Categories
Fréttir

41. Sambandsþing SUF

Deila grein

17/02/2016

41. Sambandsþing SUF

logo-suf-forsidaBoðað er til 41. Sambandsþings Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) þann 19. mars 2016 á Akureyri. Allir ungir framsóknarmenn (35 ára og yngri) hafa rétt til setu á þinginu.
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en tveim vikum fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 5. mars. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
SUF-arar eru hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 12. mars verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þremur málefnahópum sem verða starfandi á þinginu.
Samkvæmt grein 7.5  í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 5. mars. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
Samkvæmt grein 4.3 í lögum SUF hafa þeir atkvæðisrétt á þinginu sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþingið.
Þingið verður haldið í Lionssalnum á Akureyri laugardaginn 19. mars. Hátíðarkvöldverður verður um kvöldið og munu LFK-konur slást í hópinn með okkur. Því er ljóst að það verður töluverð skemmtun um kvöldið. Nánari upplýsingar um hátíðarkvöldverðinn kemur síðar.
Rúta verður í boði til og frá Akureyri. Stefnt er að því að rútan fari frá Reykjavík kl. 16:00 föstudaginn 18. mars og til baka í hádeginu sunnudaginn 20. mars. Mikilvægt er að skrá sig í rútuna fyrir 1. mars en kostnaði verður haldið í lágmarki. Skráning í rútuna fer fram á suf@suf.is.
Við hvetjum þinggesti til þess að bóka gistingu sem fyrst en við mælum með Hótel Norðurlandi, Hótel KEA og Icelandair hótel Akureyri. Einnig er fjöldi orlofshúsa og gistiheimila í boði á Akureyri.
Þinggjald er 1.000,- en innifalið eru þinggögn ásamt hressingu á laugardeginum.

Drög að dagskrá:

12:00 – Þingsetning
– Kosning þingforseta
– Kosning þingritara
– Kosning starfsnefndar
12:15 – Skýrsla stjórnar og reikningar
12:30 – Kosningar:
– Formaður
– Stjórn
– Varastjórn
– Skoðunarmenn reikninga
– Varaskoðunarmenn reikninga
13:30 – Málefnavinna:
– Hópur 1 – Húsnæðismál ungs fólks.
– Hópur 2 – Atvinnumál ungs fólks.
– Hópur 3 – Menntamál.
– Hópur 4 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
15:30 – Afgreiðsla mála
17:00 – Þingslit
19:30 – Hátíðarkvöldverður
Stjórn SUF