Stjórnmálaspjall og dögurður með Lilju Alfreðs

Glaður klukkutími á Gróðurhúsinu

Stjórn Framsóknar í Hveragerði hvetur félagsmenn og velunnara til að líta við í Gróðurhúsinu fimmtudaginn 25. ágúst 2022 kl. 16-18. Listafólk Framsóknar í Hveragerði og bæjarfulltrúar verða á staðnum. Tilvalið að hrista saman hópinn í lok sumars og spjalla um það sem framundan er. Sjáumst! Kveðja, Marta Rut, Sæbjörg Lára og Garðar í stjórninni

Félagsfundur Framsóknar í Hveragerði

Þriðjudagur 7. júní 

Framsókn í Hveragerði boðar til félagsfundar þriðjudaginn 7. júní kl. 12:00 í fjarfundi. Fundarslóð verður send á félagsmenn.

Dagskrá:

  • Meirihlutasamningur Framsóknar og Okkar Hveragerðis kynntur
  • Skipan í nefndir og ráð
  • Önnur mál

Stjórnin

Aðalfundur Framsóknarfélags Ísfirðinga

Þriðjudagur 1. júní
Aðalfundur Framsóknarfélags Ísfirðinga verður haldinn í kvöld 1. júní kl. 20.00 Í Holti í Önundarfirði.
Dagskrá – venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin

Fundur í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði

Þriðjudagur 31. maí

FUNDARBOÐ

Hér með er boðað til fundar í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði, Þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 19:30 að Reykjarvíkurvegi 50.

Dagsskrá fundar:

  1. Kynning og atkvæðagreiðsla um nýjan málefnasamning Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf
  2. Önnur mál

 

 

Málefnafundir Framsóknar í Múlaþingi

Laugardagur 8. apríl

Á laugardögum í vor ætlum við að vera með málefnafundi og veitingar í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum kl. 11:00.

Við munum taka á móti gestum og gangandi og ræða málefni líðandi stundar þar sem helsta áherslan verður á málefni sveitarfélagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin.

Frambjóðendur Framsóknar í Múlaþingi

NÝ FRAMSÓKN Í HVERAGERÐI

Blásum til gleðinnar!
Listi Framsóknar í Hveragerði verður kynntur fimmtudaginn 24. mars á setustofu Gróðurhússins annari hæð kl. 17:00 og borinn undir félaga til samþykktar.
Léttar veitingar og Happy hour fram eftir kvöldi!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn og Uppstillingarnefnd Framsóknar í Hveragerði

36. FLOKKSÞING FRAMSÓKNAR – Drög að dagskrá

 

Helgina 19.-20. mars verður 36. Flokksþing Framsóknar haldið á Grand hótel Reykavík. Það verða heldur betur fagnaðarfundir þegar flokksmenn geta loksins hist á staðnum og rætt saman augliti til auglitis ásamt því að gera sér glaðan dag.

    Laugardagur 19. mars
Kl. 08.00   Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf á upplýsingaborði
Kl. 09.00   Þingsetning
Kl. 09.10   Kosning þingforseta (4)
       Kosning þingritara (4)
       Kosning kjörbréfanefndar (5)
       Kosning kjörstjórnar (7)
       Kosning samræmingarnefndar (3)
       Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 09.15   Skýrsla ritara
Kl. 09.30   Mál lögð fyrir þingið –
Kl. 09.45   Nefndastörf hefjast –
Kl. 12.00   Hádegishlé
Kl. 12.40   Setningarathöfn
    Yfirlitsræða formanns
Kl. 13.10   Almennar umræður
Kl. 15.30   Nefndarstörf halda áfram fram eftir degi
Kl. 20:30   Kvöldverðarhóf
    Sunnudagur 20. mars
Kl. 08.30-11.00   Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00   Afgreiðsla mála
Kl. 14.30   Kosningar – samhliða  verður haldið áfram með afgreiðslu mála í hléum
    Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 16.00   Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 17.30   Þingi slitið
     

Félagsfundur Framsóknarfélags Múlaþings

Miðvikudagur 16. mars 2022 –

Framsóknarfélag Múlaþings boðar til félagsfundar miðvikudaginn 16. mars í Austrasalnum, Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum,  kl. 20:00.

Dagskrá:
  1. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi.
  2. Flokksþing 19.-20. mars 2022.
  3. Önnur mál.

Fjölmennum í aðdraganda kosninga.

Stjórnin.

Blikur á lofri í Evrópu – staða Íslands

Fimmtudagur 3. mars 2022 –