Á 40. sambandsþingi SUF 7.-8. febrúar var Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Ágúst Bjarni tekur við formennsku af Helga Hauki Haukssyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Ágúst Bjarni er stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi verkefnastjórnun frá Háskólanum Reykjavík.
Ágúst Bjarni var jafnframt oddviti Framsóknar í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2014 og hefur setið í stjórn SUF undanfarið ár.
Með Ágústi Bjarna í stjórn SUF eru: Fróði Kristinsson, Ármann Örn Friðriksson, Gauti Geirsson, Fjóla Hrund Björnsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Dilja Helgadóttir, Elka Ósk Hrólfsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Kjartan Þór Ingason, Páll Marís Pálsson og Aðalheiður Björt Unnarsdóttir.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók á móti nýkjörinni stjórn SUF í vikunni í ráðuneyti sínu og var myndin tekin við það tilefni.
Hér eru ályktanir sambandsþings SUF 2015.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Ágúst Bjarni formaður SUF
21/02/2015
Ágúst Bjarni formaður SUF