðarssonVerðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila.

Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðareigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, miðstéttin er að hverfa og þúsundir Íslendinga sjá fram á skuldaánauð í framtíðinni.

Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breytast í eyðimörk nema verðtrygging húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahagsstjórn sem hefur leitt til stöðugleika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstaklega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópusambandinu fullveldi þjóðarinnar – enda erum við auðvitað fullkomlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálfstæðu lífi og hefur það eina markmið að ganga frá heimilum landsins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verðtryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfilega hagstjórn. Eða hvað?

Stjórnarflokkarnir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spámenn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtryggingu, enda megi annars fastlega búast við ragnarökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á mannamáli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni.

Hagnaður bankanna
Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir einungis til meiri þenslu og verðbólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveimur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljótlega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skilanefnda.

Það er ekki bara almennt verðlag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegndarlausum gjaldskrár- og skattahækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlagið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyrissjóðirnir líka. Núna um mánaðamótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöldum er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi forsjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig.

Sú fylgisaukning sem Framsóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undanförnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verðtryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og stöðugra gengi. Það verður gert.

Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eignaupptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtryggingunni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B.

Karl Garðarsson

Categories
Greinar

Ert þú þolinmóði skuldarinn?

Deila grein

24/04/2013

Ert þú þolinmóði skuldarinn?

Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVið í Framsóknarflokknum erum stolt af því öfluga starfi sem við höfum unnið síðastliðin misseri við að móta stefnu flokksins okkar sem byggð hefur verið á mikilli greiningarvinnu og aðkomu fjölda fólks og sérfræðinga til að leita leiða til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.  Við höfum sett okkur skýrar siðareglur og tekist á við þann fortíðarvanda sem flokkurinn glímdi við.  Við teljum að í öllum ákvarðanatökum okkur eigum við að hafa það meginsjónarmið að leiðarljósi að setja manngildi ofar auðgildi og aðeins þannig getum við virkjað þann kraft og auð sem í þjóðinni okkar býr og við hvetjum þig kjósandi góður til að taka upplýsta ákvörðun á kjördag þar sem sömu meginsjónarmið verða höfð að leiðarljósi.

Í dag dynja á kjósendum okkar allskonar lausnir á skuldavanda heimilanna, svo mikið að mörgum þykir nóg um.  Við fögnum því að ráðamenn þjóðarinnar og þeir sem er að sækja um vinnu á Alþingi til næstu fjögurra ára hafa nú loksins viðurkennt og gert sér grein fyrir því að um raunverulegan vanda er að ræða.  Frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn verið meðvitaður um þennan vanda og lagði fram tillögur til lausnar á honum á þeim tíma.  Þær tillögur fengu ekki hljómgrunn á sínum tíma, en flestir stjórnmálaflokkar hafa í dag viðurkennt að rétt og gerlegt hefði verið að leiðrétta hann með tillögum Framsóknarflokksins á þeim tíma.  Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þá hefur þessi vandi nánast útrýmt millistéttinni á Íslandi, valdið því að eldra fólk hefur skuldsett sig langt umfram getu, með því að gangast í ábyrgðir eða veita veð í fasteignum sínum fyrir íbúðakaupum erfingja sinna og sem hefur líka valdið því að kynslóðin sem kemur til með að erfa landið finnur mjög þröngar leiðir, ef nokkrar til að eignast þak yfir höfuðið.

Í umræðum um lausnir í skuldamálum höfum við lagt áherslu á að leiðrétta stökkbreytt húsnæðislán.  Við viljum nýta það svigrúm sem skapast við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna til að leiðrétta stökkbreytt, verðtryggð húsnæðislán og ástæðan er sú að það er ekkert sem réttlætir að lánþegar sitji einir uppi með afleiðingar stökkbreytingar lána af völdum efnahagshrunsins.  Um slíkt réttlætismál er að ræða að þjóðinni ber skylda til að standa saman eins og einn maður, eins og hún hefur sýnt að hún gerir þegar hamfarir hafa átt sér stað.

Kjósendur spyrja sig hvernig er þetta hægt?  Margar leiðir eru tækar, en sú sem hugnast okkur í Framsóknarflokknum best er hægt að lýsa í stuttu máli þannig að  skuld þrotabús (föllnu bankanna) er eign þess sem á viðkomandi kröfu í búið. Verðmæti krafna í þrotabú ræðst fyrst og fremst af væntingum um hversu mikið fáist úr búinu upp í þær kröfur. Þær væntingar ráðast aðallega af ætluðu verðmæti þeirra eigna sem í búinu eru. Kröfur í Glitni og Kaupþing munu eftir hrun hafa selst á nálægt 5% af nafnvirði. Líklegt er að hinir svonefndu vogunarsjóðir hafi eignast sínar kröfur á verði nálægt því. Talið er að allt að 95% af kröfum í bú gömlu bankanna séu nú í eigu erlendra aðila, að langstærstum hluta vogunarsjóðanna. Í vetur bárust fréttir af því að kröfurnar seldust á 25-30% af nafnverði. Kröfurnar hafa því margfaldast í verði.  Þegar þeir keyptu þessar kröfur vissu þeir af gjaldeyrishöftum þeim í gildi eru á Íslandi.  Þeir vissu eða máttu vita að þeir þyrftu að semja við íslensk stjórnvöld um það hvernig þeir kæmu eignum sínum úr landi og þannig er íslenska þjóðin í góðri samningsaðstöðu sem okkur ber skylda til að nýta.

Þá er það sanngirnismál að svokölluð „lyklalög“ verði sett sem geri lánþegum mögulegt að afsala eign sinni til lánveitenda án þess að slíkt hið sama leiði til gjaldþrots.  Í gegnum tíðina hefur staðan verið sú að fjármálastofnanir og lífeyrisjsóðir hafa lánað gegn fasteignaveðum, en þegar lán hækka vegna verðtryggingar umfram fasteignaverð, eða jafnvel þegar lækkanir verða á fasteignamarkaði, þá hefur það verið lántakinn sem ber áhættuna af því og ef eignin er seld þá standa eftirstöðvarnar eftir sem skuld á lánþegann oft með þeim afleiðingum að hann á sér þá einu leið út úr skuldafeninu að fara í gjaldþrot.

Það er hagsmunamál allra aldurshópa í þjóðfélaginu og ekki síst ófæddrar kynslóðar að afnema verðtryggingu af neytendalánum.  Fyrir því eru margar ástæður.  Sú fyrsta  er sú að verðtrygging leiðir til hærri vaxta vegna þessa að verðtryggð lán hafa verið útbreidd hérlendis og því hafa stýrivaxtahækkanir haft minni áhrif á neyslu og því dregið minna úr þenslu en ella og því má færa rök fyrir því að stýrivextir hafi hækkað meira og verið lengur hærri, en ef verðtrygging hefði ekki verið jafn útbreidd.  Önnur er að verðtrygging leiðir sjálfkrafa til meiri verðbólgu þar sem hún hækkar höfuðstól verðtryggðra útlána.  Sú hækkun er færð til tekna hjá bönkum, með því hækkar eigið fé bankanna og svigrúm þeirra til peningamyndunar eykst sjálfkrafa.  Nýti bankar sér þetta svigrúm til peningamyndunar, eykur það verðbólgu og eftir því sem árin líða magnast áhrif þessarar hringrásar.  Í þriðja lagi þá veldur verðtrygging því að erfiðlega gengur að greiða lánin upp og helsta von fasteignaeigenda er sú að verð eigna þeirra hækki hraðar en skuldir.  Frá hruni hefur eignaverð nánast staðið í stað á meðan að lán hafa hækkað og þúsundir lánþega hafa því tapað öllum þeim sparnaði sem þeir lögðu í íbúðakaup.  Í fjórða lagi þá hvetur verðtrygging beint til  verðbólgu  þar sem viðskiptabankar eiga meira verðtryggt en þeir skulda og því græða þeir þegar verðbólga hækkar.  Ríkissjóður skuldar um 700 milljarða óverðtryggt og hagnast því um 7 milljarða við hvert 1% sem verðbólgan hækkar um.  Bankar og stjórnvöld eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á verðbólgu, en hafa lítinn hvata til þess. Síðastliðin þrjú ár hafa skattahækkanir stjórnvalda skilað því að skuldir heimilanna hækkuðu um 22 milljarða króna og þykir flestum nóg um og í fimmta lagi þá er engin leið til þess að verðtryggðar skuldir lækki í kreppu og er allt tal um slíkt hugarórar einir.  Ekki eru ókostir verðtryggingar hér tæmandi taldir.

Með afnámi verðtryggingar verður jafnframt að huga að því að skapa skilyrði til að auðvelda fólki að flytja lánaviðskpti milli lánastofnana og setja þak á innheimtu lántökugjalda við skuldskeytingu t.d. og afnámi stimpilgjalda í þeim tilfellum.

Okkur sem byggjum þetta land, ber skylda til að standa saman um lausn skuldamála heimilanna og vonum að við fáum umboð þitt ágæti kjósandi til þess.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

(Meðhöfundur að greininni er Vigdís Hauksdóttir og birtist hún fyrst í Hverfablaði Háaleitis- og Bústaðar)