Categories
Fréttir

Ályktun SUF vegna móttöku á kvótaflóttafólki

Deila grein

01/09/2015

Ályktun SUF vegna móttöku á kvótaflóttafólki

logo-suf-forsida„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar frumkvæði velferðarráðherra í málinu og lýsir jafnframt yfir ánægju með ákvörðun forsætisráðherra að skipa ráðherranefnd um flóttamannavandann. Sá gífurlegi vandi sem steðjar að fólki sem flýr heimili sín vegna stríðsátaka er átakanlegur. Ísland hefur alla burði til að leggja sitt af mörkum, þar verða ríki, sveitarfélög og einstaklingar að hjálpast að. Velviljinn sem endurspeglast í öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa sprottið upp og boðist til þess að aðstoða flóttafólk er aðdáunarverður og gefur gott fordæmi hvernig samfélög geta í sameiningu leyst erfið vandamál.
Umræðan einkennist því miður oft af vanþekkingu
Umræðan um flóttafólk hefur því miður einkennist oft á tíðum af mikilli vanþekkingu og fordómum. Stjórn SUF telur lykilatriði að vel sé vandað til verka, að vel sé tekið á móti fólki, haldið utan um það og því sé veitt nauðsynleg aðstoð. Sé slíkt gert muni það svo sannarlega skila sínu til baka til samfélagsins. Það bæði getur og vill gera það.
Hugarfarsbreyting með nýrri ríkisstjórn
Núverandi ríkisstjórn, hefur á hálfu kjörtímabili loknu, tekið á móti umtalsvert fleira flóttafólki en síðasta ríkisstjórn gerði á heilu kjörtímabili. Árið 2009 og 2011 var ekki tekið á móti einum einasta flóttamanni og árið 2010 var tekið á móti 6. Af þessum ástæðum hvetur stjórn SUF alla flokka á Alþingi til að sýna samtöðu í þessu máli. Saman getum við gert ótrúlega hluti!“