Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 25. september n.k. er hafin. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á kosning.is.
Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt. Kjósendur sem staddir eru erlendis geta kosið á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun Utanríkisráðuneytisins.
Framsóknarflokkurinn veitir nánari upplýsingar vegna kosningar utankjörfundar í síma 540 4300 eða á netfanginu framsokn@framsokn.is.
Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram?
Kjörgögn eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, og stimplar með listabókstöfum.
Listabókstafur Framsóknarflokksins er B
- Nauðsynlegt er að hafa meðferðis skilríki með ljósmynd og framvísa á kjörstað.
- Kjörgögn afhent
- Kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðilinn bókstaf þess lista sem hann vill kjósa og má hann geta þess hvernig hann vill hafa röðina á listanum. Mikilvægt er að gera engar merkingar við aðra lista eða annars staðar á kjörseðil því þá telst atkvæðið ógilt.
- Kjósandi brýtur saman kjörseðilinn þannig að letrið snúi inn ogsetur atkvæðið í kjörseðilsumslagið.
- Hann undirritar fylgibréf í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.
- Kjörseðilsumslag og fylgibréf eru lögð í sendiumslagið og því lokað.
- Sendiumslagið skal síðan áritað til sýslumannsins, hreppstjórans eða kjörstjórnarinnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig standa á kjörskrá. Á sendiumslagið skal og rita nafn kjósanda, kennitölu og lögheimili.
- Stimpill er settur á umslag (samkvæmt upplýsingum dóms-og kirkjumálaráðuneytis er stimpill skilyrði til að atkvæði teljist gilt, en yfirkjörstjórn á hverjum stað úrskurðar um gildi atkvæðis vanti stimpilinn).
Ef kosið er utan kjördæmis kjósanda, innanlands eða erlendis skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt ef kjósandi óskar þess að koma bréfinu í póst. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.
Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur viðkomandi kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo unnt sé að taka það til greina við kosninguna. Utankjörfundaratkvæðið er þannig á ábyrgð kjósanda þar til það hefur borist viðkomandi kjörstjórn.
Atkvæði má koma með eða senda til Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík og við komum því til skila. Einnig má hafa samband við kosningaskrifstofur okkar víðsvegar um landið. Á kjördag sjálfan er þó ráðlagt að stíla atkvæðin á yfirkjörstjórn þar sem viðkomandi er á kjörskrá.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram sem hér segir:
- frá og með mánudeginum 23. ágúst eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind, nálægt inngangi í norðausturhluta á 1. hæð, og á 3. hæð í Kringlunni, bíógangi.
Opið er alla daga vikunnar kl. 10:00 – 22:00. - Á kjördag, laugardaginn 25. september verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind kl. 10:00 – 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum embættisins virka daga sem hér segir:
Akranesi – Stillholti 16-18, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en 09:00 til 14:00 á föstudögum.
Borgarnesi – Bjarnarbraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en 09:00 til 14:00 á föstudögum.
Stykkishólmi – Borgarbraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en 09:00 til 14:00 á föstudögum.
Búðardal – Miðbraut 11, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 09:30 til 13:00
Eyja- og Miklaholtshreppi – skrifstofu hreppsstjóra, Þverá
Alla virka daga kl. 12:00 til 13:00.
Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16
Alla virka daga kl. 10:00 til 14:00.
Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4
Alla virka daga kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30.
Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.
Vegna kosninga til Alþingis, laugardaginn 25. september 2021, hefur verið ákveðið að kosið verði á stofnunum og dvalarheimilum í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi sem hér segir;
Akranesi – Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, miðvikudaginn 15. september nk. kl. 10:00 -12:00
Akranesi – Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þriðjudaginn 21. september nk. kl. 14:00 til 15:00
Borgarnesi – Dvalarheimilinu Brákarhlíð, fimmtudaginn 16. september nk. kl. 10:00 til 12:00
Snæfellsbæ – Dvalarheimilinu Jaðri, þriðjudaginn 14. september nk. kl. 16:00 til 18:00
Grundarfjarðarbæ, fangelsinu Kvíabryggju, mánudaginn 13. september nk. kl. 16:00 til 17:00
Grundarfjarðarbæ, Dvalarheimilinu Fellaskjóli, þriðjudaginn 14. september kl. 15:00 til 16:00
Stykkishólmi – Dvalarheimili aldraðra, miðvikudaginn 15. september nk. kl. 15:30 til 16:30
Dalabyggð – Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, miðvikudaginn 15. september nk. kl. 13:30 til 14:30
Dalabyggð – Dvalarheimilinu Silfurtúni, miðvikudaginn 15. september nk. kl. 11:00 til 12:00
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum embættisins virka daga sem hér segir:
Ísafjörður – Hafnarstræti 1, kl. 09:30 – 14:00 en til kl. 13:30 á föstudögum.
Patreksfjörður – Aðalstræti 92, kl. 9:30 – 12:00 og 13:00 – 14:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
Ath. 13. og 14. september verður utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Ráðhúsinu á Patreksfirði frá kl. 13:00-15:00
Hólmavík – Hafnarbraut 25, kl. 10:00 – 12:00.
Flatey á Breiðafirði, búðin í frystihúsinu – Mánudaginn 6. september kl. 13:30 – 14:30.
Þegar nær dregur verður auglýst hvenær greiða má atkvæði á sjúkrahúsum og dvalarheimilum í umdæminu og öðrum stöðum utan skrifstofa embættisins.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum embættisins virka daga sem hér segir:
- Blönduós – virka daga frá 09:00-15:00
- Sauðárkrókur – virka daga frá 09:00-15:00
Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:
- Sveitarfélaginu Skagaströnd, á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 virka daga, hjá Alexöndru Jóhannesdóttur skipuðum kjörstjóra, eða Arnóri Tuma Finnssyni til vara.
- Húnaþingi vestra, á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, kl. 12:00 – 16:00 virka daga, hjá Guðmundi Jónssyni skipuðum kjörstjóra, eða Gunnari Rögnvaldssyni til vara.
Þriðjudaginn 21. september og fimmtudaginn 23. september nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og í sýsluskrifstofu á Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á skrifstofunum frá 13:00 – 15:00. Aðrir kjörstaðir skv. framangreindu munu auglýsa sérstaklega komi þar til aukins opnunartíma.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 16:00.
Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra innan umdæmisins í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar á hverjum stað.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram sem hér segir:
Akureyri, Glerártorgi, við austurinngang– Virka daga kl. 10:00 – 18:30.
Um helgar er opið kl. 11:00 – 15:00.
Á kjördag er opið kl. 10:00 – 18:00.
Húsavík, Útgarði 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00.
Um helgar er opið kl. 10:00 – 13:00.
Á kjördag er opið frá kl. 10:00 – 12:00.
Siglufjörður, Gránugötu 6, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00.
Um helgar er opið kl. 10:00 -13:00.
Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00.
Þórshöfn, Fjarðarvegi 3, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélög:
- Dalvíkurbyggð: Menningarhúsinu Bergi, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12:00 – 14:00.
- Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, virka daga kl. 10:00 – 15:00.
- Þingeyjarsveit: Kjarna, Laugum í Reykjadal, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 15:00 og fimmtudaga 10:00 – 12:00.
- Skútustaðahreppur: Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 15:00 og fimmtudaga 10:00 – 12:00.
- Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 23, virka daga kl. 9:00 – 15:00.
- Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 16:00 og föstudaga kl. 9:00 – 12:00.
- Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, kl. 10:00 – 15:00.
- Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur og Karenar Halldórsdóttur, samkvæmt samkomulagi.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra, fer fram sem hér segir:
Hvammur, Húsavík – Þriðjudaginn 14. september kl. 10:00
Dalbær – Miðvikudaginn 15. september kl. 10:30
Sjúkrahúsið á Húsavík – Miðvikudaginn 15. september kl. 13:00
Dvalarheimilið Hlíð – Fimmtudaginn 16. september kl. 13:00
Sjúkrahúsið á Siglufirði – Fimmtudaginn 16. september kl. 13:00
Dvalarheimilið Naust, Þórshöfn – Fimmtudaginn 16. september kl. 15:00
Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð – Föstudaginn 17. september kl. 10:00
Hornbrekka, Ólafsfirði – Föstudaginn 17. september kl. 11:00
Kristnesspítali – Mánudaginn 20. september kl. 10:00
Sjúkrahúsið á Akureyri – Mánudaginn 20. september kl. 13:00
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum embættisins virka daga sem hér segir:
Seyðisfjörður, Egilsstaðir, Eskifjörður: Frá 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga frá 9:00-14:00.
Vopnafjörður: mánudaga til föstudags frá 10:00-13:00.
Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum Múlaþings á Borgarfirði og Djúpavogi og á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum frá og með 6. september til og með 24. september.
- Borgarfjörður – á skrifstofu sveitarfélagsins
Opnunartími sami og opnunartími skrifstofunnar, mánudaga til fimmtudaga frá
kl. 8.00 til 17.00 og föstudaga kl. 8.00 til 13.30 - Djúpavogur – á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1
Opnunartími – mánudaga og miðvikudaga kl. 13.00 til 15.00 og föstudaga frá
kl. 10.00 til 12.00 - Egilsstaðir – á Bókasafni Héraðsbúa Laufskógum 1
Opnunartími – virka daga milli kl. 15.00 og 16.00
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi fer fram sem hér segir:
Fáskrúðsfjörður:
Uppsalir, hjúkrunar- og dvalarheimili þriðjudaginn, 14. september kl.13.00 til 15.00.
Eskifjörður:
Hulduhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, miðvikudaginn 15. september kl.13.00 til 15.00.
Neskaupstaður:
Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 15. september kl.16.00 til 18.00.
Vopnafjörður:
Sundabúð hjúkrunar- og dvalarheimili mánudaginn 20. september kl. 10.00 til 11.00.
Egilsstaðir:
Dyngja, dvalar- og hjúkrunarheimili, fimmtudaginn 16. september kl. 14.00 til 15:00.
Seyðisfjörður:
Fossahlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, föstudaginn 17. september kl. 15.30 til 16.30.
Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.
Embætti Sýslumanns á Austurlandi hefur samið um notkun tollaðstöðu við ferjuleiru á Seyðisfirði vegna þeirra sem ekki geta mætt á kjörstað vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Aðstaðan sem sést á meðfylgjandi mynd verður notuð frá og með mánudeginum 20. september n.k. til og með kjördegi. Opið verður frá kl.15.00 til kl.17.00 frá mánudeginum 20. september til og með föstudeginum 24. september. Á kjördag verður opið eftir þörfum og er kjósendum bent á að hafa samband í síma 896-4743 ef þörf verður á.
Fyrirkomulag verður þannig að ekið er inn um opnu dyrnar á myndinni. Kjósanda verður síðan hleypt út um dyrnar þar á móti. Útakstur er síðan með U-beygju út um dyrnar vinstra megin á myndinni.
Hvorki má opna dyr né glugga bifreiða við kosninguna og telst kjósanda hönd ónothæf vegna sóttkvíar/einangrunar. Nánari leiðbeiningar um framkvæmd kosningar verða settar í reglugerð og vísast til hennar er hún kemur út. Embættið mun greina frá þeim reglum á Facebook og hún um verða tiltæk á vef sýslumanna er nær dregur kosningum.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á opnunartíma sýsluskrifstofa, kl. 09:00-15:00.
Lengdur opnunartími á skrifstofum embættisins verður auglýstur síðar.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl.
Frá og með 15. september verður hægt að greiða atkvæði á eftirtöldum stöðum:
- Á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1,
Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 09:00 – 12:00 og kl. 13:00-16:00 alla virka daga. - Á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk, Hveragerði.
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00–15:00, föstudaga kl. 10:00–12:00. - Á skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, Flúðum.
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 12:00 og 13:00-16:00, föstudaga
kl. 9:00-12:00. - Á skrifstofu Bláskógabyggðar 2. hæð í Aratungu, Reykholti.
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30–16:00, föstudaga kl. 8:30–12:30. - Á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, Hellu.
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, föstudaga kl. 09:00-13:00. - Á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri.
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00, föstudaga kl. 10:00- 13:00. - Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum.
Opnunartími eftir samkomulagi. Sími 478 1760 og 894 1765.
Kosning um sameiningu sveitarfélaga
Samhliða kosningum til Alþingis verður kosið um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.
Ábyrgð á atkvæði
Vakin er athygli á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis. Starfsfólk embættisins mun aðstoða eftir föngum við að koma atkvæði til skila en síðustu daga fyrir kosningar er mælst til þess að kjósandi annist það sjálfur ef viðkomandi er á kjörskrá í öðrum kjördæmum.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi
Þeir sem eiga ekki heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi til embættisins, fyrir kl. 10:00, fimmtudaginn 23. september n.k. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is Unnt er að senda umsókn á netfangið sudurland@syslumenn.is
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofu embættisins frá 09:15-15:00 alla daga nema föstudaga frá kl. 09:15-14:00.
Kosning á Hraunbúðum og HSU
Kosið verður á Hraunbúðum 15. september kl. 14:00 og á HSU 16. september kl. 14:00.
Kosning á þessum stöðum er einungis ætluð vistmönnum eða heimilismönnum.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Þann 1. september nk. lengist opnunartími á sýsluskrifstofunni í Reykjanesbæ og kjörstaðir verða opnaðir í Sveitarfélaginu Vogum og Suðurnesjabæ, í samstarfi við sveitarstjórnir.
Því verður unnt að kjósa utan kjörfundar á eftirfarandi tímum og stöðum:
Í Reykjanesbæ, að Vatnsnesvegi 33:
- virka daga til 24. september frá kl. 08:30 til 19:00
- alla laugardaga í september frá kl. 10:00 til 14:00
Í Grindavík, að Víkurbraut 25:
- virka daga til 17. september frá kl. 08:30 til 13:00
- dagana 20. september til 24. september frá kl. 08:30 til 18:00
Í Sveitarfélaginu Vogum, að Iðndal 2 (bæjarskrifstofunni)
- virka daga til 24. september frá kl. 08:30 til 15:30, nema á föstudögum til kl. 12:30
Í Suðurnesjabæ, að Sunnubraut 4, Garði (bæjarskrifstofunni)
- virka daga til 24. september frá kl. 09:30 til 15:00, nema á föstudögum til kl. 12:30.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.
Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram dagana 20. til 24. september nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis
Þeir sem hyggjast greiða atkvæði í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis gera það almennt hjá sendiráði í eigu Íslands, fastanefnd Íslands hjá alþjóðarstofnun eða einum ræðismanna Íslands. Þó getur verið að annar staður verði fyrir valinu erlendis.
Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.
Ef einstaklingur er í vafa um hvert hann ætti að fara að kjósa eða hvort hann sé á kjörskrá þá mun Þjóðskrá Íslands opna síðu þar sem viðkomandi getur nálgast þær upplýsingar um sig. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Þjóðskrár Íslands hér.
Framsókn hvetur alla þá sem komast ekki að kjósa þann 25. september til að nýta sinn kosningarrétt og taka þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni. Hægt er að hafa samband við Framsókn á framsokn@framsokn.is til að fá nánari upplýsingar.
Hvert atkvæði skiptir okkur máli!