Categories
Fréttir

Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

11/02/2014

Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur

logo-framsokn-gluggiAðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, 3. hæð, í Reykjavík, kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
7. Lagabreytingar, löglega fram bornar.
8. Kosin stjórn félagsins:

8.1.  Formaður.
8.2.  Varaformaður.
8.3.  5 (fimm) meðstjórnendur.
8.4.  2 (tveir) menn í varastjórn.
8.5.  Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga.
8.6.  Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga til vara
8.7.  Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing KFR.

9. Önnur mál.
10. Fundarslit.
Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir aðalfund. Framboð síðar fram komin skulu einungis tekin gild sé ekki neitt framboð í umrædda ábyrgðarstöðu, sbr. 5.4 í lögum félagsins.
Flokksfélagar eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn.
*****
Úr lögum Framsóknarfélags Reykjavíkur:
5. gr. Boðun, lögmæti og seturéttur.
5.1. Boða skal til aðalfundar með minnst viku fyrirvara á sannanlegan hátt. Í fundarboði skal getið dagskrár.
5.2. Aðalfundur er löglegur sé löglega boðað til hans.
5.3. Seturétt á aðalfundi með fullum atkvæðisrétti hafa þeir félagar, sem skráðir eru í félagið a.m.k. þrjátíu dögum fyrir aðalfund samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins og hafa lögheimili í Reykjavík. Allir félagar í Framsóknarfélagi Reykjavíkur hafa seturétt á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt.
5.4. Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir aðalfund. Framboð síðar fram komin skulu einungis tekin gild sé ekki neitt framboð í umrædda ábyrgðarstöðu.
5.5. Fulltrúar á kjördæmisþing KFR skulu hafa greitt félagsgjöld FR fyrir yfirstandandi ár og vera með lögheimili í Reykjavík.
*****
STJÓRN FRAMSÓKNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR