Categories
Fréttir

Aðgerðir í neytendamálum

Deila grein

02/05/2024

Aðgerðir í neytendamálum

Neyt­enda­mál voru einn af þeim mála­flokk­um sem sett­ir voru í brenni­dep­il við stofn­un menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins í fe­brú­ar árið 2022. Þannig hef­ur stuðning­ur við sam­tök á sviði neyt­enda­mála, eins og Neyt­enda­sam­tök­in og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, verið auk­inn, ráðist var í út­tekt gjald­töku og arðsemi ís­lensku bank­anna til að varpa ljósi á þró­un­ina á þeim markaði, stutt hef­ur verið við verðlags­eft­ir­lit ASÍ í þágu neyt­enda, í gangi er út­tekt á hvernig staðið er að upp­lýs­inga­gjöf og leiðbein­ing­um gagn­vart neyt­end­um í tengsl­um við lán­veit­ing­ar út frá mis­mun­andi lána­form­um, áhrif­um vaxta, verðbólgu o.s.frv.

Á Alþingi í vor mælti ég einnig fyr­ir frum­varpi um ný markaðssetn­ing­ar­lög sem marka ákveðin tíma­mót. Megin­áhersl­an í þeim er að efla neyt­enda­vernd. Sérá­kvæði verður um óhæfi­lega samn­ings­skil­mála, sem þýðir til dæm­is að ef samn­ings­skil­mál­ar í vöru- og þjón­ustu­kaup­um eru ósann­gjarn­ir gagn­vart neyt­end­um þá get­ur Neyt­enda­stofa gripið til aðgerða. Annað sem skipt­ir mig miklu máli og teng­ist ís­lensk­unni er að það er skerpt á þeirri meg­in­reglu að all­ar aug­lýs­ing­ar skuli vera á ís­lensku. Þá er ætl­un­in að draga úr hindr­un­um í gild­andi reglu­verki en lög­in séu ein­föld, skýr, aðgengi­leg og tækni­hlut­laus og leggi ekki óþarfa byrðar á at­vinnu­lífið. Einnig er lögð áhersla á að tryggja eins og kost­ur er að ákvæði lög­gjaf­ar um að þessi mál séu í sam­ræmi við lög­gjöf í Evr­ópu. Er þannig stutt við það meg­in­mark­mið í stefnu stjórn­valda að styrkja sam­keppni inn­an­lands, tryggja stöðu neyt­enda bet­ur í nýju um­hverfi netviðskipta og efla alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs.

Í vik­unni voru birt í sam­ráðsgátt drög að nýrri heild­ar­stefnu í neyt­enda­mál­um sem ég stefni á að mæla fyr­ir á Alþingi nú á vorþingi. Sam­hliða er sett fram aðgerðaáætl­un sem unnið verði eft­ir til árs­ins 2030. Um er að ræða níu skil­greind­ar aðgerðir sem ná yfir frek­ari upp­færslu og nú­tíma­væðingu lög­gjaf­ar á sviði neyt­enda­mála, aukna áherslu á netviðskipti og staf­væðingu, aukna neyt­enda­vernd á sviði fjár­málaþjón­ustu og áherslu á fjár­mála­læsi, og sér­stak­ar þarf­ir viðkvæmra hópa neyt­enda svo dæmi séu tek­in. Í því sam­hengi lang­ar mig sér­stak­lega að nefna að reglu­verk um smá­lán verður tekið til end­ur­skoðunar til að vernda þá sem höll­um fæti standa og setja skýr­ari leik­regl­ur á því sviði. Ýmis skref hafa verið stig­in á und­an­förn­um árum í þeim efn­um en ljóst að ýmis tæki­færi eru til frek­ari úr­bóta á því sviði.

Mik­il vinna hef­ur átt sér stað inn­an menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins á und­an­förn­um árum til þess að und­ir­byggja raun­veru­leg­ar aðgerðir í þágu neyt­enda til dags­ins í dag og til framtíðar. Ég er sann­færð um að þær aðgerðir sem við mun­um halda áfram að hrinda í fram­kvæmd munu bæta sam­fé­lagið okk­ar og neyt­enda­vernd í þágu okk­ar allra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttirmenn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. maí 2024.