Categories
Fréttir

Jón Björn leiðir lista Framsóknar í Fjarðabyggð

Deila grein

04/03/2022

Jón Björn leiðir lista Framsóknar í Fjarðabyggð

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

Framboðslisti Framsóknarfélags Fjarðabyggðar var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Þórðarbúð á Reyðarfirði í kvöld.

Uppstillingarnefnd, undir forystu Lars Gunnarssonar,  hefur unnið að því undanfarnar vikur að stilla upp listanum og á fundinum í kvöld var tillaga hennar lögð fram og samþykkt einróma.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Þuríður Lillý Sigurðardóttir, bóndi á Sléttu, í þriðja sæti er Birgir Jónsson, framhaldsskólakennari , fjórða sætið skipar Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri og það fimmta Elís Pétur Elísson, framkvæmdastjóri.

“Framboðslisti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð er skipaður kraftmiklu  fólki á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn, sem kemur úr öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Á listanum fer saman víðtæk þekking, reynsla, kraftur og vilji til að vinna að eflingu samfélagsins í Fjarðabyggð, með öruggar grunnstoðir og fjölbreytt atvinnulíf í forgrunni. Ég er spenntur fyrir kosningabaráttunni og þeirri vinnu sem framundan er með þeim öfluga hópi sem hér var kynntur í kvöld” sagði Jón Björn Hákonarson, oddviti listans eftir að listinn var samþykktur í kvöld.

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 er þannig skipaður.

1.         Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Norðfirði

2.         Þuríður Lillý Sigurðardóttir bóndi, Reyðarfirði

3.         Birgir Jónsson framhaldsskólakennari Eskifirði

4.         Arnfríður Eide Hafþórsdóttir mannauðs- og öryggisstjóri, Fáskrúðsfirði

5.         Elís Pétur Elísson framkvæmdastjóri, Breiðdal

6.         Pálína Margeirsdóttir bæjarfulltrúi og ritari, Reyðarfirði

7.         Bjarni Stefán Vilhjálmsson verkstjóri, Stöðvarfirði

8.         Karen Ragnarsdóttir skólastýra, Norðfirði

9.         Kristinn Magnússon rafvirki og íþróttafræðingur, Breiðdal

10.       Margrét Sigfúsdóttir grunnskólakennari, Mjóafirði

11.       Ívar Dan Arnarsson tæknistjóri, Reyðarfirði

12.       Tinna Hrönn Smáradóttir iðjuþjálfi, Fáskrúðsfirði

13.       Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri, Eskifirði

14.       Guðfinna Erlín Stefánsdóttir forstöðumaður og stuðningsfulltrúi, Fáskrúðsfirði

15.       Bjarki Ingason rafvirkjanemi, Norðfirði

16.       Bjarney Hallgrímsdóttir grunnskólakennari, Eskifirði

17.       Jón Kristinn Arngrímsson matráður, Reyðarfirði

18.       Elsa Guðjónsdóttir sundlaugavörður, Fáskrúðsfirði