Categories
Fréttir

16. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna

Deila grein

30/07/2013

16. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna

lfkmerkiliturBoðað er til 16. Landsþings Landssambands framsóknarkvenna (LFK) laugardaginn 7. september í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu 33, 3. hæð í Reykjavík. Skráning fer fram á skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Skráning fer fram til 31. ágúst. Mikilvægt er að konur skrái sig tímanlega vegna undirbúnings þingsins.
Þinggjöld eru 1.500 kr. Innifalið í þinggjöldum eru þinggögn, súpa og brauð í hádeginu, kaffi og með því.
Framsóknarkonur vítt og breytt um landið eru því beðnar um að taka þessa daga frá og að taka þátt í öflugu landsþingi LFK og stemmingu sem enginn verður svikin af!
Uppstillingarnefnd hefur hafið störf. Vinsamlega látið vita af framboði ykkar til hennar:

 

Drög að dagskrá:

Laugardagur 7. september 2013

09.00  Þingsetning
09.05  Kosning starfsmanna þingsins:

–  Kosning þingforseta
–  Kosning þingritara
–  Kosning starfsnefndar (3)

09.10   Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram / umræður
09.40  Ávarp félags- og húsnæðismálaráðherra Eyglóar Harðardóttur
10.00  Kaffihlé
11.15 Málefnahópar kynntir – taka til starfa:
Hópur 1 – Stjórnskipun, mannréttindi, lýðræði og utanríkismál
Hópur 2 – Efnahagsmál
Hópur 3 – Atvinna, samgöngur og umhverfi
Hópur 4 – Menntun, menning og íþróttir
Hópur 5 – Velferð
Hópur 6 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
12.00  Hádegishlé
14.30  Niðurstöður hópvinnu og tillögur lagðar fyrir þingið – umræður
15.20  Lagabreytingar
15.30  Kosningar:

– Formaður
– Framkvæmdastjórn (4) og varastjórn (2)
– Landsstjórn (6) og varastjórn (6)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)

15.45 Önnur mál
16.00 Þingslit
Framkvæmdastjórn LFK áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá þingsins.
 
FRAMKVÆMDASTJÓRN LFK