Categories
Fréttir

Atvinna, atvinna, atvinna!

Deila grein

11/08/2021

Atvinna, atvinna, atvinna!

Í atvinnumálum er þetta helstAtvinnuleysi fer minnkandi með hverjum mánuði sem líður. Í júlí var skráð atvinnuleysi 6,1%, en það er 1,3% lækkun milli mánaða og 3% lækkun frá upphafi sumars. Einnig spáir Vinnumálastofnun áframhaldandi minnkun atvinnuleysis á næstu mánuðum, sem hefur lækkað um 6,7% frá janúar 2021.

May be an image of 2 manns og texti
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Innan ríkisstjórnarinnar hefur Framsókn lagt mikla áherslu á að standa vörð um atvinnu fólks og lifibrauð þess eftir áhrif Covid-19 veirunnar á atvinnumarkaðinn hér á landi. Þá hefur flokkurinn unnið að sérstökum atvinnuátökum á borð við átakið „Hefjum störf“, sem Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað.Það eru gleðitíðindi að sjá alvöru árangur af þeirri vinnu. Höldum áfram veginn í átt að minnkun atvinnuleysis.

Atvinna, atvinna, atvinna!