Categories
Fréttir

Valdimar Víðisson, skólastjóri, leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði

Deila grein

14/03/2022

Valdimar Víðisson, skólastjóri, leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði var samþykktur á fundi fulltrúaráðs miðvikudaginn 2. mars sl.

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista flokksins og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna og varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skipar annað sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum og að mikill áhugi hafi verið og að 14 framboð hafi borist.

„Ég þakka af heilum hug það traust sem mér er sýnt að leiða lista Framsóknar í Hafnarfirði. Listinn er öflugur og hefur á að skipa fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu sem nýtast mun bæjarfélaginu vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Við höfum góða sögu að segja eftir síðustu fjögur ár við stjórn bæjarfélagsins, ætlum okkur að vinna áfram á þeim grunni og heyja heiðarlega og málefnalega kosningabaráttu. Við mætum sterk og vel undirbúin til leiks og ætlum að bæta við okkur fylgi,“ segir Valdimar Víðisson, nýr oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.

Listi Framsóknar í Hafnarfirði

 1. Valdimar Víðisson, skólastjóri
 2. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna
 3. Árni Rúnar Árnason, tækjavörður
 4. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
 5. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
 6. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður
 7. Einar Gauti Jóhannesson, sundlaugarvörður
 8. Jóhanna M. Fleckenstein, framkvæmdastjóri
 9. Jón Atli Magnússon, rannsóknar- og þróunarstjóri
 10. Sindri Mar Jónsson, ml. viðskiptalögfræði
 11. Juliana Kalenikova, öryggisvörður
 12. Garðar Smári Gunnarsson, fiskiðnaðarmaður
 13. Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og varaþingmaður
 14. Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður/rútubílstjóri
 15. Júlíus Sigurjónsson, sölumaður og plötusnúður
 16. Linda Hrönn Þórisdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
 17. Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi
 18. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, eldri borgari
 19. Erlingur Örn Árnason, lögreglumaður
 20. Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir, BA í félagsráðgjöf
 21. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
 22. Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræðingur

Fréttin birtist fyrst á fjardarfrettir.is 5. mars 2022