Categories
Fréttir

Auglýsing vegna framboða í Norðausturkjördæmi

Deila grein

31/08/2016

Auglýsing vegna framboða í Norðausturkjördæmi

logo-framsokn-gluggiKjörstjórn Norðausturkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista sóst er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd.
Sjá reglur á vef Framsóknar: www.framsokn.is/reglur-um-tvofalt-kjordaemisthing/
Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 2. september nk.
Framboðum skal skilað á netföngin: brattahlid10@simnet.is og eythor1@simnet.is.
Kjörstjórn Norðausturkjördæmis
Norðaustur - framboðsauglýsing 2016