Categories
Fréttir

„30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum“

Deila grein

22/01/2015

„30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum“

Hjálmar Bogi HafliðasonHjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður ræddi á Alþingi í gær um tilhneigingu allra kerfa til að viðhalda sjálfu sér. „Jafnvægi skapist og kerfin þurfa ekki að takast á við breytingar. En kerfið sem við mennirnir bjuggum til á örfáum árum og búum við hefur leitt af sér gríðarlegan ójöfnuð, misskiptingu auðs og sóun,“ sagði Hjálmar Bogi.
Þegar ríkustu 10% Íslendinga eiga 73% auðs í landinu þá eiga 30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum. „Getur slík misskipting viðgengist,“ sagði Hjálmar Bogi.
„Orð forsætisráðherra um svigrúm til hækkunar lægstu launa vöktu því ákveðna ánægju hjá mér, og jafnframt að í komandi kjarasamningum verði hugsað um að hækka laun í krónum en ekki prósentum. Það eitt væri aðeins lítil kerfisbreyting í rétta átt gegn innbyggðum ójöfnuði í kerfinu,“ sagði Hjálmar Bogi.
Ræða Hjálmars Boga Hafliðasonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.