Fréttir

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB
En hvernig tryggjum við öruggan aðgang að innlendum matvælum? Það þarf augljóslega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefndar hafa verið til þess að bæta afkomu bænda. Svo höfum við val. Ríkisstjórnin styður við frumkvæði um að velja íslenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við innlenda framleiðslu og skapar störf. Regluverkið um upprunamerkingar þarf að vera skýrara. Að einhverju leyti er framtíð landbúnaðar í höndum hvers og eins. Ef við viljum fá öruggan, ómengaðan og hollan mat á borðið – fyrir börnin okkar og foreldra sem og okkur sjálf – þá eigum við að geta gert kröfu í versluninni, á veitingastaðnum og mötuneytinu um upprunamerkingar. Við höfum val. Íslenskt – já takk, segir Sigurður Ingi.

Þriðji geirinn – bætt lýðheilsa!
„Þriðji geirinn er mjög fjölþættur og afar mikilvægur og ekki síst allt það sjálfboðaliðastarf sem fer fram í þeim geira. Það eru fjölmargar rannsóknir sem staðfesta að þetta styrkir uppvöxt barna og unglinga. Þátttaka í öllu skipulögðu íþrótta- og menningartengdu tómstundastarfi styður við uppvöxt þeirra og bætir lýðheilsu til lengri tíma,“ sagði Willum Þór.

Munu bændur einir sitja uppi með þetta tjón?
Sýnist mér regla vera sú að alltaf þegar áföll hafa orðið þá hafi verið sótt um aukaframlög. Stjórnvöld hafa farið þá leið að safna ekki upp fjármunum í sjóðinn en alltaf komið til aðstoðar þegar áföll hafa orðið.“
Fyrir Bjargráðasjóði eru nú umsóknir vegna 4700 hektara af kalskemmdum og eins umsóknir vegna um 200 km. af girðingum.
„Ég vil því spyrja hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að aukið fjármagn verði sett í Bjargráðasjóð, því ekki trúi ég því að bændur eigi að sitja einir með þetta tjón,“ sagði Þórunn að lokum.

Ræða Sigurðar Inga
Það er 1. október 2020 í dag og við erum í miðju stríði við kórónuveiruna. En hver mánaðamót sem renna upp héðan í frá segja okkur líka að það styttist í að lífið færist að nýju í eðlilegt horf. Gleymum því ekki. Sameinumst um að vernda störf og skapa störf því að verkefnið er brýnt og verkefnið er ljóst: Atvinna, atvinna, atvinna. — Góðar stundir.

Ræða Lilju Daggar
Árangurinn af samhentu skólastarfi er margvíslegur. Til dæmis hefur það ótrúlega gerst að víða er brotthvarf nemenda í framhaldsskólum lægra en það er í venjulegu árferði. Kennarar og námsráðgjafar hafa sinnt þeim sérstaklega vel sem eru í mestri brotthvarfshættu og tekist að halda þeim við efnið. Markmiðið er að ekkert barn sé skilið eftir í skólakerfinu.

Ræða Ásmundar Einars
Það er okkar hlutverk hér á Alþingi og í ríkisstjórn að standa vörð um fólkið í landinu, þétta möskvana í öryggisnetum og sjá til þess að í sameiningu komumst við í gegnum þetta. Um leið og ég hef fulla trú á því að okkur takist það tel ég mjög mikilvægan þátt í því að tryggja fullnægjandi þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, bæði vegna núverandi aðstæðna og sem hagsmuni okkar til allrar framtíðar.

It is in our DNA to stick together in times like this
Tourism is a major economic force in Iceland and aviation has become in the recent years an increasingly important industry for the nation being a major contributor to GDP.

Áfram veginn – stefnuskrá og listakynning
Með öflugu fólki í öflugum flokki – traustur fjárhagur er lykillinn að farsælli sameiningu. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í uppbyggingu skóla og leikskóla því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að.

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú
„Í mínum huga er Loftbrú ein að mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því er tekið stórt skref til að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annarsstaðar en á suðvesturhorninu. Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en verkefnið hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Fyrirmyndin var sótt til nágranna okkar Skota en við höfum nú útfært verkefnið á okkar hátt og gert aðgengilegt í takt við áherslur um stafræna þjónustu hins opinbera,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.