Categories
Fréttir

10 staðreyndir um leiðréttinguna

Deila grein

16/10/2014

10 staðreyndir um leiðréttinguna

leidrettingin-sigmundurHér eru 10 staðreyndir um leiðréttinguna:

  1. Leiðréttingin snýst um sanngirni og réttlæti, að lántakendur sem urðu fyrir forsendubresti í kjölfar hrunsins fái stökkbreytt lán sín leiðrétt.
  2. Leiðréttingin mun bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar.
  3. Heildarumfang leiðréttingarinnar og séreignarsparnaðarleiðarinnar eru um 150 milljarðar fyrir heimilin í landinu.
  4. Yfir 90% heimila með verðtryggð húsnæðislán sóttu um leiðréttingu. Þessi mikla þátttaka staðfestir að landsmenn voru sammála því að leiðrétta þyrfti verðtryggð húsnæðislán í kjölfar þess fjármálaáfalls sem dundi yfir.
  5. Framkvæmd leiðréttingarinnar er á áætlun og landsmenn munu sjá endurútreikning sinna lána á haustmánuðum.
  6. Tæplega helmingur fjármagnsins fer til heimila með tekjur undir 6 milljónir á ári. Það er t.d. heimili þar sem tveir aðilar eru hvor um sig með undir 250 þúsund krónur í mánaðarlaun.
  7. Um 60% fjármagnsins fer til heimila með tekjur undir 8 milljónir á ári. Það er t.d. heimili þar sem tveir aðilar eru hvor um sig með undir 335 þúsund í mánaðarlaun.
  8. Bankaskatturinn, sem nemur upphæð leiðréttingarinnar, var margfaldaður og undanþága þrotabúa var afnumin. Þar með er í fyrsta skipti lagður skattur á þrotabú föllnu bankanna. Vissulega fer skatturinn inní ríkissjóð og leiðréttingin útúr ríkissjóð á móti, það er eðlilegt ferli.
  9. Leiðréttingin er almenn aðgerð og dreifist jafnar á tekjuhópa en fyrri úrræði gerðu.
  10. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tilkynnt að fylgst verði með framkvæmd leiðréttingarinnar og hvort í henni felist ríkisaðstoð til banka. Það er af og frá að svo sé. Miðað er að því að hvorki skapist hagnaður né tap hjá samningsaðilum vegna greiðslu leiðréttingarhluta láns.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.