Félagsfundur Framsóknarfélags Múlaþings og kynning á framboðslista

Fimmtudagur 20. ágúst 2020 –

Framsóknarfélag Múlaþings boðar til félagsfundar í Austrasalnum, Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum, fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:00.

Á fundinum verður framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar formlega staðfestur og frambjóðendur kynna sig.

Gert er ráð fyrir að tveggja metra fjarlægðamörk verði virt og félagsfólk er beðið að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnaráðstafanir.

Stjórn Framsóknarfélags Múlaþings.

Aðalfundur Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar

Fimmtudagur 13. ágúst 2020 –

Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 13. ágúst í húsnæði Framsóknar á Ísafirði, Pollgötu 4, kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Kosning stjórnar.

3. Önnur mál.

Stjórn Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar.

Alþingiskosningar 2021

Laugardagur 25. september 2021 –

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágætu Framsóknarmenn – mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsóknarflokknum sem flest atkvæði. Koma svo!

Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

Kosningarréttur við sveitarstjórnarkosningar.

Laugardagur 14. maí 2022:
Sveitarstjórnarkosningar eftir 9 daga!
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2022 –

Sveitarstjórnarkosningar munu fara fram laugardaginn 14. maí 2022.

Það verða 26 hreinir framboðslistar Framsóknar í kosningunum í vor og er það fjölgun frá því í síðustu kosningum 2018 og eftirtaldir framboðslistar hafa þegar verið samþykktir:

Framsókn í Mýrdalshreppi

Framsókn í Garðabæ

Framsókn og framfarasinnar í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Framsókn og félagshyggjufólk í Dalvíkurbyggð

Framsókn í Grindavík

Framsókn og aðrir framfarasinnar í Húnaþingi vestra

Framsókn og óháðir á Vopnafirði

Framsókn í Árborg

Framsókn í Skagafirði

Framsókn í Borgarbyggð

Framsókn í Ölfusi

Framsókn á Hornafirði

Framsókn í Hveragerði

Framsókn í Rangárþingi eystra

Framsókn á Akranesi

Framsókn í Suðurnesjabæ

Framsókn í Múlaþingi

Framsókn á Akureyri

Framsókn í Hafnarfirði

Framsókn í Norðurþingi

Framsókn í Reykjavík

Framsókn í Reykjanesbæ

Framsókn í Ísafjarðarbæ

Framsókn í Fjarðabyggð

Framsókn í Mosfellsbæ

Framsókn í Kópavogi

***

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágæta Framsóknarfólk – mikilvægt er að við öll leggjumst á eitt og hjálpum til að tryggja Framsókn sem flest atkvæði.

Koma svo!

Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á:

a. hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á skráð lögheimili í sveitarfélaginu,
b. hver danskur, finnskur, norskur og sænskur ríkisborgari, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar,
c. hver erlendur ríkisborgari, annar en greinir í b-lið, sem átt hefur skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar.

Hafi námsmaður, sbr. 4. mgr. 9. gr. laga um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018, flutt lögheimili sitt frá landinu til Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Noregs eða Svíþjóðar samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu telst hann ekki hafa glatað kosningarrétti sínum í því sveitarfélagi sem hann átti skráð lögheimili í við brottför, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar 1. mgr. og leggi fram umsókn skv. 3. mgr. um að neyta kosningarréttar síns. Sama gildir um maka, sambúðarmaka og börn þeirra sem dveljast með þeim í viðkomandi landi.

 

46. Sambandsþing SUF

Boðað er til 46. Sambandsþings SUF 8.-10. október 2021 á Hótel Sel, við Mývatni. Allt Framsóknarfólk 35 ára og yngra sem skráð er í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir þingið mun hafa atkvæðisrétt.

Skráninga fer fram hér.

Við vekjum athygli á því að frestur til að skrá sig í gistingu á Hótel Sel , við Mývatn, líkur þann 26. september, nk.

Drög að dagskrá:

Föstudagur 8. október

12:00 Áætluð brottför úr Reykjavík
18:30 Áætluð mæting og innritun á Hótel Sel
19:00 Kvöldmatur
21:00 Óformleg kvölddagskrá

Laugardagur 9. október

09:00 Morgunverður 

10:00 Setning þings-Kosning þingforseta-Kosning þingritara-Kosning starfsnefndar

10:15 Skýrsla stjórnar

10:30 Lagabreytingar

11:00 Almennar umræður

12:00 Hádegishlé

13:00 Ávarp gesta

14:00 Málefnavinna

15:00 Kosningar-Formaður-Stjórn-skoðunarmenn reikninga

16:00 Þinghlé

16:30-18:00 Vísindaferð í Jarðböðin við Mývatn​

20:00 Hátíðarkvöldverður

21:00 Úrslit kosninga tilkynnt

Sunnudagur 10. október

09:00 Morgunverður

10:30 Málefnavinna framhald

13:00 Þinglok

Tekið skal fram að þeir þinggestir sem hyggjast taka þátt í þinginu rafrænt munu geta gert það sem áheyrnarfulltrúar.

Atkvæðisréttur er bundinn við þá þátttakendur sem eru á staðnum.

Lagabreytingartillögur þurfa að berast á suf@suf.is 14 dögum fyrir þingið.

Þinggjald er 4.000 kr. og innifalið í því eru þinggögn, hádegisverður á laugardegi og kaffi meðan á þinginu stendur.

Ef einhverjar spurningar vakna að þá er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á Facebook eða á öðrum miðlum.

Framboð

Framboð til formanns SUF

Skila skal framboði til formanns SUF 2 vikum fyrir sambandsþing inn til skrifstofu Framsóknarflokksins.

Framboð til stjórnar SUF

Hægt er að skila inn framboðum til stjórnar og varastjórnar SUF alveg fram til þess að formleg kosning hefst á sambandsþingi.
Fram að setningu sambandsþings er hægt að bjóða sig fram með því að haka við í viðeigandi reit í skráningaforminu eða senda tölvupóst á suf@suf.is

Eftir setningu sambandsþings taka starfsmenn þingsins við framboðum til stjórnar og varastjórnar.

Lagabreytingar

Lögum SUF verður aðeins breytt á sambandsþingi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar SUF 14 dögum fyrir þing sambandsins með því að senda póst á suf@suf.is. Leggja skal breytingar á lögunum til landsstjórnar Framsóknarflokksins til staðfestingar.

Ályktanir

Hægt er að skila ályktum til stjórnar SUF með því að senda póst á suf@suf.is.

Skilafrestur er til hádegis 2. október.

***

Lög SUF um sambandsþing

4.1 Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmanna. Á sambandsþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.

4.2 ​Samband ungra Framsóknarmanna heldur árlega sambandsþing og skal það haldið á tímabilinu 15. ágúst – 15. október. Sambandsþing SUF skal aldrei vera haldið tvö ár í röð í sama kjördæmi og leitast skal eftir því að halda sambandsþingið á minnst sex ára fresti í hverju kjördæmi. Stjórn SUF boðar til sambandsþings. Boða skal til sambandsþings með a.m.k. 30 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Sambandsþing er löglegt sé löglega til þess boðað.

4.3 Allir félagsmenn í SUF hafa rétt til setu á sambandsþingi með fullum réttindum. Stjórn SUF er þó heimilt að ákveða þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á sambandsþingi. Atkvæðisrétt á sambandsþingi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþing samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins.

4.4 Á sambandsþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Formann.
b) 12 menn í stjórn og jafnmarga til vara. Skal a.m.k. einn aðal- og varamaður koma úr hverju kjördæmi en eigi fleiri en 3 að meðtöldum formanni. Hlutur hvors kyns skal ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
c) 2 skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.

4.5 Framboðum til formanns skal skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eiga síðar en tveim vikum fyrir setningu sambandsþings. Stjórn SUF skal standa að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum til formanns.

***

Framkvæmdastjórn SUF.