Categories
Sveitarstjórnarfólk

Akureyrarbær

Deila grein

13/05/2020

Akureyrarbær


FRAMSÓKN Á AKUREYRI

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022:

Oddviti flokksins er Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi.

Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri í brothættum byggðum er í öðru sæti listans.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi skipar þriðja sætið.

Sverre Andreas Jakobsson þjónustustjóri fyrirtækjaviðskipta á NA-svæði hjá Arion banka og handboltaþjálfari er í því fjórða.

5. Thea Rut Jónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur

6. Óskar Ingi Sigurðsson, iðnfræðingur og framhaldsskólakennari

7. Tanja Hlín Þorgeirsdóttir, sérfræðingur

8. Grétar Ásgeirsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri

9. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi

10. Andri Kristjánsson, bakarameistari

11. Guðbjörg Anna Björnsdóttir, leikskólastarfsmaður

12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur

13. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður

14. Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdarstjóri

15. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður

16. Ingimar Eydal, skólastjóri sjúkraflutningaskólans

17. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdarstjóri

18. Sigurjón Þórsson, leigubílstjóri, iðnaðartæknifræðingur og viðskiptafræðinemi

19. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri

20. Snæbjörn Sigurðarson, sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri og frumkvöðull

21. Ingibjörg Isaksen, alþingismaður

22. Páll H. Jónsson, eldri borgari

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Kópavogsbær

Deila grein

13/05/2020

Kópavogsbær

 

FRAMSÓKN Í KÓPAVOGI

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi

  1. Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri
  2. Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri
  3. Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri
  4. Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
  5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
  6. Svava H Friðgeirsdóttir, skjalastjóri
  7. Sveinn Gíslason, forstöðumaður
  8. Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur
  9. Haukur Thors Einarsson, sálfræðingur
  10. Hjördís Einarsdóttir, aðst.skólameistari
  11. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
  12. Hrefna Hilmisdóttir, fv. rekstrarfulltrúi
  13. Eysteinn Þorri Björgvinsson, stuðningsfulltrúi
  14. Sigrún Ingólfsdóttir, íþróttakennari
  15. Sigurður H Svavarsson, rekstrarstjóri
  16. Guðrún Viggósdóttir, fv. deildarstjóri
  17. Páll Marís Pálsson, lögfræðingur
  18. Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari
  19. Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og varaþingmaður
  20. Willum Þór Þórsson, ráðherra
  21. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
  22. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. Alþingismaður

Það er sannur heiður að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er öflugur og við erum með kröftugt fólk í hverju sæti. Við ætlum okkur stóra hluti hér í Kópavogi og ég er spenntur fyrir því að hefjast handa,“ segir Orri Hlöðversson

Vefsíða framboðsins

 

Greinar:

Manngildi og samvinna á miðjunni með Framsókn

Baráttan um hina hófsömu miðju íslenskra stjórnmála er hörð. Í gegnum tíðina hafa ýmis stjórnmálaöfl gert tilkall til miðjunnar og reynt að ná þar undirtökunum með fremur litlum árangri. Undantekningin frá því er Framsóknarflokkurinn.

Framsóknarfólk mætir til leiks í komandi sveitarstjórnarkosningum með byr í seglum. Undanfarin ár hafa verið flokknum hagfelld enda hefur forystu hans gengið vel að koma sjónarmiðum og grunngildum flokksins á framfæri við þjóðina. Átakastjórnmálin hafa hörfað og eftirspurn hefur aukist í okkar góða samfélagi eftir hófsömum lausnum í anda samvinnu og raunsæis.

B-listi Framsóknar í Kópavogi leggur þessi sjónarmið til grundvallar framboði sínu til bæjarstjórnar Kópavogs í kosningunum þann 14. maí næstkomandi. Við munum ekki leggja fram hugmyndir að töfra- eða allsherjarlausnum í þeim málaflokkum sem skipta íbúa Kópavogs mestu máli. Við vitum að háfleyg kosningaloforð eru ekki grundvöllur framfara í bænum.

Þvert á móti taka þau athyglina frá þeirri staðreynd að lykillinn að góðri stjórnun bæjarfélags eins og okkar liggur í mikilli vinnu og samstarfi þeirra sem að ferlinu koma. Þar er átt við bæjarstjórn og starfsfólk bæjars i virku samstarfi við íbúa.

Það stjórnmálafólk sem velja skal til verksins verður að hafa margt til brunns að bera eigi því að farnast vel í eins stóru og fjölþættu verkefni sem rekstur bæjarfélagsins er. Reynsla úr öðrum störfum vegur þar þungt. Líka fagþekking og innsýn inn í málefni og rekstur mismunandi málaflokka sem í deiglunni eru. Mest um vert er þó að ávallt sé til staðar sterk tenging, samvinna og samstarf við íbúana sjálfa. Að þeir einstaklingar sem í brúnni standa beri gæfu til að kunna að hlusta eftir takti samfélagsins.

Frambjóðendur B-lista Framsóknarfólks í Kópavogi hafa til brunns að bera það sem máli skiptir til að ná árangri fyrir bæjarfélagið og leiða rekstur þess næsta áfangann.

Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Hundarnir okkar í Kópavogi

„Hundurinn er besti vinur mannsins.“

Fjölmargar íslenskar fjölskyldur eiga hund. Á Suðvestursvæðinu eru um 2500 skráðir hundar og hér í Kópavogi eru þeir um 900. Líklega er fjöldinn nær þúsund þegar óskráðir hundar eru teknir með. Það er greinilega mikill áhugi á hundum í Kópavogi. Hundurinn er hluti af fjölskyldunni og við viljum þeim allt það besta. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að fá að hlaupa lausir og leika sér á stóru svæði. Margir íbúar Kópavogs gera sér ferð í skilgreind hundagerði eða hundasvæði og leyfa hundunum sínum að leika lausum hala, sem þeir kunna almennt vel að meta. Hundarnir losa orku, nýta þefskynið og kynnast öðrum hundum.

Fækkun hundasvæða er þjónustuskerðing

Það liggur fyrir að þörf er á fleiri skilgreindum hundasvæðum hér í Kópavogi. Íbúar hafa ítrekað kallað eftir þeim, en því miður fer þeim fækkandi. Til dæmis mun flott hundasvæði á Vatnsenda eyðast við uppbyggingu Vatnsendahæðar. Í þessu felst talsverð þjónustuskerðing við stóran hluta íbúanna og við þessu þarf að bregðast. Fyrr á núverandi kjörtímabili hafði skipulagsráð Kópavogsbæjar lagt drög að nýju hundagerði, sem var svo því miður fellt af borðinu.Framsókn í Kópavogi leggur áherslu á það að íbúar hafi tækifæri til að sækja skilgreind hundasvæði þvert yfir sveitarfélagið. Nauðsynlegt er að fjölga hundasvæðum og hundagerðum í bænum, en til þess þarf að gera ráð fyrir þeim í skipulags- og uppbyggingarvinnu Kópavogs. Hundasvæðin þurfa einnig að vera hundunum okkar örugg og vera hentuglega staðsett.

Fjölgum og bætum

Rauði þráðurinn er þessi; Kópavogsbær á að fjölga skilgreindum hundasvæðum og bæta þau sem nú þegar eru, þ.e. gera þau meira aðlaðandi og öruggari. Fólk verður að geta sleppt hundunum sínum lausum á svæðunum án þess að hafa áhyggjur af holum eða öðru slíku sem geta leitt til meiðsla. Við skilgreiningu nýrra hundasvæða þarf að horfa m.a. til nauðsyn þeirra í Vesturbænum og í Dalnum ásamt því að bæta íbúum Vatnsenda upp fyrir svæðið sem hverfur við uppbygginguna þar. Í deiliskipulagi Vatnsendahæðar í Vatnsendahvarfi er gert ráð fyrir hundagerði, sem vissulega er gott. Við þurfum þó að vera á verðinum við því að það hverfi ekki í áframhaldandi skipulagsvinnu.Hundasvæði eru mikil þjónustubót fyrir fjölmarga íbúa Kópavogs og við megum ekki gleyma þeim.

Betri aðstaða fyrir hundana okkar

Þá liggur einnig fyrir að bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur almennt í Kópavogi. Fjölmargir hafa kallað eftir að ekki sé tekið nógu mikið tillit til þeirra í útivistarmöguleikum bæjarins. Sem dæmi þá hefur ítrekað verið bent á nauðsyn þess að fleiri ruslatunnur séu til staðar sem eigendur geta losað pokana í. Sniðugt væri að mynda heilstæða áætlun um hundavænni Kópavog í upphafi næsta kjörtímabils, sem myndi fjalla um hundasvæði og hundavænni útivistarmöguleika almennt.

Sigrún Hulda er meðlimur í Hundaræktunarfélagi Íslands og situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Gunnar Sær situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.

Íþróttir yngstu barnanna eiga að vera gjaldfrjálsar í Kópavogi

Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna.En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi.Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur.Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál.Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi – vegna þess að við getum það.

 
Höfundur er Sverrir Kári Kárason, verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi.
 

Um­ferðar­stjórnun með gervi­greind

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna.

Snjöll umferð

Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B.

En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum.

Erlendar fyrirmyndir

Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði.

Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum.

Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt.

Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta

Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar.

Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í.

Megum ekki stíga á bremsuna

Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins.

Höfundur er Gunnar Sær Ragnarsson og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Velferð barnanna í fyrsta sæti

Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna.

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum.

Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði.

Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra.

Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni.

Höfundur er Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.

 

 

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Hunaþing Vestra

Deila grein

13/05/2020

Hunaþing Vestra

FRAMSÓKN OG AÐRIR FRAMFARASINNAR Í HÚNAÞINGI VESTRA

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Sveitafelagið Skagafjorður

Deila grein

13/05/2020

Sveitafelagið Skagafjorður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í SVEITARFÉLAGINU SKAGAFIRÐI

Einar Eðvald leiðir B-lista Framsóknar í Akrahreppi og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Ísafjarðarbær

Deila grein

13/05/2020

Ísafjarðarbær

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í ÍSAFJARÐARBÆ

Framboðslisti Framsóknar á Ísafirði fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

1. Kristján Þór Kristjánsson, hótelstjóri. Ísafirði

2. Elísabet Samúelsdóttir, mannauðsstjóri. Ísafirði

3. Sædís Ólöf Þórsdóttir, framkvæmdastjóri. Suðureyri

4. Bernharður Guðmundsson, stöðvarstjóri. Flateyri

5. Þráinn Ágúst Arnaldsson, þjónustu-og fjármálafulltrúi. Ísafirði

6. Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi. Mosvöllum Önundarfirði

7. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

8. Elísabet Jónasdóttir, skrifstofu-og fjármálastjóri. Bæ Súgandafirði

9. Birkir Kristjánsson, skipstjóri. Þingeyri

10. Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

11. Bríet Vagna Birgisdóttir, nemi og formaður NMÍ. Þingeyri

12. Halldór Karl Valsson, forstöðumaður Ísafirði

13. Brynjar Proppe, vélstjóri Þingeyri

14. Hrefna E. Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri. Flateyri

15. Jóhann Bæring Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

16. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði

17. Guðrún Steinþórsdóttir, bóndi. Brekku Dýrafirði

18. Guðríður Sigurðardóttir, fv. kennari. Ísafirði

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Árborg

Deila grein

12/05/2020

Árborg

FRAMSÓKN Í ÁRBORG

 

Áherslur Framsóknar fyrir Sveitarfélagið Árborg í bæjarstjórnarkosningum 2022

Grunnstefna Framsóknar í Árborg er að skapa leiðandi samfélag á Suðurlandi á sviðum atvinnu-, mennta- og menningarmála. Árborg verði fyrirmyndar samfélag þar sem samfélagslegt öryggi, fjármálastjórn og umhirða sveitarfélagsins ásamt mannrækt í formi íþrótta og heilsueflingar verði leiðandi á landsvísu.

 

Fræðslu og menntamál

Þjónustutrygging og jafnræði í þjónustu við börn.

Framsókn leggur ríka áherslu á samþættingu menntunar og fjölskyldumála. Ný og endurskoðuð menntastefna verði í samræmi við þarfir íbúa og þróun byggðar. Framsókn vill að skóli sé fyrir alla þar sem virðing og umhyggja einkenna starfsumhverfi barna og kennara með öflugu samtali allra sem að menntun koma. Lögð er áhersla á sköpun, einstaklingsmiðað nám þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín auk fyrirmyndaraðstöðu, óháð því hvaða áskoranir eru fyrir hendi. Þetta eru meginforsendur fyrir því að við bjóðum upp á árangursríka menntun á öllum stigum börnunum okkar til heilla. 

Við ætlum að:

  • Stytta biðlista eftir leikskólaplássi með það að markmiði að öll börn frá 18 mánaða aldri komist inn.
  • Þrýsta á aukna fjárveitingu frá ríkinu vegna þeirra skyldna sem lagðar eru á sveitarfélögin með gegnsæju samtali.
  • Leggja ríka áherslu á snemmtæka íhlutun í menntakerfi sveitarfélagsins.
  • Framsókn vill að komið verði á þjónustutryggingu, sem þýðir að ef einstaklingur fær ekki heilbrigðis- eða félagsþjónustu hjá hinu opinbera er honum vísað til einkaaðila, samanber danska módelið.
  • Tryggja Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri framtíðarhúsnæði sem mætir þörfum barna og starfsmanna við skólann.
  • Stuðla að bættu starfsumhverfi og bættri starfsaðstöðu í skólum Árborgar.

 

 

 

Velferðar og fjölskyldumál

Fjölskyldan er grundvöllur öflugs samfélags og hana ber að styrkja.

Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og hefur snertiflöt við alla starfsemi sveitarfélagsins. Huga þarf að velferð fjölskyldunnar í hvívetna. Félagsþjónusta og málefni aldraðra eru á ábyrgð sveitarfélagsins og þá þjónustu þarf að veita af alúð og myndarskap. Framsókn leggur ríka áherslu á að vera leiðandi í jafnréttismálum og mun hafa það til grundvallar við útdeilingu verkefna í sveitarfélaginu. 

Við ætlum að:

  • Mæta fjölskyldunni
  • Með heimgreiðslum að loknu fæðingarorlofi og þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða daggæslu, allt að 18 mánaða ásamt því að veita aðhald og hvatningu til ríkisvaldsins um framlengingu fæðingarorlofs.
  • Efla félagsþjónustu og styrkja einstaklinginn til sjálfstæðra starfa og virðisauka með það að markmiði að hver og einn nái að blómstra í samfélaginu óháð því hvaða áskoranir hver og einn býr við. 
  • Auka virðingu og skilning á milli mismunandi menningarheima og stuðla að fjölbreyttu og umburðarlyndu samfélagi.
  • Fjölga búsetuúrræðum fyrir aldraða, efla heimaþjónustu og búa til aðstæður fyrir þann mikilvæga hóp til að lifa sjálfstæðu lífi þar sem grunnþjónusta er til fyrirmyndar.
  • Hefja samtal við ríkið um að efla fæðingarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og tryggja öfluga og örugga fæðingardeild.
  • Gera stórátak í aðgengismálum fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, samþætta og endurskoða þjónustu við fatlaða. Mikilvægt er að halda áfram samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög við uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða. 
  • Setja öryggið á oddinn
  • Tryggjum öryggi íbúa Árborgar. Það gerum við í samvinnu við ríkið með öflugri starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og að stofnunin verði öflug kennslustofnun í Heilbrigðisvísindum.
  • Tryggja öfluga utanspítalaþjónustu og stuðla að greiðum aðgangi að heimilislækni fyrir alla.

 

 

Íþrótta-, frístunda- og menningarmál

Að ná árangri er ákvörðun og við ætlum að taka ákvörðun.

Framsókn hvetur til íþrótta- tómstunda og frístundastarfs. Fjölbreytt menningar- og íþróttastarf er forsenda gjöfuls lífs í sveitarfélaginu. Öflugt samfélag byggist upp á því að allir hafi jöfn tækifæri til að vaxa og dafna hver á sínum forsendum. Það gildir bæði í afreksstarfi eða fyrir félagslega þróun og gleðina sem fylgir því taka þátt í íþrótta- og frístundastarfi. Þannig getur sveitarfélagið stuðlað að jákvæðri ímynd og bættri sjálfsmynd allra.

Við ætlum að:

  • Jafna leikinn
  • Aukið aðgengi barna, unglinga og aldraðra að íþrótta- og frístundastarfi óháð efnahag. 
  • Framsókn vill aukið samtal og samstarf sveitarfélagsins við hlutaðeigandi aðila um íþróttaiðkun og frístundastarf barna og ungmenna.
  • Skapa samfélag í fararbroddi varðandi aðstöðu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi til dæmis með gerð reiðstíga, íþróttamannvirkja eða göngustíga. 
  • Búa til samfellu skólastarfs, íþrótta og frístundastarfs og stytta þar með starfsdag barnanna okkar og auka samverustundir fjölskyldunnar.

 

Atvinnumál

Vinna, vöxtur, velferð – öflugt atvinnulíf er grunnforsenda að öflugu velferðarkerfi.

Göngum skörulega til verka og ráðumst af krafti í uppbyggingu atvinnulífs í Árborg með opnu samtali við ríkið um tilflutning starfa og uppbyggingu tækifæra um óstaðbundinn störf. Framsókn leggur áherslu á að skipuleggja nýjar íbúða- og atvinnulóðir til að mæta íbúafjölgun í samfélaginu. Samhliða því tryggjum við vöxt núverandi fyrirtækja sveitarfélagsins.

Við ætlum að:

  • Fjölga opinberum störfum með staðsetningu í Árborg.
  • Gera Árborg eftirsóknarverða staðsetningu fyrir fyrirtæki.
  • Framsókn vill hvetja til atvinnuuppbyggingar í orði og á borði með því að veita 75% endurgreiðslu á gatnagerðagjöldum vegna byggingar á atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu.
  • Vera leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu og gera Árborg að ferðamálamiðstöð Suðurlands og vera í fararbroddi í öflugri ferðaþjónustu.

 

Umhverfis og skipulagsmál

Árborg verði leiðandi samfélag með metnaðarfulla umhverfisstefnu.

Framsókn vill stuðla að gagnsæi skipulagsmála í Árborg og ákvarðanir um úthlutun gæða séu opinberar. Aðalskipulag taki mið af hagsmunum íbúa og gatnagerð sé metin út frá umferðaröryggi. Með tilkomu nýrrar Ölfusárbrúar verði skipulag endurskoðað til að tryggja öryggi íbúa og greiðar samgöngur gangandi, hjólandi og akandi um helstu umferðaræðar sveitarfélagsins. Við skipulag frekari íbúðarbyggðar í sveitarfélaginu verði hugað að því hvernig uppbygging skólamála skuli háttað í samræmi við íbúaþróun. Sett verði skýr stefna og markmið með það að leiðarljósi að tryggja hnökralausa innviði og þjónustu sveitarfélagsins. Framsókn vill að horft sé til framtíðar við uppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu og að hagaðilar séu fengnir að borðinu og hlustað á þá sem starfa og læra í umhverfinu.

Við ætlum að:

  • Endurskoða aðalskipulag Árborgar með tilliti til þróunar undanfarinna ára og leggjum áherslur á komandi áratugi við skipulagningu íbúðahverfa, atvinnu- og frístundasvæða.Tökum höndum saman.
  • Stuðla að Framsókn í skipulagi 
  • Unnið verði að svæðisskipulag fyrir alla Árnessýslu með það að markmiði að svæðið verði skilgreint sem eitt atvinnu- og búsetusvæði. Komið verði á samtali við nærliggjandi sveitarfélög um samþættingu þjónustu líkt og almenningssamgangna.
  • Aðlaga sorphirðu og flokkun betur að þörfum íbúa sveitarfélagsins og fýsileiki djúpgámakerfis skoðaður.
  • Fræða og hvetja alla til að taka þátt í því að ganga vel um náttúruna og nærumhverfi. Árborg setji sér háleit og framsækin markmið í loftslagsmálum. 
  • Verða leiðandi á landsvísu í baráttunni við náttúru- og loftslagsvá.
  • Leggja áherslu á að börn í Árborg fræðist um sjálfbærni og efla færni þeirra til að skilja umhverfi sitt og þau hvött til að hafa áhrif.
  • Vinna að því að bæta aðstæður fyrir hundaeigendur
  • Ráðast án tafar í framtíðarlausnir í fráveitumálum.
  • Hlúa að landbúnaði í sveitarfélaginu Árborg með því að standa vörð um gott landbúnaðarland innan sveitarfélagsins.
  • Grundvallar réttur íbúa er aðgangur að heitu og köldu vatni sem þarf að tryggja.
  • Bæta umhverfisumhirðu í Árborg og beina starfskröftum sveitarfélagsins enn frekar í átt að skipulagi og framkvæmd á fegrun sveitarfélagsins.

 

Stjórnsýsla og fjármál

Gagnsæ og fagleg stjórnsýsla

Fagleg ráðdeild við uppbyggingu innviða og metnaður í fjármálastjórnun er nauðsynlegur samhliða auknum vexti. Grundvöllur að áframhaldandi vexti liggur í öflugri og afkastamikilli stjórnsýslu ásamt ábyrgri fjárstýringu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum með nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum samfélagsins. 

Við ætlum að: 

  • Stuðla að hagræðingu í eignum sveitarfélagsins og innkaupum fasteignaverkefna samhliða því að tryggja gæði.
  • Gera ákvarðanir um fjárfestingar, lántöku og fjármál sveitarfélagsins aðgengilegri og skiljanlegri fyrir íbúa.
  • Stuðla að opnu samtali stjórnvalda í Árborg við íbúa sveitarfélagsins. Bætt upplýsingaflæði og skýr framsetning fundargerða er mikilvæg til að íbúar séu meðvitaðir um framgang verkefna og ákvarðanir bæjarstjórnar.

Framboðslisti Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknar í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022:

1. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur
2. Ellý Tómasdóttir, MS í mannauðsstjórnun og forstöðukona
3. Gísli Guðjónsson, Búfræðingur og BSc í búvísindum
4. Díana Lind Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri.
5. Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Rakel Svandísardóttir, umhverfisskipulagsfræðingur og kennari
7. Arnar Páll Gíslason, vélfræðingur og bráðatæknir
8. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, sérfræðingur á sviði kjaramála
9. Óskar Örn Hróbjartsson, tamningamaður og reiðkennari
10. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og kennari í FSU
11. Páll Sigurðsson, skógfræðingur
12. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri
13. Marianne Ósk Brandsson-Nielsen, fv. heilsugæslulæknir
14. Björn Hilmarsson, fangavörður
15. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður
16. Gísli Geirsson, fyrrverandi bóndi og rútubílstjóri
17. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Arnþór Tryggvason, rafvirki
19. Inga Jara Jónsdóttir, teymisstjóri í félagsþjónustu
20. Þorvaldur Guðmundsson, ökukennari
21. Sólveig Þorvaldsdóttir,jarðskjálfta-  byggingaverkfræðingur
22. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Borgarbyggð

Deila grein

12/05/2020

Borgarbyggð

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í BORGARBYGGÐ

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð fyrir n.k. sveitarstjórnarkosningar er eftirfarandi:


1 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
2 Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
3 Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi
4 Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís
5 Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
6 Þórður Brynjarsson, búfræðinemi
7 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
8 Weronika Sajdowska, kennari og þjónn
9 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
10 Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari
11 Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur
12 Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari
13 Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi
14 Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
15 Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks
16 Orri Jónsson, verkfræðingur
17 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
18 Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Akraneskaupstaður

Deila grein

12/05/2020

Akraneskaupstaður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN OG FRJÁLSIR Á AKRANESI

Listi Framsóknar og frjálsra á Akranesi fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022:

Nr. 1. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi

Nr. 2 Liv Åse Skarstad, verkefnastjóri

Nr. 3. Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri

Nr. 4. Magni Grétarsson, byggingatæknifræðingur

Nr. 5. Aníta Eir Einarsdóttir, hjúkrunarnemi

Nr. 6. Guðmann Magnússon, löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Nr. 7. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi

Nr. 8. Ellert Jón Björnsson, fjármálastjóri

Nr. 9. Martha Lind Róbertsdóttir, forstöðumarður búsetuþjónustu fatlaðra

Nr. 10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræðinemi og knattspyrnukona

Nr. 11. Monika Górska, verslunarmaður

Nr. 12. Jóhannes Geir Guðnason, birgðastjóri og viðskiptafræðingur

Nr. 13. Sigrún Ágústa Helgudóttir, þjónusturáðgjafi

Nr. 14. Eva Þórðardóttir, stuðningsfulltrúi og tækniteiknari

Nr. 15 Sigfús Agnar Jónsson, vélfræðingur og vaktstjóri

Nr. 16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi

Nr. 17. Þröstur Karlsson, vélstjóri

Nr. 18. Gestur Sveinbjörnsson, eldriborgari, fyrrum sjómaður.