Categories
Fréttir

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi

Deila grein

12/03/2022

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi

Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí var borinn upp til atkvæða á fjölmennum félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga í dag, laugardaginn 12. mars. Tillagan var samþykkt samhljóða og hlaut mikið lof. Fullt var út úr dyrum á fundinum og mikill kraftur í félögum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa af níu í sveitarstjórn og hafa þeir fulltrúar verið ötullir fulltrúar samfélagsins.

Oddviti listans er Hjálmar Bogi Hafliðason, deildarstjóri og kennari á Húsavík, sem hefur setið níu ár í sveitarstjórn auk þess að vera varafulltrúi um tíma og sinnt þingstörfum. Soffía Gísladóttir skipar annað sætið og er búsett í Lindarbrekku í Kelduhverfi. Hún kemur ný inn á listann en hún þekkir svæðið vel sem forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi Eystra og Austurlandi og hefur einnig sinnt þingstörfum. Eiður Pétursson, vélstjóri á Húsavík og starfar fyrir Landsvirkjun, skipar þriðja sætið. Hann er varafulltrúi framboðsins í dag og hefur setið í fjölskylduráði sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Þar á eftir koma Bylgja Steingrímsdóttir, Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Hanna Jóna Stefánsdóttir.

Framboðslistinn:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason, Húsavík
  2. Soffía Gísladóttir, Kelduhverfi,
  3. Eiður Pétursson, Húsavík
  4. Bylgja Steingrímsdóttir, Húsavík
  5. Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Húsavík
  6. Hanna Jóna Stefánsdóttir, Húsavík
  7. Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri
  8. Heiðar Hrafn Halldórsson, Húsavík
  9. Brynja Rún Benediktsdóttir, Húsavík
  10. Unnsteinn Ingi Júlíusson, Húsavík
  11. Birna Björnsdóttir, Raufarhöfn
  12. Aðalgeir Bjarnason, Húsavík
  13. Guðlaug Anna Ívarsdóttir, Öxarfirði
  14. Bergur Elías Ágústsson, Húsavík
  15. Aðalheiður Þorgrímsdóttir, Reykjahverfi
  16. Óskar Ásgeirsson, Húsavík
  17. Unnur Erlingsdóttir, Húsavík
  18. Kristján Kárason, Húsavík