Opinn fundur í kjördæmaviku – Efsti Dalur

Þriðjudagur 27. febrúar –

Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og formanni Framsóknar. Einnig verða á fundinum þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi þau Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Hlökkum til að eiga gott samtal!
Hvar: Efsta Dal kl. 20.

Opinn fundur í kjördæmaviku – Suðurnesjabær

Mánudagur 26. febrúar –

Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og formanni Framsóknar. Einnig verða á fundinum þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi þau Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Sérstakir gestir verða bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ þau Anton Kristinn Guðmundsson, formaður bæjarráðs og Úrsúla María Guðjónsdóttir.
Smelltu hér til að nálgast viðburðinn á Facebook.
Hlökkum til að eiga gott samtal!
Hvar: Samkomuhúsinu, Sandgerði kl. 20:00

Framsókn

Opinn fundur í kjördæmaviku – Reykjavík

Mánudagur 26. febrúar –

Hvað brennur á íbúum Reykjavíkur?

Opinn fundur með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, ritara Framsóknar og mennta- og barnamálaráðherra auk Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra.

Sérstakir gestir verða borgarfulltrúar Framsóknar í Reykjavík þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson.

Smelltu hér til að nálgast viðburðinn á Facebook.

Hlökkum til að eiga gott samtal!

Hvar: Sykursalur, Grósku hugmyndahúsi kl. 20:00.

Framsókn

Félagsfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur

Miðvikudagur 28. febrúar –

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur boðar til félagsfundar miðvikudaginn 28. febrúar nk klukkan 20:00 þar sem gengið verður frá fulltrúalista vegna komandi flokksþings.

Þeir sem hafa áhuga á að vera fulltrúar á flokksþingi eru beðnir um að senda tilkynningu á adalsteinn@recon.is eigi síðar en sunnudaginn 25.febrúar klukkan 20:00

Vinsamlegast athugið að þeir sem sækjast eftir að vera fulltrúar þurfa að hafa greitt félagsgjöld FR fyrir yfirstandandi ár og hafa lögheimili i Reykjavík.

Stjórn FR

Vöfflukaffi – Framsókn í Reykjanesbæ

Laugardagur 24. febrúar –

Félagsfundur Framsóknarfélags Árborgar

Fimmtudagur 22. febrúar –

Framsókn í Árborg

Framsóknarvist

Framsóknarvist! 

Ung Framsókn í Reykjavík og Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) standa saman að endurvakningu á framsóknarvist!

Sunnudaginn 18. febrúar klukkan 13 verður spiluð vist í Framsóknarhúsinu í Kópavogi, Bæjarlind 14-16.

 

Ókeypis aðgangur.

Bakkelsi og kaffi til sölu á staðnum.
ATH! ekki er þörf á að kunna spilavist – líka hægt að mæta og læra!
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Aðgengi:
– Næg bílastæði
– Lyfta í húsinu
– Strætó nr. 2 og 28 stoppa í göngufjarlægð

Bestu kveðjur,

Ung Framsókn í Reykjavík og SEF.

Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar

Fimmtudagur 29. febrúar 2024 –

Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar í Sveinatungu á Garðatorgi kl. 20:00.

Dagskrá:
  1. Skýrslu formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðun reikninga félagsins fyrir s.l. reikningsár.
  3. Kosning formanns.
  4. Kosning sex manna í aðalstjórn félagsins og tveggja til vara.
  5. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  6. Önnur mál
Stjórn Framsóknarfélags Garðabæjar

Opinn ráðherrafundur á Akureyri

Bæjarmálaspjall í Suðurnesjabæ

Þriðjudagur 6. febrúar –

Bæjarmálaspjall Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar verður þriðjudaginn 6 febrúar á Sjávarsetrinu Vitatorgi 7 í Suðurnesjabæ klukkan 19:30. Að venju verður til umræðu dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Einnig verður fjallað um nefndarstörf og almenn umræða um bæjarmálin.

Allir velkomnir í kaffi og gott spjall.

Bestu kveðjur, Framsóknarfélag Suðurnesjabæjar