Boðað er til 39. Sambandsþings Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á Hótel Selfossi dagana 1.-2. febrúar 2013. Allir ungir framsóknarmenn hafa rétt til setu á þinginu.
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en viku fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
SUF-arar hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 25. janúar verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þeim sex málefnahópum sem starfandi eru á þinginu.
Samkvæmt grein 6.4 í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 18. janúar. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
Drög að dagskrá:
Laugardagur 1. febrúar
12.30 – Þingsetning
– Kosning þingforseta (2)
– Kosning þingritara (2)
– Kosning starfsnefndar (3)
12.40 – Skýrsla stjórnar og reikningar
13.00 – Málefnahópar kynntir
13.10 – Málefnahópar taka til starfa
– Hópur 1 – Stjórnskipun, mannréttindi, lýðræði og utanríkismál
– Hópur 2 – Efnahagsmál
– Hópur 3 – Atvinna, samgöngur og umhverfi
– Hópur 4 – Menntun, menning og íþróttir
– Hópur 5 – Velferð
– Hópur 6 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
20.00 – Hátíðarkvöldverður og skemmtun fram eftir kvöldi
Sunnudagur 2. febrúar
10.00 – Afgreiðsla mála
12.30 – Hádegismatur
13.15 – Kosningar:
– Formaður
– Stjórn (12)
– Varastjórn (12)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)
16.00 – Þingslit
Gagnlegar upplýsingar:
– Þinggjöld
Þinggjald er 2.000 kr. innifalið í þinggjaldi er kaffi á laugardegi og sunnudegi, auk þinggagna. Tekið verður á móti greiðslu þinggjalda til kl. 10.30 á sunnudag 2. febrúar.
– Fundarstaður
Formleg þingstörf fara fram á Hótel Selfossi
– Gisting á Hótel Selfossi
Gisting eins manns herbergi með morgunverð per nótt kr. 8.500,-
Gisting tveggja manna herbergi með morgunverð per nótt kr. 9.900,-
– Hátíðarkvöldverður
Þriggja rétta hátíðarkvöldverður á laugardegi kostar kr. 4.900 kr.-
– Seturéttur á þinginu
Allir ungir framsóknarmenn hafa rétt til setu á þinginu. Þeir sem skráðir eru í Framsóknarflokkinn fyrir laugardaginn 3. janúar 2014 á aldrinum 16 til 35 ára og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðarétt á þinginu.
– Framboðsfrestur
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en viku fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
– Lagabreytingatillögur
Samkvæmt grein 6.4 í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 18. janúar. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
– Málefnastarf
SUF-arar hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 25. janúar verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þeim sex málefnahópum sem starfandi eru á þinginu.
Birt með fyrirvara um breytingar.
STJÓRN SUF