Archives: Events
Laugardagur 10. maí 2025 –
Sveitarstjórnarráð Framsóknar
Mánudagur 7. apríl 2025 –
Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu mánudaginn 7. apríl 2025 á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4, á Blönduósi, kl. 17:00.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Kosning fulltrúa á kjördæmisþing KFNV.
- Önnur mál.
Stjórn Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu
Miðvikudagur 16. apríl 2025 –
Langar þig að taka þátt í ungliðahreyfingu?
Kynntu þér starfið á Pub-Quiz-i með Lilju Alfreðs, varaformanni Framsóknar á Reykjavík Brewing Company, Skipholti 33, kl. 20:00.
Léttar veitingar í boði.
Öll velkomin!
Ung Framsókn í Reyjavík
Fimmtudagur 3. apríl 2025 –
Framsóknarfélag Kópavogs
Fimmtudagur 10. apríl 2025 –
Boðað er til 25. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) fimmtudaginn 10. apríl að Bæjarlind 14 í Kópavogi. Þingsetning er kl. 19:00.
Drög að dagskrá:
- Þingsetning og kosning embættismanna þingsins og starfsnefndar.
- Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram.
- Formaður starfsnefndar lýsir framkomnum kjörbréfum – atkvæðagreiðsla.
- Umræða um skýrslu stjórnar og ársreikning – atkvæðagreiðsla.
- Ávörp gesta.
- Lagabreytingar.
- Kosningar í trúnaðarstöður:
- Formaður
- Fulltrúar í aðalstjórn (6)
- Fulltrúar í varastjórn (2)
- Skoðunarmenn reikninga (2)
- Formann kjörstjórnar
- Fulltrúar í kjörstjón (6)
- Fulltrúa í launþegaráð Framsóknarflokksins (3).
- Staðfesting þingsins á vali miðstjórnarfulltrúa kjördæmisins sem verða valdir af félögunum á sama hátt og á síðasta þingi 2023. Meðfylgjandi til glöggvunar er listi yfir kjörna fulltrúa á síðasta þingi. Formenn gæti þess að viðhalda sama hlutfalli kvenna (40%) og ungra (33%) af heildinni eins og tókst svo vel til á síðasta þingi og gætu þurft að bera sig saman ef hlutföll breytast hjá einhverju félaginu.
- Önnur mál.
- Þingslit.
Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og taka virkan þátt í þingstörfum.
***
Starfsnefnd verður skipuð af stjórn kjördæmissambandsins og mun hlutverk hennar vera að taka á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa KFSV.
Kosið verður í eftirfarandi embætti á þinginu:
- Formann KFSV
- Sex aðalmenn í stjórn
- Tvo til vara í stjórn
- Formann kjörstjórnar
- Sex fulltrúa í kjörstjórn
- Fulltrúa í miðstjórn
- Tvo skoðunarmenn reikninga
- Þrjá fulltrúa í launþegaráð Framsóknarflokksins og þrjá til vara.
***
Úr lögum KFSV um kjördæmisþing:
2. Um kjördæmisþing.
2.1 Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFSV. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2 Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15 apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund, með þingmönnum kjördæmisins á hverjum þingvetri. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFSV boðar til kjördæmisþings. Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað. Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmasambandsins skipa
starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3 Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. í lögum Framsóknarflokksins. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir;
b) Aðalmenn í stjórn KFSV;
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu;
d) Formenn framsóknarfélaga í kjördæminu.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4 Verkefni reglulegs kjördæmisþings skulu vera:
a) Kosning þingforseta og ritara;
b) Kosning starfsnefndar þingsins;
c) Skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga;
d) Kosning í trúnaðarstöður;
e) Önnur mál.
2.5 Verksvið starfsnefndar skal vera:
a) Yfirfara kjörbréf;
b) Sjá um kosningu til miðstjórnar og talningu atkvæða;
c) Uppstilling til stjórnarkjörs, kosningar og talning atkvæða.
Við uppstillingu stjórnar skal starfsnefnd gæta þess að hlutur hvors kyns sé ekki lægri en 40% og landfræðilegri dreifingu þannig að skylt sé að einn fulltrúi í stjórn KFSV komi frá hverju hinna fimm félagssvæða kjördæmisins, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ-Kjós.
2.6 Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi trúnaðarstöður:
a) Formann stjórnar KFSV
b) Sex aðra í stjórn KFSV
c) Tvo til vara í stjórn KFSV
d) Formann kjörstjórnar
e) Sex fulltrúa í kjörstjórn
f) Fulltrúa KFSV í miðstjórn Framsóknarflokksins.
Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g) Tvo skoðunarmenn reikninga KFSV.
2.7 … Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa fulltrúa sambandsins í launþegaráð Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
2.8 Að loknu hverju kjördæmisþingi skal stjórn KFSV senda skrifstofu flokksins skýrslu um störf sambandsins umliðið ár, upplýsingar um hverjir skipa stjórn og aðrar trúnaðarstöður á vegum þess, sem og afrit af skýrslum aðildarfélaga KFSV.
Stjórn KFSV
12.-13. apríl 2025 –
Boðað er til 25. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) dagana 12.-13. apríl að Dæli í Víðidal. Þingsetning er kl. 13.00 laugardaginn 12. apríl. Þinggjaldið er kr. 1.500,-
Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.
Drög að dagskrá:
Laugardagur 12. apríl
1. Setning og kosning starfsmanna þingsins
2. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram
3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
4. Ávörp gesta
5. Almennar stjórnmálaumræður
Kaffihlé
6. Kosningar:
a. formaður KFNV
b. sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara
c. formann kjörstjórnar
d. sex fulltrúa í kjörstjórn
e. fulltrúa KFNV í miðstjórn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins
f. tvo skoðunarmenn reikninga
g. þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá til vara
Þinghlé
Hátíðarkvöldverður og almenn gleði!
Sunnudagur 13. apríl
7. Nefndarstörf
8. Afgreiðsla ályktana
9. Önnur mál
10. Þingslit
***
Starfsnefnd hefur verið skipuð fyrir kjördæmisþing KFNV og er hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu. Starfsnefndina skipa: Guðjón Ebbi Guðjónsson, kfnv@framsokn.is, Steinunn Guðmundsdóttir og Garðar Freyr Vilhjálmsson.
Þau embætti sem kosið verður um á þinginu skv. lögum KFNV eru:
• formaður KFNV
• sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara
• formann kjörstjórnar
• sex fulltrúa í kjörstjórn
• fulltrúa KFNV í miðstjórn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins
• tvo skoðunarmenn reikninga
• þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá til vara
***
Gisting – Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal:
– bókanir fyrir gistingu á netfangið: daeli@centrum.is eða í síma 864-2566
• Eins manns herbergi með morgunmat: kr. 16.000
• Tveggja manna herbergi með morgunmat: kr. 18.000
Veitingar – á þinginu:
• Boðið verður upp á kaffi og með því á laugardag.
• Í kvöldverð verður dýrindis lambalæri, borið fram með fjölbreyttu meðlæti. Til að ljúka kvöldinu með sætu og ljúffengu bragði verður crime buleé í eftirrétt. Kvöldverðurinn er á kr. 5.500,- á mann.
Úr lögum KFNV um kjördæmisþing:
2. Um kjördæmisþing.
2.1 Kjördæmisþing hefur æsta vald í málefnum KFNV. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um málefni þess, skipulag og fjárreiður. Reikningsár sambandsins skal vera almanaksárið.
2.2 Stjórn KFNV skal boða til reglulegs kjördæmisþings fyrir 15. apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund, með þingmönnum kjördæmisins á hverjum þingvetri. Til þingsins skal boða með a.m.k. 15 daga fyrirvara. Í þingboði skal getið dagskrár og hafi komið fram tillögur að lagabreytingum skulu þær fylgja fundarboði. Kjördæmisþing er löglegt ef löglega er til þess boðað. Heimilt er að boða til auka-kjördæmisþings með styttri fyrirvara ef þörf krefur. Fundarefni skal þá auglýsa opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3 Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétt:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
b) Aðalmenn í stjórn KFNV.
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambands skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.4 Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirtalin embætti:
a) Formann KFNV.
b) Sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara.
c) Formann kjörstjórnar.
d) Sex fulltrúar í kjörstjórn.
e) Fulltrúa KFNV í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum hans.
f) Tvo skoðunarmenn reikninga KFNV.
2.5 Að loknu hverju kjördæmisþingi skal stjórn KFNV senda skrifstofu flokksins skýrslu um störf sambandsins umliðið ár, upplýsingar um hverjir skipi stjórn og aðrar trúnaðarstöður á vegum þess, sem og afrit af skýrslum aðildarfélaga KFNV. …
5. Um Launþegaráð.
5.1 Innan Framsóknarflokksins starfar launþegaráð. Hlutverk þess er að efla hlut launþega innan Framsóknarflokksins, vera til ráðuneytis um málefni launafólks og auka samstarf meðal þeirra framsóknarmanna sem starfa innan launþegahreyfingarinnar.
5.2 Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi KFNV eftir alþingiskosningar skal kjósa 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í launþegaráð Framsóknarflokksins. Kjörgengir í launþegaráð eru félagsmenn úr hópi launþegar í kjördæminu. Kjósa skal í einu lagi þannig að þeir þrír, sem efstir verða í kjörinu, skulu verða aðalfulltrúar og þeir þrír, sem næstir koma verða varafulltrúar. Kjör launþegaráðsins gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjörið fer fram.
***
STJÓRN KFNV
Laugardagur 29. mars 2025 –
Framsókn í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 18. mars 2025 –
Hefur þig lengi langað að taka til máls og segja þína skoðun en skort kjarkinn þegar að því kemur?
– Þriðjudaginn 18. mars að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi kl. 20:00.
Bjóðum við öllum konum og kvárum til samverustundar þar sem við förum yfir hve mikilvægar raddir kvenna eru í stjórnmálum sem og á öðrum vettvangi.
Með okkur verða þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent og borgarfulltrúi og Lilja D. Alfreðsdóttir hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra.
Þær hafa mikla og viðtæka reynslu í að láta rödd sína heyrast og fara aðeins yfir praktíska hluti með okkur varðandi framkomu og mikilvægi raddar okkar allra.
Léttar veitingar í boði sem og óáfengir drykkir.