Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði

Deila grein

20/04/2018

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði var samþykktur á félagsfundi sem fram fór á Hótel Örk á sumardaginn fyrsta 19. apríl.
Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil.
Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi leiðir lista Frjálsra með Framsókn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, guðfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Snorri Þorvaldsson, lögreglunemi, fjórða sætið skipar Sæbjörg Lára Másdóttir, hjúkrunarfræðingur og fimmta sætið skipar Nína Kjartansdóttir, þroskaþjálfi.
Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði:

  1. Garðar R. Árnason, 63 ára grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
  2. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, 39 ára æskulýðsfulltrúi og fyrrv. bæjarfulltrúi
  3. Snorri Þorvaldsson, 28 ára lögreglunemi
  4. Sæbjörg Lára Másdóttir, 27 ára hjúkrunarfræðingur
  5. Nína Kjartansdóttir, 34 ára þroskaþjálfi
  6. Örlygur Atli Guðmundsson, 55 ára tónlistamaður, kennari og kórstjóri
  7. Vilborg Eva Björnsdóttir, 43 ára stuðningsfulltrúi
  8. Sigmar Egill Baldursson, 23 ára sölumaður
  9. Steinar Rafn Garðarsson, 35 ára sjúkraflutningamaður
  10. Daði Steinn Arnarsson, 46 ára grunnskólakennari
  11. Adda María Óttarsdóttir, 24 ára hjúkrunarfræðinemi
  12. Herdís Þórðardóttir, 59 ára innkaupastjóri
  13. Guðmundur Guðmundsson, 67 ára bifvélavirki
  14. Garðar Hannesson, 83 ára eldri borgari
Categories
Greinar

Metnaður í markmiðum fyrir frístundaheimili

Deila grein

18/04/2018

Metnaður í markmiðum fyrir frístundaheimili

Frístundaheimili gegna mikilvægu hlutverki í lífi flestra fjölskyldna barna á grunnskólaaldri. Þar fer fram frábært starf og á dögunum urðu ákveðin tímamót í faglegri umgjörð þeirra þegar í fyrsta sinn voru gefin út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Starfsemi frístundaheimila hefur þróast mikið frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði um þau var sett grunnskólalög. Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Lögð er áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þessi nýju markmið og viðmið sem kynnt voru á dögunum lýsa í senn metnaði og eru skýr varðandi hlutverk, öryggi, velferð, inntak starfsins, jafnræði og fagmennsku starfsfólks frístundaheimila. Gætt var að því að þau væru ekki íþyngjandi fyrir sveitarfélögin, ættu frekar að vera leiðbeinandi en þó með það að markmiði að aðbúnaður barna á grunnskólaaldri sem dvelja á frístundaheimilum og skóladagvistum sé góður og að tryggt sé að faglega verði staðið að rekstri slíkrar þjónustu. Mikið og gott samráð hefur átt sér stað í þessari vinnu við sveitarfélögin sem reka frístundaheimilin og aðra helstu hagsmunaaðila starfseminnar. Alls staðar komu fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða og rætt um þýðingarmikið skref til að efla faglegt starf frístundaheimila og auka þróunarstarf í heimabyggð.

Nú er mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í útfærslu og aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum. Ég bind vonir við að sú góða vinna muni gagnast öllum þeim sem starfa að málaflokknum og verða til þess að efla starf frístundaheimilanna – nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki til hagsbóta.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. apríl 2018.

Categories
Greinar

Horft um öxl

Deila grein

13/04/2018

Horft um öxl

Nú þegar rúmlega sex vikur eru til bæjarstjórnakosninga er fróðlegt að horfa um öxl og rýna í það sem gert hefur verið hér á Akureyri á yfirstandandi kjörtímabili.

Meirihluti Framsóknar, L-lista og Samfylkingar ákvað strax í upphafi að leggja upp með samstarfssamning um þau mál sem mikilvægt þótti að vinna á yfirstandandi kjörtímabili. Óhætt er að segja að afar vel hafi tekist til við að framfylgja samstarfssamningnum og flest þau málefni sem lagt var upp með hafa ýmist verið framkvæmd eða komin í vinnslu.

Við bæjarfulltrúar Framsóknar og nefndarfólk okkar höfum staðið í ströngu á kjörtímabilinu og höfum leitt vinnu við mörg mikilvæg mál.

Þannig hefur umbreytingum á fjármálum og stjórnsýslu verið stýrt af formanni bæjarráðs, Guðmundi Baldvin. Ráðist var í stjórnsýslubreytingar, bókhald bæjarins var opnað, skýrslugjöf til bæjarfulltrúa var stóraukin og stöðugleiki í rekstri hefur aukist svo fátt eitt sé nefnt af því sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins.

Í skipulagsmálum hefur mikið mætt á formanni skipulagsráðs Tryggva Má. Nú nýverið samþykkti bæjarstjórnin samhljóða aðalskipulag 2018-2030 og í máli allra bæjarfulltrúa kom fram , mikil ánægja með störf skipulagsráðs og verkstjórn formannsins en mikil samvinna einkenndi alla hans vinnu.

Á vettvangi Umhverfis- og mannvirkjasviðs hefur verið ráðist í viðamiklar framkvæmdir og hefur Ingibjörg Ólöf, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs, staðið í brúnni og fylgt þeim eftir. Umhverfismálin hafa einnig verið á hennar könnu en Akureyrarbær stendur framarlega í umhverfismálum þannig að eftir er tekið.

Já, sá meirihluti sem stofnaður var í upphafi kjörtímabilsins var skipaður sex bæjarfulltrúum sem höfðu það að markmiði að gera góðan bæ betri. Það er skoðun okkar að vel hafi tekist til og við tvö sem eftir stöndum af þeim bæjarfulltrúum sem mynduðu meirihlutann erum sannanleg tilbúin að taka áfram slaginn með öflugum frambjóðendum Framsóknar og halda á þeirri vegferð að gera góða bæ enn betri.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.

Greinin birtist á vikudagur.is 13. apríl 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík

Deila grein

13/04/2018

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík

Á félagsfundi Framsóknarfélags Grindavíkur í gær var samþykktur framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Nýr oddviti Framsóknar í Grindavík er Sigurður Óli Þórleifsson. Sigurður Óli er 42 ára og starfar hjá Ísfelli, sem sölustjóri Mustad beitingarvéla. Hann er kvæntur Önnu Dröfn Clausen og eiga þau 4 syni. Sigurður Óli hefur verið knattspyrnudómari í yfir 20 ár, þar af 10 ár sem alþjóðlegur knattspyrnudómari og er í dag í dómaranefnd KSÍ.
Í öðru sæti er Ásrún Helga Kristinsdóttir. Ásrún er 43 ára og starfar sem grunnskólakennari en hún hefur einnig verið bæjarfulltrúi frá 2014. Ásrún er gift Reyni Ólafi Þráinssyni og eiga þau tvær dætur.
Í þriðja sæti er Guðmundur Grétar Karlsson. Guðmundur Grétar er 38 ára framhaldsskólakennari hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Guðmundur er giftur Mörtu Karlsdóttur og eiga þau tvær dætur.
Í fjórða sæti er Þórunn Erlingsdóttir. Þórunn er 37 ára íþróttafræðingur og grunnskólakennari. Hún var bæjarfulltrúi í Grindavík 2010-2012. Þórunn er gift Orra Frey Hjaltalín og eiga þau 3 börn.
Á næstu vikum mun málefnavinna Framsóknar fara fram þar sem bæjarbúum gefst kostur á að hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir komandi kosningar. Ljóst er af samsetningu listans að mikil áhersla verður á fjölskyldumál, svo sem fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmál.
Framboðslisti Framsóknar í Grindavík:

  1. Sigurður Óli Þórleifsson, sölustjóri
  2. Ásrún Helga Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
  3. Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari
  4. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur og kennari
  5. Anton Kristinn Guðmundsson, matreiðslumeistari
  6. Justyna Gronek, gæðastjóri
  7. Hallur Gunnarsson, formaður Minja- og sögufélags Grindavíkur
  8. Valgerður Jennýardóttir, leiðbeinandi
  9. Páll Jóhann Jónsson, útgerðarmaður, bæjarfulltrúi og fyrrv. alþingismaður
  10. Margrét Önundardóttir, grunnskólakennari
  11. Björgvin Björgvinsson, húsasmíðameistari
  12. Theodóra Káradóttir, flugfreyja
  13. Friðrik Björnsson, rafvirkjameistari
  14. Kristinn Haukur Þórhallsson, eldri borgari
Categories
Greinar

Leikskólalausnir

Deila grein

13/04/2018

Leikskólalausnir

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ekki er allt með felldu í málefnum leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að gera þarf stórátak áður en skólarnir verða reiðubúnir til þess að veita þá þjónustu sem borgarbúar vænta. Kallað er eftir skýrum svörum og raunhæfum lausnum frá stjórnmálamönnum nú í aðdraganda kosninga. Skiljanlega, ástandið er óþolandi.

Þessu kalli keppast frambjóðendur nú við að svara, með ýmsum fyrirheitum og hugmyndum. Meðal loforða er að byggja fleiri leikskóla og fjölga deildum. En stöldrum aðeins við. Áður en við leitum svara skulum við skilgreina spurninguna, hvert er vandamálið?

Ekki hefur, með góðu móti tekist að manna leikskólana síðustu misseri, með tilheyrandi keðjuverkandi vanda. Þó það sé gott skref að huga að byggingu nýrra leikskóla þá mun fjölgun leikskólaplássa ein og sér eingöngu auka á mannekluvanda skólanna. Vandinn í grunninn er sá að einhverra hluta vegna vill fólk ekki starfa á leikskólum og leikskólakennurum fækkar. Spurningin sem við þurfum að svara er; hvað veldur?

Að starfa með stórum hóp af litlum börnum, í litlu rými allan daginn er gríðarlega krefjandi, það veit ég af eigin raun. En vinnan göfgar manninn og eins og gefur að skilja þá eru fá störf eins gefandi. En hvers vegna fæst þá ekki fólk til starfa á leikskólum? Er svarið í raun ekki eins einfalt og það er augljóst?

Laun á leikskólum eru ekki samkeppnishæf og við söltum ekki grautinn okkar með hugsjónum einum. Megin ástæða þess að fáir leggja í þá vegferð að mennta sig í leikskólafræðum er þessi staðreynd. Af þeim sökum eru leikskólarnir bornir uppi af ófagmenntuðu starfsfólki og launin sem við bjóðum þeim eru með ólíkindum lág.

Ef ekki fæst hæft starfsfólk til starfa á leikskólum vegna þeirra lágu launa sem í boði eru, hvað gerum við þá? Bjóðum börnum og gamalmennum störfin, þyggja þau ekki hvaða laun sem er? Nei hættið nú alveg, á hvaða vegferð er þessi umræða? Við hljótum að geta gert betur.

Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum hafa fagmenntað starfsfólk á leikskólum borgarinnar. Ef svo er, þá þurfum við að hækka launin, þetta er ekki flókið.

Framsókn í Reykjavík vill fara í aðgerðir með það að markmiði að auka samkeppnishæfni leikskólanna til þess að laða að hæft og fagmenntað starfsfólk. Við viljum hækka laun leikskólakennara og leikskólaliða. Samhliða því viljum við fara í ýmsar aðgerðir til þess að bæta starfsaðstæður allra á leikskólum borgarinnar.

Nýlega kynnti Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík tillögur sínar. Tillögurnar falla margar vel að stefnu Framsóknar í Reykjavík og teljum við þær skref í rétta átt. Meðal þess sem við viljum leggja áherslu á, samhliða launahækkun er að vinnuvika starfsmanna leikskóla verði stytt enda hefur það verkefni gefið góða raun. Þá þarf að bæta aðbúnað og húsakost strax og minnka álag á starfsfólk og börn með því að minnka deildir leikskólanna.

Við getum og viljum gera betur.

Snædís Karlsdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík

Greinin birtist á visir.is

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð

Deila grein

13/04/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð

Félagsfundur í Framsóknarfélagi Fjarðabyggðar, sem haldinn var 12.apríl, samþykkti einróma framboðslista Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26.maí næstkomandi. Mun Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, leiða listann og eru bæjarfulltrúarnir Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir í öðru og þriðja sæti.

 
Kosið verður í sameinaðri Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem sameining milli Breiðdals og Fjarðabyggðar var samþykkt í íbúakosningu í sveitarfélögunum þann 24. mars síðastliðinn.
Jón Björn Hákonarson, oddviti listans, segist vera afar þakklátur og stoltur af því að fá að leiða listann til kosninga í sameinuðu sveitarfélagi. „Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér er sýnt að fá að leiða lista frambjóðenda Framsóknar og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningum í okkar góða sveitarfélagi. Styrkleikar Fjarðabyggðar eru fjölbreytileiki sveitarfélagsins á öllum sviðum, sterkt atvinnulíf og fjölskylduvænt samfélag sem við þurfum að hlúa að og efla ennfrekar. Þá er ég mjög ánægður með að á listanum sitja frambjóðendur úr öllum sjö byggðarkjörnum Fjarðabyggðar með fjölbreytta reynslu sem vilja leggja hönd á plóg og vinna að því að gera gott samfélag enn betra.“
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð:

  1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar
  2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari
  3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari
  4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður
  5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri
  6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki
  7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóðir
  8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri
  9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi
  10. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi
  11. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðumaður
  12. Bjarki Ingason, framleiðslustarfsmaður og nemi
  13. Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi
  14. Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörður
  15. Þórhallur Árnason, varðstjóri
  16. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi
  17. Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi viðhalds
  18. B. Guðmundur Bjarnson, verkstjóri
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Deila grein

12/04/2018

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi hefur verið samþykktur. Fysta sætið skipar Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, annað sætið Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari, og það þriðja Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi.
Í heiðurssæti listans skipar Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi. Gunnlaugur hefur skipað sæti á framboðslista flokksins frá árinu 1994 og átt sæti í sveitarstjórn frá árinu 1998.
Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks i Norðurþingi:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri
  2. Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari
  3. Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi
  4. Bylgja Steingrímsdóttir
  5. Heiðar Hrafn Halldórsson
  6. Eiður Pétursson
  7. Lilja Skarphéðinsdóttir
  8. Aðalgeir Bjarnason
  9. Hróðný Lund
  10. Sigursveinn Hreinsson
  11. Gísli Þór Briem
  12. Jana Björg Róbertsdóttir
  13. Unnsteinn Ingi Júlíusson
  14. Eva Matthildur Benediktsdóttir
  15. Sigríður Benediktsdóttir
  16. Jónas Þór Viðarsson
  17.  Áslaug Guðmundsdóttir
  18. Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Árborg

Deila grein

11/04/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Árborg

Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir framboð Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í öðru sæti er Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, í þriðja sæti er Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Gunnar Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari, skipar fjórða sæti listans.
Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær, 10. apríl.
Málefnavinna er í fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018:
  1. Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og bæjarfulltrúi.
  2. Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hjá Rainrace ehf.
  3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.
  4. Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari.
  5. Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands.
  6. Gísli Gíslason, húsasmíðameistari.
  7. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga.
  8. Guðmundur Guðmundsson, fv. sviðsstjóri.
  9. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
  10. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM.
  11. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.
  12. Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi.
  13. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.
  14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur.
  15. Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari.
  16. María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi.
  17. Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv. framkvæmdastjóri.
  18. Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði

Deila grein

09/04/2018

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði

B-listi Framsóknar á Fljótsdalshéraði til sveitastjórnarkosninga var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi, sunnudaginn 8. apríl.
Listann skipa 8 konur og 10 karlar en sé litið til 8 fyrstu sætanna sitja þar 5 konur og 3 karlar. Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúar, skipa fyrstu tvö sæti listans. Í þriðja sæti er Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi, ráðunautur og formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum. Fjórða sætið skipar Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Flokkurinn er í dag stærstur í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs með þrjá fulltrúa en situr í minnihluta. Einn núverandi aðalmanna, Páll Sigvaldason, gefur ekki kost á sér áfram.
Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði:

  1. Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
  4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
  5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
  6. Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
  7. Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
  8. Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
  9. Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
  10. Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
  11. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
  12. Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
  13. Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
  14. Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
  15. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
  16. Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
  17. Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
  18. Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari
Categories
Greinar

Látum góða hluti gerast

Deila grein

04/04/2018

Látum góða hluti gerast

Sveitarstjórnarmál eru nokkuð sérstök að því leyti, að það er fleira og meira sem sameinar okkur en sundrar. Ég tel að það sé óhrekjanleg staðreynd að flokkspólitískar línur séu ekki jafn skýrar og í landsmálunum. Sveitarstjórnarmálin snúast um að taka höndum saman og sameinast um lykilverkefni, til heilla fyrir nærsamfélagið. Að veita góða, stöðuga og áreiðanlega þjónustu og sameinast um það að búa til samfélag sem við getum verið stolt af og þar sem allir Hafnfirðingar fái notið sín.

Fjölskyldufólk í fyrirrúmi

Nú árar vel og það þarf að nýta aðstæður og svigrúm til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og jafnframt gera það af skynsemi. Á sama tíma og það árar betur er óásættanlegt að Hafnarfjörður sé eitt dýrasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að þjónustu við fjölskyldufólk. Þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2017 gefur vísbendingar um nauðsyn þess að gera betur á mörgum sviðum hafnfirsks samfélags. Oft er þörf á nýrri sýn, nýrri hugsun og snjöllum lausnum til að bregðast við og gera betur. Framsókn og óháðir munu á næstu dögum kynna tillögur að úrbótum með framsýnum og áreiðanlegum lausnum, Hafnfirðingum öllum til heilla.

Framboðið

Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá framboði Framsóknar og óháðra undanfarna mánuði. Fjölmargir gáfu sig fram og sóttust eftir sæti á lista. Það er í senn, bæði ánægjulegt og styrkleikamerki. Og sterk vísbending um fólk vill breytingar og er tilbúið til að vera aflvaki breytinga. Listi Framsóknar og óháðra er breið fylking fólks á öllum aldri, einstaklinga sem koma úr ólíkum áttum, hafa ólíka reynslu, þekkingu og menntun. Einstaklingar sem náð hafa saman um það verkefni að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi fyrir okkur öll.

Kosningabaráttan er rétt að byrja og við hlökkum til að hitta Hafnfirðinga og kynna fyrir þeim málefni okkar og áherslur. Við erum þegar farin af stað að hitta kjósendur og munum halda því áfram næstu vikurnar. Hvert og eitt okkar er tilbúið að leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og í sameiningu munum við láta góða hluti gerast. Við erum sterkari saman.

Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.

Greinin birtist á vísir.is 4. apríl 2018.