Categories
Fréttir

Af ungum þingmönnum og fjárheimildir

Deila grein

18/03/2015

Af ungum þingmönnum og fjárheimildir

Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, var í andsvörum við Steingrími J. Sigfússyni, alþingismann, á Alþingi í gær. En Steingrími J. voru ofarlega í huga fréttir af kostnaði við „áróður ráðherranna fyrir sjálfa sig“ af opinberu skattfé.
Vigdís var snögg til að minna Steingrím J. á að „það hafi aldrei verið tekið saman hver ráðstöfunarkostnaðurinn vegna Icesave á sínum tíma var í raun mikill þegar hv. þingmaður var fjármálaráðherra, þannig að það sé sagt. En nú hefur verið skipt um stjórn eins og við vitum og þá er öll venjubundin vinna sem áður fór fram í ráðuneytinu er orðin mjög tortryggileg. En það er svo sem alveg í anda þeirra flokka sem nú sitja í stjórnarandstöðu og það verður bara að hafa það.“
„Ég vil aðeins benda á að umboðsmaður Alþingis var í ítarlegu viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær þar sem hann fór yfir það að honum þættu þingmenn vera orðnir of ungir í starfi,“ sagði Vigdís.
Eftir mikla endurnýjun á Alþingi að loknum síðustu alþingiskosningum „þá erum við víst orðin svo reynslulaus að nú þarf að fara að ráða sérstaka aðila inn í ráðuneytin til að hjálpa viðkomandi ráðherrum til að takast á við starfið og það er vel,“ sagði Vigdís.
En varðandi „af hvaða fjárlagalið þessi ráðgjöf sé tekin, þá get ég ekki svarað því, en ég geri engar athugasemdir við að ráðherrar kaupi sér aðstoð úti í bæ, hvort sem það er hjá almannatenglum eða lögmönnum sérstaklega í ljósi þess ef ráðuneytin halda sig innan fjárheimilda,“ sagði Vigdís að lokum.
Ræða Vigdísar Hauksdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.