Categories
Fréttir

37. Flokksþing Framsóknar sett

Deila grein

20/04/2024

37. Flokksþing Framsóknar sett

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, setti 37. Flokksþing Framsóknar við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Yfirskrift Flokksþingsins er „Kletturinn í hafinu“.

Það var vel mætt á þingið við setningu þess og stefnir í enn meiri þátttöku síðar í dag er formaður flokksins mun flytja yfirlitsræðu sína.
Á Flokksþingi ákveður Framsóknarfólk meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Sigurður Ingi fagnar í dag 62 ára afmæli sínu og því var mjög viðeigandi að hefja þingið á að syngja afmælissönginn en Framsóknarfólk veit fátt skemmtilegra en að bresta í söng.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með miðlunum okkar í dag, bæði á Facebook og á Instagram en ræður formanns og varaformanns verða í beinu streymi á visir.is á facebook síðu Framsóknar.

Innilega til hamingju með daginn Sigurður Ingi og til hamingju með daginn allt Framsóknarfólk!