Málefnafundur Framsóknar í Múlaþingi

Fyrsti málefnafundur vetrarins verður í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum næstkomandi laugardag 1. október kl. 11.00.

Tekið verður á móti gestum og gangandi og málefni líðandi stundar rædd. Helsta áherslan verður á málefni sveitarfélagsins.

#framsokn #xbmula

Athygli er vakin á því að vegna takmarka á húsnæði er aðgengi því miður ekki fullnægjandi.

Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis

Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis verður mánudaginn 3. október kl. 20:00.

Nánari dagskrá og upplýsingar um staðsetningu funda verða birtar á Facebooksíðu félagsins og heimasíðu Framsóknar.

Verið hjartanlega velkomin!

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis

Opið hús á Akureyri – vöfflukaffi

Laugardagur 1. október 2022 –

Opið hús Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis verður haldið laugardaginn 1. október frá kl. 11:30-13:00.

Vöfflukaffi  á opnu húsi á Akureyri verður í sal Fjölsmiðjunnar að Furuvöllum 13.

Eiríkur Hauksson, framkvæmdastjóri Búfesti, mætir og segir okkur frá því sem félagið er að bralla þessa dagana.

Verið hjartanlega velkomin!

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis

Opinn fundur á Austurlandi

Stjórnmálaspjall og dögurður með Lilju Alfreðs

Glaður klukkutími á Gróðurhúsinu

Stjórn Framsóknar í Hveragerði hvetur félagsmenn og velunnara til að líta við í Gróðurhúsinu fimmtudaginn 25. ágúst 2022 kl. 16-18. Listafólk Framsóknar í Hveragerði og bæjarfulltrúar verða á staðnum. Tilvalið að hrista saman hópinn í lok sumars og spjalla um það sem framundan er. Sjáumst! Kveðja, Marta Rut, Sæbjörg Lára og Garðar í stjórninni

Félagsfundur Framsóknar í Hveragerði

Þriðjudagur 7. júní 

Framsókn í Hveragerði boðar til félagsfundar þriðjudaginn 7. júní kl. 12:00 í fjarfundi. Fundarslóð verður send á félagsmenn.

Dagskrá:

  • Meirihlutasamningur Framsóknar og Okkar Hveragerðis kynntur
  • Skipan í nefndir og ráð
  • Önnur mál

Stjórnin

Aðalfundur Framsóknarfélags Ísfirðinga

Þriðjudagur 1. júní
Aðalfundur Framsóknarfélags Ísfirðinga verður haldinn í kvöld 1. júní kl. 20.00 Í Holti í Önundarfirði.
Dagskrá – venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin

Fundur í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði

Þriðjudagur 31. maí

FUNDARBOÐ

Hér með er boðað til fundar í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði, Þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 19:30 að Reykjarvíkurvegi 50.

Dagsskrá fundar:

  1. Kynning og atkvæðagreiðsla um nýjan málefnasamning Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf
  2. Önnur mál

 

 

Málefnafundir Framsóknar í Múlaþingi

Laugardagur 8. apríl

Á laugardögum í vor ætlum við að vera með málefnafundi og veitingar í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum kl. 11:00.

Við munum taka á móti gestum og gangandi og ræða málefni líðandi stundar þar sem helsta áherslan verður á málefni sveitarfélagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin.

Frambjóðendur Framsóknar í Múlaþingi