Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Árborgar í byrjun október var ákveðið að stilla upp á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Á fundinum var jafnframt kjörin fimm manna uppstillingarnefnd undir forystu Gissurar Jónssonar.
Við sama tækifæri tilkynntu Helgi S. Haraldsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins, og Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, að þau gefi áfram kost á sér til starfa fyrir sveitarfélagið Árborg í kosningunum næsta vor.
Framsóknarfélag Árborgar auglýsir hér með eftir framboðum og ábendingum um áhugasamt og hæfileikaríkt fólk með brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Árborg.
Ef þú hefur hefur áhuga að taka sæti á listanum eða tillögu um fólk á listann biðjum við þig að vera í sambandi við uppstillinganefnd á netfangið xb.arborg@gmail.com. Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til sveitarstjórnar Árborgar.
Framboðsfrestur er til fimmtudagsins 31. október 2013. Stefnt er að því að samþykkja framboðslista á félagsfundi í lok nóvember.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Gissuri í síma 894-5070.
Takk fyrir aðstoðina og munum að það er gaman saman í Framsókn.
Categories
Auglýst eftir framboðum í Árborg
22/10/2013
Auglýst eftir framboðum í Árborg