Hér að neðan má lesa ályktanir vorfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn í Reykjavík 20. maí 2017:
Vorfundur miðstjórnar Framsóknar haldinn í Reykjavík 20. maí 2017 ályktar að hvorki Alþingi né ríkisstjórn geta vikið sér undan ábyrgð á því að Neyðarbrautinni sé lokað án þess að aðrir kostir séu í boði.
Vorfundur miðstjórnar Framsóknar haldinn í Reykjavík 20. maí 2017 lýsir áhyggjum yfir stefnuleysi núverandi ríkisstjórnar í skóla-, heilbrigðis- og atvinnumálum.
Vorfundur miðstjórnar Framsóknar haldinn í Reykjavík 20. maí 2017 ályktar að settur verði á fót vinnuhópur til að móta stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. Sú nefnd skal vera fullskipuð innan fjögurra vikna frá 20. maí 2017.
Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn í Reykjavík 20. maí 2017 felur haustfundi miðstjórnar sem haldinn verður 17.-18. nóvember að boða til flokksþings í fyrrihluta janúar 2018. Leggja á áherslu á undirbúning sveitarstjórnarkosninga. Þær kosningar eru næsta verkefni Framsóknarflokksins.
Yfirlitsræða formanns á vorfundi miðstjórnar.
Myndasafn af Facebook frá fundinum.
Categories
Ályktanir vorfundar miðstjórnar 2017
23/05/2017
Ályktanir vorfundar miðstjórnar 2017