Mánudagur 27. október 2025 –
Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF) verður haldinn á TEAMS og í Framsóknarsalnum Bæjarlind 14 í Kópavogi mánudaginn 27. október 2025 og hefst hann kl. 19:30.
Drög að dagskrá:
- Fundarsetning.
- Tilnefning embættismanna fundarins: fundarstjóri og fundarritari.
- Ársskýrsla stjórnar – Dagbjört Höskuldsdóttir, formaður.
- Reikningar síðasta árs lagðir fram.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Afgreiðsla reikninga.
- Lagabreytingar (ef þær liggja fyrir).
- Kosningar:
– Formaður.
– Fjórir (4) meðstjórnendur.
– Þrír (3) varastjórnarmenn.
– Trúnaðarmannaráð:
– Sex (6) aðalmenn (sbr. 1. ml. 2. mgr. 5. gr.)
– Sex (6) varamenn (sbr. 2. ml. 2. mgr. 5. gr.)
– Tveir (2) skoðunarmenn reikninga. - Björn Snæbjörnsson ræðir störf LEB, Landssambands eldri borgara.
- Sigurður Ingi Jóhannsson ávarpar fundinn og ræðir starfið í flokknum.
- Umræður og afgreiðsla ályktana sem lagðar hafa verið fram.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Skráning:
Þeir félagar sem vilja taka þátt í í fundinum sendi ósk um það á netfangið: framsokn@framsokn.is.
Á fundardegi, 27. október, fá þeir sem hafa óskað eftir því að sitja fundinn hlekk til að tengjast inn á fundinn.
Félagar hvattir til að taka þátt í okkar starfi og mæta á aðalfundinn.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við framsokn@framsokn.is eða hringja á skrifstofu Framsóknar í síma: 540-4300.

Laugardagsfundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, verður haldinn laugardaginn 11. október í Framsóknarsalnum, Hafnargötu 62, í Reykjanesbæ, kl. 11:00.

Þá er komið að því að starta vetrarstarfinu hjá Framsóknarfélagi Dalvíkurbyggðar og ætlar Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður, að koma og vera með okkur.


Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til haustfundar miðstjórnar laugardaginn 18. október. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica (áður Hótel Esja, Suðurlandsbraut).
Aðalfundur Framsóknarfélags Grundarfjarðar verður haldinn í Fákaseli, félagsheimili hestamanna, fimmtudaginn 2. október 2025, kl. 20:00.