Categories
Fréttir

Samspil verðbólgu og vaxta – jákvæðar utanaðkomandi aðstæður til staðar

Deila grein

22/01/2015

Samspil verðbólgu og vaxta – jákvæðar utanaðkomandi aðstæður til staðar

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í gær, á Alþingi, hvers vegna a.m.k. einn viðskiptabankanna þriggja hafi ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum. Á sama tíma og stýrivextir lækka og verðbólgan lækkað verulega.
„Þetta kemur mjög á óvart því að margir neytendur töldu að vextir myndu lækka þegar utanaðkomandi aðstæður væru jákvæðar sem þær eru virkilega nú,“ sagði Elsa Lára.
Eru verðtryggð lánasöfn bankanna það stór og bankarnir sjái hag sinn í því þegar verðbólgan er há? Hagnast bankarnir mögulega um háar upphæðir við hvert prósentustig sem verðbólgan hækkar?
„Það er ekki nóg með að vextir hækki heldur hafa þjónustugjöld bankanna hækkað, auk þess sem farið er að rukka fyrir þjónustu sem áður var gjaldfrjáls,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.